Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 44

Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 44
É g mælti mér mót við þennan áhugaverða mann, Sindra Eldon, á litlum bar í miðbæ Reykjavíkur og vissi í raun ekkert við hverju ég ætti að búast, hafandi aldrei hitt hann, þrátt fyrir að vita alveg hver hann væri, eins og svo margir. Á móti mér tók ósköp venjulegur ungur maður með smá rauðan lit í hárinu sem sat í mestu ró- legheitum með bjór. Það eina í stöðunni var að fá sér einn, honum til samlætis. Þessi plata sem þú ert að senda frá þér núna er frábrugðin fyrra efni ekki satt? „Ég hafði verið að taka upp rosalega undir-„pródúseraða“ tónlist alla mína ævi og langaði mikið að prófa að gera algerlega hið andstæða,“ segir Sindri. „Mér finnst óþarfi að reyna að láta þetta hljóma eins úr hljóðveri, eins og á tón- leikum. Það er allt í lagi stundum, að hafa það að markmiði. Það er erfiðara en fólk heldur samt. Ég hef fengið spurninguna „af hverju látið þið ekki plötuna hljóma eins og þið eruð „læf“,“ eins og það sé einhver ákvörðun sem maður geti tekið. Tónlistarmenn eyða oft ferlinum í það að hljóma á plötum eins og á hljómleikum, og öfugt. Ég vildi gera plötuna sem ég var búinn að vera með í kollinum frá því ég byrjaði að hlusta á tónlist og mér er skítsama hvort það sé hægt að flytja hana „læf“ eða ekki,“ segir Sindri um nýútkomna plötu sína sem nefnist Bitter, Resentful. Ennþá reiður Sindri skrifaði á sínum tíma tónlistar- gagnrýni í Grapewine og þótti oft ansi harðorður. Hann öðlaðist ekki miklar vinsældir meðal kollega sinna og marg- ir höfðu það á orði að þarna færi hroka- fulla barnið hennar Bjarkar. Hvaðan kom þessi reiði? „Mér finnst ég ennþá vera reiður. Ég fattaði fyrir einhverju síðan að það þjónar engum tilgangi að skrifa hversu reiður maður er,“ segir Sindri. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá að ég mundi brenna einhverjar brýr. Svo þegar ég hugðist gera mína eigin músík þá mættu mér köld viðbrögð. Mér hefur að vísu alltaf þótt ég vera útundan og ekkert sérstaklega vel- kominn. Það er ýmsu ábótavant í minni músík, en stundum gleymi ég því að ég er ekkert endilega að gera músík svo fólki líki vel við hana, ég er meira í þessu fyrir mig,“ segir Sindri. „Ég get hangið lengi í stúd- íóum að taka og finnst ekkert sér- staklega gaman að spila á tónleikum. Framkoman sjálf er svo lítill partur af stóru veseni. Að spila á tónleikum er eins og að tyggja tyggjókúlu, það er bara gott í nokkrar sekúndur en restin er bara eitthvert jukk. Mér finnst það samt smá rembing- ur að segja að ég hafi fengið kaldar viðtökur eftir skrif mín, kannski var músíkin mín bara ekkert sérstök,“ segir Sindri. Ekki treystandi fyrir börnum Sindri bjó í Bretlandi frá 6 til 10 ára aldurs og flutti þá til Íslands. Hann segir enskuna vera sér mikilvæga og segist aldrei hafa lært að skrifa al- mennilega á íslensku. „Þetta eru mótandi ár og ég lærði mikið. Íslenskan vafðist meira fyrir mér og ein helsta ástæðan fyrir að ég fór í ensku í háskólanum var sú að ég gat skrifað ritgerðir á ensku,“ segir Sindri sem er með BA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands. „Ég skemmti mér konunglega í því námi og fannst það frábært. Ég starfa við þýðingar og þá mikið í kvikmyndageiranum. Ég fæst við að þýða kvikmyndahand- rit og annað fyrir styrkveitingar er- lendis, meðal annars.“ Ég sé að þú ert með hring, ertu giftur maður? „Já ég er giftur maður, og hef verið það síðan í vor.“ Einhver börn? „Nei,“ segir Sindri og hlær. „Ég held að ég láti systkini mín um það að búa til barnabörn fyrir foreldra mína. Hlutirnir eru samt fljótir að taka breytingum. Fyrir tveimur árum hefði ég ekki trúað því að ég væri giftur í dag,“ segir Sindri. „Klukkan er hálf fimm á þriðjudegi og ég er að fá mér bjór. Ég held að mér sé ekki treystandi... ennþá,“ segir Sindri með stríðnisglotti. Þorði ekki í Hagaskóla Þegar Sindri flutti til Íslands 10 ára gamall gekk hann í Vesturbæjarskóla og síðar í Valhúsaskóla á Seltjarnar- nesi. „Ég kynntist fólki í þessum skólum sem hefur verið mótandi í mínu lífi. Ég þorði ekki í Hagaskóla,“ segir Sindri. „Ég óttaðist krakka sem reyktu og hræktu og svoleiðis,“ segir Sindri. Var einhver utanaðkomandi pressa, verandi sonur Sykurmolanna Þórs og Bjarkar? „Ekki beint pressa en það sem pirrar mig mest er það að þegar ég geri eitthvað eða segi þá fékk maður alltaf að heyra það að maður hafi leyfi af því að maður er sonur Bjark- ar. Það er lægsti punktur sem ég veit um, eiginlega óafsakanleg heimska,“ segir Sindri. „Af hverju ætti ég að hafa einhverja aðra skoðun út frá því hverjir foreldrar mínir eru? Mitt uppeldi hefur að mestu leyti verið frekar eðlilegt, maður hefur alveg fengið stuðning en mamma keypti ekkert bíl handa mér og ég bý ekki í skuggahverfinu. Ég kæri mig ekkert um það.“ Það er einn titill á plötunni sem mér fannst áhugaverður „I have earned the right to be a failure“. Liggur einhver dulin meining í þessu? „Þetta er bara smá „statement“,“ segir Sindri. „Mér finnst að allir hafi þann rétt að valda vonbrigðum, ákveðin mannréttindi. Þetta lag er þó samið um einhvern sem er ekki ég sjálfur. Þetta er um ritstjóra Gra- pewine sem var alltaf að ýta undir það að ég kæmi fram með látum með skrifum mínum. Ég var og er ekkert viljugur til þess að vera blaðamaður, enda fékk ég bara leiðindi út úr því. Í laginu er ég í rauninni að segja takk, en nei takk með mínum orðum. Ég þarf ekki hjálp við það sem mig lang- ar ekki að gera,“ segir Sindri Eldon. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Allir hafa rétt á því að valda vonbrigðum Sindri Eldon er 28 ára gamall tónlistarmaður. Hann gaf út nýverið sína fyrstu sólóplötu sem hann segir samt vera mikið samvinnu- verkefni þeirra sem spila með honum á plötunni. Sindri hefur farið um víðan völl á sínum ferli sem tónlistarmaður og blaðamaður, og hefur ekkert sérstaklega gaman af því að koma fram á tónleikum. Kannski var músíkin mín bara ekkert sérstök. Sindri Eldon. Mynd/Hari Maður hefur alveg fengið stuðning en mamma keypti ekkert bíl handa mér og ég bý ekki í Skuggahverfinu. Ég kæri mig ekkert um það. 44 viðtal Helgin 28.-30. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.