Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 70

Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 70
70 heilsa Helgin 28.-30. nóvember 2014 Silkimjúk lífræn soja- og hrísmjólk Heilsusamlegur og góður valkostur í stað kúamjólkur. www.ricedream.eu  Heilsa sjálfsfróun er góð fyrir líkamlega og andlega Heilsu Sjálfsfróun kvenna er sveipuð leyndarhjúpi og þykir mjög viðkvæmt að ræða hana. Sænsk kynfræðslusamtök standa nú fyrir keppni um orð fyrir það þegar konur fróa sér og er markmiðið að opna umræðu um sjálfsfróun kvenna. Stúlkur byrja gjarnan seinna en drengir að gæla við sig en sjálfsfróun er ekki bara góð fyrir líkamlega og andlega heilsu heldur er hún mikilvægur þáttur í að læra á líkama sinn. s jálfsfróun kvenna hefur löngum verið mikið tabú og þykir gjarn-an mikið feimnismál að ræða hvort, hvenær og hvernig konur fróa sér. Þetta er arfleifð af gömlum tíma þar sem konur áttu að vera passívar, þrátt fyrir ólgandi ástríður innra með sér. Þörf karlmanna til að fá kynferð- islega útrás hefur alltaf verið viður- kennd og í flestum tungumálum eru jafnvel til mörg skondin orðasambönd yfir sjálfsfróun karla. Karlar flengja apann, kippa í kjúklinginn eða temja drekann sinn. Konur fróa sér. Í Svíþjóð stendur nú yfir sam- keppni um besta orðið yfir sjálfsfróun kvenna. Keppnin er á vegum sænskra samtaka um kynfræðslu og er mark- mið keppninnar ekki aðeins að finna gott orð heldur einfaldlega að koma sjálfsfróun kvenna í umræðuna. Markmiðið er að konur, og karlar, líti á það sem eðlilegan hlut að konur gæli við sig sjálfar. Meðal orða sem hafa borist eru „klittra“, „pulla“ og „selfa“ en besta orðið verður valið á næsta ári. Stúlkur byrja að jafnaði seinna að fróa sér en drengir og hafa kyn- fræðingar bent á að forsenda þess að njóta kynlífs með öðrum aðila sé að þekkja líkama sinn. Þannig er konan líka betur í stakk búin til að leiðbeina rekkjunaut sínum í ástarleikjum til að fá sem allra mest út úr þeim. Sjálfsfró- un hefur því marga kosti. Misjafnt er hversu fjölbreytileg sjálfsfróunin er og sumar kjósa að nota alltaf sömu gamalreyndu aðferð- ina. Sjálfsfróun er afar góð fyrir and- lega og líkamlega heilsu og áhuga- samar geta hér til hliðar fræðst nánar um fimm vel reyndar aðferðir. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Næmlegar nautnir kvenna

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.