Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 73

Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 73
Smurstöðin er nýr veitingastaður í Hörpu. Þar færð þú smurbrauð úr íslensku hráefni, með nýnorrænu yfirbragði. www.smurstodin.is 519 9750 hrútaberin okkar Það kannast flestir við hrútaber, en það hafa ekki allir smakkað þau. Enda eru þau ekki á hverju strái — eða lyngi. Þau finnast þó villt í náttúrunni, til dæmis við Rauðavatn. Góð hrútaberjasulta er hreinasta hnossgæti og er sultan okkar engin undartekning. Hún er krydduð með ediki og borin fram í virkilega bragð- góðum og ljúfum félagsskap. Hreindýr »tartar« með hrútaberjum, kryddjurtakremi og perlulauk 2.800 ,– villt í náttúrunni , l júf í munni B randenburg Giljagaur snýr aftur Þvörusleikir, jólabjór Borgar brugghúss, seldist upp í Vínbúðunum á aðeins tíu dögum. Að sögn Valgeirs Valgeirssonar, bruggmeistara hjá Borg, er þetta mesta magn jólabjórs hjá brugghúsinu til þessa en það dugði þó skammt. „Þvörusleikir er okkar stærsti jólabjór til þessa í magni en við framleiddum um 7.000 lítra eða yfir 20.000 bjóra. Nokkuð er síðan flöskurnar seldust upp hjá okkur og okkur skilst að bjórinn sé einnig upp- seldur í Vínbúðunum. Það er þó örugglega hægt að finna einstaka flösku á einhverjum börum og veitingahúsum,“ segir Valgeir. Bjóráhugafólk þarf þó ekki að örvænta yfir þessum tíðindum því Borgarmenn bjóða sárabót í lagi. Í byrjun desember er hinn vinsæli Giljagaur Nr. 14, jólabjór Borgar frá 2012, væntanlegur í Vínbúðirnar. Giljagaur, sem er svokallað Barleywine, vakti mikla athygli á sínum tíma og þótti til að mynda skara fram úr í jólabjórsúttekt Fréttatímans árið 2012. Giljagaur seldist upp á örfáum dögum það árið. „Þetta er partí í einni flösku, hann fer alla leið og til baka. Þótt hann sé 10% er ekki mikið alkóhól í bragði og lykt og lítil beiskja. Þetta er bjórperraparadís enda kannski meiri bjór fyrir áhugamenn um bjór en hinn almenna neytanda og enginn drekkur marga svona í röð en hann kallar á ísbjarnarfeld við arineld. Ekta jólastemning með villibráðapaté-inu,“ sagði í umsögn dómnefnd- ar Fréttatímans. „Við ákváðum að láta undan þó nokkrum þrýstingi frá bjóráhuga- mönnum og lofa Giljagaur að kíkja til byggða aftur í ár í upphaflegri mynd. Magnið er þó takmarkað eins og afkastageta brugghússins, en flestir eru væntanlega orðnir vanir því,“ segir Valgeir. Valgeir Valgeirsson býður bjóráhuga- fólki til veislu með takmörkuðu upplagi af Giljagaur sem sló í gegn fyrir tveimur árum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.