Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 16

Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 16
V Verðbólgustig á Íslandi er óvenjulegt um þessar mundir. Verðlag lækkaði um 0,52 pró-sent í nóvember, að því er fram kom hjá Hag-stofu Íslands, þvert á spár sem höfðu gert ráð fyrir að verðlag stæði í stað. Í markaðspunkt- um greiningardeildar Arion banka kemur fram að undanfarna þrjá mánuði hafi vísitala neysluverðs lækkað um 0,5% sem jafngildir 2% verðhjöðnun á ári. Vísitala án húsnæðis hefur lækkað um 0,3% síðastliðið ár og því er lítill sem enginn verð- bólguþrýstingur, að frádregn- um húsnæðisliðnum. Greiningardeildin gerir ráð fyrir lítilli verðbólgu næstu mánuði en í bráðabirgðaspá hennar er gert ráð fyrir 1,2% verðbólgu í febrúar. Gangi það eftir yrði febrúar þrettándi mán- uðurinn í röð þar sem verðbólg- an verður undir verðbólgumark- miðum Seðlabankans. Horfur eru á því að verðbólga verði undir markmiði bankans vel fram á næsta ár. Verðbólga hér- lendis hefur ekki verið lægri í sextán ár. Greining Íslandsbanka talar á svipuðum nótum en lítur talsvert lengra aftur í tímann til samanburðar og segir að verðlagslækkunin síðastliðna tólf mánuði sé mesta lækkun vísi- tölunnar frá því í október árið 1967. Á þeirri nærri hálfu öld hefur 12 mánaða taktur vísi- tölu neysluverðs, án húsnæðis, aðeins tvisvar áður mælst með neikvæðum formerkjum. Ástæðan nú er fyrst og fremst innflutt verð- hjöðnun vegna styrkingar krónu, verð- lækkunar á eldsneyti og öðrum hrávörum á heimsmarkaði og verðstöðnunar á innlendum smásöluvarningi. Þar sem horfur eru á lítilli verðbólgu næsta kastið gæti hún farið í næsta mánuði niður fyrir 1,0% þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðla- bankans. Bankinn yrði þá í fyrsta skipti frá upptöku markmiðsins að birta greinargerð til útskýringar á ástæðum fyrir verðbólgu undir markmiði. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, kallar því eftir lækkun stýrivaxta. Seðlabank- inn lækkaði stýrivexti á síðasta vaxtaákvörð- unarfundi um 0,25 prósentur en Ásdís telur að nú sé svigrúm til að lækka vexti um 0,50 til 0,75 prósentur til viðbótar. Raunstýrivextir nú eru orðnir hærri en þeir voru fyrir lækkun stýrivaxtanna fyrr í þessum mánuði. Rök eru því komin fyrir frekari lækkun þeirra en næsti vaxtaákvörunarfundur peningastefnunefndar bankans verður 10. desember næstkomandi. Ásdís Kristjánsdóttir telur nýjustu verð- bólgutölur þó vera jákvæðar þar sem krónan hefur verið stöðug auk þess sem innflutt verð- bólga hefur verið að ganga niður. Hún sér þó hættur fram undan þrátt fyrir jákvæða þróun, hugsanlega sterkari áhrif húsnæðisliðar en einkum óvissu vegna komandi kjarasamn- inga. Þar er blika á lofti. Síðustu kjarasamningar á almenna markaðnum voru hófsamir en meiri hækkun hefur orðið meðal opinberra starfsmanna á tímabilinu. Enn sér ekki fyrir endann á kjaradeilu lækna og hins opinbera en þeir fara fram á umtalsverða hækkun sem gæti haft keðjuverkun í för með sér nema al- menn sátt náist um að taka þá, af sérstökum ástæðum, út fyrir sviga. Hækkun launavísitölu að undanförnu hefur að stórum hluta verið vegna hækkunar launa opinberra starfsmanna. Áhrif af kjarasamn- ingum við kennara til hækkunar launavísitölu voru allsterk, eins og fram kemur hjá Grein- ingu Íslandsbanka. Kaupmáttur launa hefur aukist talsvert að undanförnu og má bæði þakka það hinum hófsömu kjarasamningum á almenna markaðnum og lítillar verðbólgu. Skiljanlega mun Alþýðusamband Íslands gera kröfu til hækkunar sinna félagsmanna á nýju ári – en mikilvægt er fyrir alla aðila vinnu- markaðar að huga að áframhaldandi kaup- máttaraukningu og frekari vaxtalækkun en óraunsæjum krónutöluhækkunum þegar að samningagerð kemur. Náist hófleg lending í almennum kjarasamningum snemma á næsta ári, sem vissulega er óvissa um, er það mat Greiningar Íslandsbanka að meira jafnvægi verði milli launaþróunar hjá almennum og opinberum starfsmönnum en raunin hefur verið að undanförnu. Kaupmáttur og þar með einkaneysla gæti því aukist allhratt í kjölfarið. Lágt verðbólgustig auðveldar vaxtalækkun Verðbólga – samningar – kaupmáttur Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. www.parkingheater.com Ice scraping is a thing of the past! With a Webasto parking heater. Enjoy the comfort and safety provided with a parking heater and choose from different control options with great useability. T91 Thermo Call with AppHTM100 www.parkingheater.com Ice scraping is a thing of the past! With a Webasto parking hea er. Enjoy the comfort and safety provided with a parking heater and choose from different control options with great useability. T91 Thermo Call with AppHTM100 Aldrei að skafa! Með Webasto bílahitara. Þú h tar bílinn með fjarstýringu og þan ig ge ur þú notið þæginda og öryggis. BÍLASMIÐURINN HF Bíldshöfða 16 110 Reykjavík sími 567 2330 bilasmidurinn@bilasmidurinn.is www.bilasmidurinn.is Thermo call með pp Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? 16 viðhorf Helgin 28.-30. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.