Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 56
Þegar klukkurnar hringja inn
jólin klukkan sex á aðfanga-
dagskvöld er fátt betra en
að skála við fjölskyldumeð-
limi í sínu fínasta pússi. Það
að finna hið fullkomna jóla-
dress getur hins vegar reynst
þrautin þyngri. Andrea Röfn
Jónasdóttir, nemi í Háskól-
anum í Reykjavík og bloggari
hjá trendnet.is, veit hvað hún
syngur þegar kemur að tísku
og hér ræðir hún um hvað
mun einkenna jólatískuna í ár.
Konur Fjölbreytt jólatísKa
Djúpir fallegir litir
og rauður varalitur
áberandi yfir
hátíðirnar
t ískan er orðin svo fjölbreytt að ég held að það verði ekki eitthvað eitt sem muni ein-
kenna jólatískuna í ár,“ segir Andr-
ea Röfn, sem fagnar fjölbreytileik-
anum. „Sumar kjósa að klæðast
kjólum en aðrar vilja heldur spari-
legar buxur og topp.“ Að hennar
mati einkennist klassísk jólatíska þó
af djúpum fallegum litum, kjólum
og rauðum varalit. Aðspurð hvað
muni einna helst einkenna jólatísk-
una í ár segir Andrea: „Í dag sé ég
mikið af síðerma kjólum, samfest-
ingum, rúllukragapeysum og gróf-
um hælaskóm og þykkbotna. Einn-
ig finnst mér mikið um töffaralega
hatta, stóra trefla og leðurhanska
og við munum eflaust sjá mikið af
þessu á aðventunni.“
Skór og fylgihlutir
gera heilmikið fyrir
einfaldan klæðnað
Andrea hrífst mjög af
skóm og fylgihlutum og
finnst yfirleitt skemmti-
legra að skoða þá en föt.
„„Statement“ skartgripir
sem geta dressað upp ein-
földustu klæði eru í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér,
sérstaklega stór hálsmen.“
Andrea segir að skótískan
sé einnig orðin fjölbreytt,
allt frá stígvélum upp í háa
hæla með þykkum sóla.
Fallegur jólakjóll er
hin klassíska jólaflík
En er hin klassíska jóla-
flík til?
„Það er alltaf klassískt að eiga
kjóla sem hægt er að nota aftur
og aftur. Ég á einn kjól frá Kron
by Kronkron sem gengur alltaf
þrátt fyrir að vera með áberandi
mynstri. Svo klikkar „litli svarti
kjóllinn“ sjaldan því það er alltaf
hægt að klæða hann með mismun-
andi skartgripum og sokkabuxum.
Einnig finnst mér að allir ættu að
eiga fallega kápu eða pels.“ Andr-
ea ráðleggur þeim sem eiga eftir
að finna jóladressið í ár að kaupa
klassíska flík í góðum gæðum. „Þá
verður maður ekki þreyttur á henni
strax og hún nýtist manni lengur,
jafnvel ekki bara á jólunum.“
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
„Yfir hátíðarnar gef ég mér
meiri tíma til að dunda mér
við alls kyns smáatriði eins
og fallega förðun og nagla-
lakk í hátíðlegum litum.“
56 jólaföt Helgin 28.-30. nóvember 2014
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart
vörur, góð þjónusta
Kápa
kr. 19.900
Mikið úrval
Laugavegi 178
Sími 551-3366
www.misty.is
OPIÐ:
Mán. - fös. 10 - 18,
Laugardaga 10 - 14
GJÖFIN SEM GLEÐUR
YKKUR BÆÐI :)
teg DALILA -
“push up”
á kr. 8.680,-
Buxur á
kr. 3.550,-
Við elskum skó
Smáralind • S. 511 2020
29.990 kr.
Dömu/ Herra
Evonia eykur hárvöxt með því að
veita hárrótinni næringu og styrk.
Evonia er hlaðin bætiefnum sem
næra hárið og gera það gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
www.birkiaska.is