Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 54
54 bílar Helgin 28.-30. nóvember 2014  ReynsluakstuR kia soul eV Svífur hljóðlaust um göturnar Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is. T Ú R I S T I Kia Soul er nýr rafmagnsbíll frá Kia sem vert er að gefa gaum. Hann er sérstaklega fallega hannaður en það er ekki allt því það er líka dásemd að keyra hann. Soul dregur 200 km á fullri hleðslu og virkilega þægilegt að nánast svífa um göturnar í hljóðleysi rafmagnsins. s oul er fyrsti rafmagnsbíllinn frá Kia og er hægt að fullyrða að einstaklega vel hafi tekist til. Útlit bíla skiptir mig alltaf miklu og ég get með sanni sagt að ég brosti út í annað þegar ég leit hann fyrst augum, jafnvel þó ég væri áður búin að skoða myndir af honum því hann er svo skemmtilega öðruvísi. Það er einhvern veginn ekki hægt að líkja honum við neitt þó einn vinur minn hafi sagt framendann líkjast Range Rover en með fullri virðingu þá er ekki töff í dag að vera á Range Rover. Kia Soul er hins veg- ar mjög töff. Útlitið vakti athygli fleiri. Í um- ferðinni varð ég vör við forvitnilegt augnaráð og einn daginn þegar ég var að koma heim með innkaupa- pokana stoppaði mig af ungur fjöl- skyldufaðir sem vildi vita bókstaf- Rafmagnsbíll Dregur 200 km á fullri hleðslu Litium-ion fjölliða rafhlaða 11,2 sek frá 0-100 km/klst 0 g/km CO2 Lengd 4140 mm Breidd 1800 Hæð 1593 Stærð farangursrýmis 281-891 l Verð frá 4.750.777 kr Heimahleðslustöð fylgir. kia soul eV lega allt um þennan bíl. Já, börnin hans og kona fengu að bíða á meðan ég sagði honum að þetta væri nýr rafmagnsbíll, að hann drægi 200 kílómetra á hleðslunni og að hann kæmi í sölu í lok nóvember. Þar sem þetta er ekki fyrsti raf- magnsbíllinn sem ég prófa lét ég mér ekki bregða þegar ekki heyrð- ist meira en þægilegt tölvustef þeg- ar ég var búin að kveikja á bílnum og ég ók honum nánast hljóðlaust af stað. Eins og þeir sem hafa mætt rafmagnsvespum á gangstéttinni vita þá er heldur óþægilegt þegar þær birtast skyndilega án þess að nokkuð heyrist. Af öryggisástæð- um er Kia Soul því þannig búinn að þegar ekið er á undir 20 km/klst sendir bíllinn frá sér vélarhljóð, sem kom sér til að mynda afar vel þegar ég tók rólegan rúnt á mannmörgum Laugaveginum, og svo heyrist það líka þegar honum er bakkað. Að sjálfsögðu bauð ég vel völdum vin- um með mér og einn hafði á orði að bílferðin líktist því helst „að svífa“ um göturnar. Kia Soul er hægt að fá í nokkrum litaútfærslum og sá sem ég ók var hvítur með ljósbláu þaki og spegl- um. Það er líka hægt að fá svartan með rauðu, bláan með hvítu, og svo bíla sem eru alhvítir eða alsilfrað- ir. Þegar það er í boði að fá tvílitan myndi ég þó alltaf velja það bara því það er meira töff. Kia hefur verið með Soul á mark- aði en nú er hann í fyrsta skipti fáanlegur sem rafmagnsbíll, en þeir sem það kjósa geta valið dísil- bíl. EV stendur sumsé fyrir Elect- ric Vehicle og það er meira töff en dísil. Svo er líka ógurlega notalegt að spara olíulindir heimsins, spara peninga og vita af því að núll grömm af koldíoxíði fara út í andrúmsloftið með akstrinum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kia Soul er allur hinn glæsilegasti í útliti og vekur athygli hvert sem ekið er. Mynd/Hari Leiðsögukerfið sýnir nærliggjandi götur og bíllinn fylgist með skiltum sem sýna leyfilegan hámarks- hraða þar sem þú ert að keyra. Bakkmyndavélin er mjög skýr. Hægt er að stækka farangursrýmið.Í mælaborðinu sést vel hvernig bíllinn eyðir orkunni. Hliðarspeglarnir eru fallega ljósbláir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.