Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 74

Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 74
74 matur & vín Helgin 28.-30. nóvember 2014 Jólamatseðill Tapasbarsins 6.690 kr. Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjötstartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koríander og mangó Grafin gæsabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta Feliz navidadBorðapantanirsími 551 2344 Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | www.tapas.is RESTAURANT- BAR  Keppni KoKKalandsliðið hlaut tvenn gullverðlaun á hM Frægðarför kokkalandsliðsins til Lúxemborgar Þráinn Freyr Vigfússon fór fyrir íslenska kokkalandsliðinu sem hlaut tvenn gullverð- laun á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. v ið erum búin að æfa síðustu 18 mánuði fyrir keppnina og því er frábært að hafa náð gulli í báðum greinunum sem við kepptum í. Þetta sýnir okkur að liðið okkar er sterkt og sam- hent,“ segir Þráinn Freyr Vigfús- son, yfirmatreiðslumaður á Lava Bláa lóninu og fyrirliði kokka- landsliðsins. Kokkalandsliðið stóð sig frábær- lega á heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg í vikunni. Liðið fékk gullverðlaun fyrir heitu réttina sem liðið keppti með og bætti svo öðr- um gullverðlaunum við fyrir kalda borðið sitt. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland fær tvenn gullverðlaun í heimsmeistarakeppninni. Fyrirliðinn stóð í ströngu í vik- unni og náði Sveinbjörn Úlfars- son ljósmyndari nokkrum góðum augnablikum í lífi Þráins. Mættur á flugvöllinn snemma morguns. Viðkvæmustu hlutirnir sem nota átti í keppnina fóru með í handfarangrinum. Kerrurnar klárar á flugvellinum í Frankfurt. Það voru 60 kassar sem þurftu að fara með liðinu í fluginu, aðallega hráefni frá Íslandi. Fyrirliðinn notaði tímann í 5 klukkustunda rútuferð til Lúxemborgar til að skipuleggja. Kokkalandsliðið mætt fyrir utan keppnishöllina og fyrirliðinn fenginn í sjónvarpsviðtal. Gestir gátu fylgst með kokk- unum að störfum í eldhúsinu í gegnum glerrúður. Síðustu mínúturnar áður en framreiðsla á matnum hefst fyrir 110 gesti. Fyrirliðinn fylgist vel með hversu marga rétti þarf að afgreiða en í salnum sitja 900 manns og af þeim eru 110 sem ætla að fá íslensku keppnismál- tíðina. Það verða mikil fagnaðarlæti þegar liðinu er tilkynnt um gullið. Margra mánaða undangengið æfingarferli borgaði sig. Á þeirri stundu gleymast allar svefnlausu næturnar og öll erfiðu við- fangsefnin sem hefur þurft að leysa. Farið yfir síðustu atriðin áður en hleypt er inn í eldhúsið. Keppnin er hafin og klukkan byrjar að telja niður 6 klukku- stundir.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.