Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 20

Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 20
Jennifer Lopez er af mörgum talin eins- konar upp- hafskona rassatísk- unnar.  PoPPmenning RassaR eRu ábeRandi í tónlistaRmyndböndum Rassar eru hin nýja brjóstaskora Þ essi rassatíska verður sífellt meira áberandi í umræðunni og það er greinilegt að það er í tísku núna að vera með stóran rass,“ segir Dagbjört Ásbjörnsdóttir, mannfræðingur og MA í kynja- og kynlífsfræðum, sem ennfremur er forstöðumaður frístundamiðstöðvar- innar Kamps. „Ég hef í gegnum árin talað við krakka vegna undirbúnings fyrir borgaralega fermingu og þar hef ég leyft stelpum að spyrja strák- ana spurninga og öfugt. Í fyrra eða hittifyrra var ein spurninganna frá stelpunum á þá leið að ef strákarnir væru skotnir í stelpu, hvort skipti þá meira máli að hún væri með stór brjóst eða stóran rass ef hún gæti ekki verið með bæði. Allir strákarn- ir svöruðu: Stóran rass,“ segir hún. „Ég legg áherslu á það þegar ég tala við krakkana að þetta sé bara tíska. Það er ekki góð þróun ef fólk tengir kynþokka bara við tiltekinn líkams- part.“ Poppmenning, tónlist og kvik- myndir hafa í gegnum tíðina haft gríðarleg áhrif á hvað er í tísku, hvort sem það er klæðaburður, hár- greiðsla eða skartgripir. Í samfélagi þar sem netið og fjölmiðlar eru allt- umlykjandi allan sólarhringinn eru áhrif úr poppmenningunni sterkari en áður. Dagbjört bendir á að fyrr á Dagbjört Ásbjörns- dóttir, mannfræðingur og MA í kynja- og kyn- lífsfræðum, segir áberandi hversu mikið stórir rassar eru í tísku og það hefur áhrif á viðhorf unglinga til þess hvernig hinn fullkomni líkami er. Mynd/Hari Stórir rassar eru í tísku og hafa vikið fyrir stórum brjóstum og myndarlegri brjóstaskoru. Dagbjört Ás- björnsdóttir vinnur mikið með unglingum og segir áberandi hjá þeim hversu mikil áhersla sé á rassinn. Þetta er þó aðeins enn ein tískan því í gegnum árin hefur verið afar mismunandi hvernig líkams- gerð er í tísku. Mörg verka Rubens þykja afar munúðarfull og á þessu verki frá 17. öld sem ber nafnið „Gyðjurnar þrjár“ fangar hann fegurð kvenlíkamans. Listamenn kalla holdlegar konur gjarnan „rú- benískar“. Marilyn Monroe var upp á sitt besta upp úr 1950. Stundaglasavöxtur hennar þótti sérlega fallegur og enn í dag þykir hún vera ein fallegasta kona 20. aldarinnar. Söngkonan Samantha Fox vakti athygli fyrir ögrandi framkomu og var hún ófeimin við að vekja athygli á veglegum barminum. Hún er sögð vera mest ljós- myndaða kona Bretlands á áttunda áratugnum. öldum hafi þótt fínt að konur væru með mjúkan maga, rass og læri. Á 20. öldinni urðu til þekktar fyrirmyndir og frægust þeirra er án efa Marilyn Monroe sem var dáð fyrir stundag- lasavöxt sinn. Fyrirsætan Twiggy var hins vegar dáð fyrir hversu grann- vaxin hún var, þá var Pamela Andre- son fræg fyrir stóran barminn en á síðustu árum eru það konur sem stóra rassa sem fanga athygli fjöl- miðla og þar með almennings. „Í dag er algjör ofuráhersla á rassinn. Poppmenningin sér um að innleiða þá hugmyndafræði að verðleikar konunnar liggi í aftur- endanum,“ segir Dagbjört. Til að sýna hvernig tímarnir breytast rifj- ar hún upp sögu af kunningjakonu sinni á fertugsaldri sem er með stóran rass. Sem unglingur hafði hún miklar áhyggjur af vaxtarlagi sínu enda voru skilaboðin sem hún fékk bæði frá íþróttakennurum og unglingamenningunni: „Þú þarft að ná af þér þessum rassi.“ Dagbjört bendir á að það sé hins vegar ein- faldlega bundið í genamengi okkar hvort við erum með stóran rass, stór brjóst eða hvað við erum há- vaxin. Jennifer Lopez er af mörgum tal- in einskonar upphafskona rassatísk- unnar. Hún vakti fyrst heimsathygli árið 1997 þegar hún lék söngkonuna Selenu í samnefndri mynd og fór með hlutverk í mynd Oliver Stone, U-turn. Hún talaði þá um að henni hefði gengið erfiðlega að fá kvik- myndahlutverk vegna þess hversu stóran rass hún er með. Jennifer Lopez sló í gegn sem söng- og leik- kona og stórir rassar voru í sókn. „Í poppmenningu er alltaf verið að ögra og núna er verið að ögra með rassinum. Þetta er tíska sem á eftir að víkja seinna fyrir annarri tísku,“ segir Dagbjört. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fyrirsætan Twiggy var kona ársins í Bretlandi árið 1966. Grann- vaxinn líkami hennar þótti afar eftir- sóknarverður og markaði hún tímamót í tísku- bransanum. Fyrirsætan Kate Moss sló í gegn um 1990 og var þekkt fyrir svokallað „heróínútlit“ sem varð afar vinsælt og reyndu konur að vera sem grennstar og vesældar- legastar. Söng- og leikkkonan Jennifer Lopez var upphaflega gagnrýnd fyrir hversu stóran rass hún er með en nú eru rassar á borð við hennar í tísku. Hún er síðan frekar barmlítil. Leikkonan Pamela Anderson varð heims- fræg eftir hlutverk sitt í Strand- vörðum og hefur setið afar oft fyrir í Playboy. Pamela var með afar stór brjóst vegna sílí- konaðgerða og hefur látið stækka og minnka barminn í gegnum tíðina. Kim Kardashian er í raun fræg fyrir að vera fræg og fyrir að vera með stóran rass. Hún tók fræga sjálfsmynd af rassinum á sér og stutt er síðan hún sýndi rassinn á for- síðu tímaritsins Paper. 20 fréttir Helgin 28.-30. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.