Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 90

Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 90
I ngibjörg Reynisdóttir lærði leiklist í Danmörku fyrir rúm-um 15 árum og vinkona hennar úr náminu var stödd hjá henni á Íslandi fyrir tveimur árum og sagði henni frá vinum sínum í Kaup- mannahöfn. Frásögn vinkonunnar varð til þess að Ingibjörg byrjaði að skrifa bók, nánast um leið. Camilla, vinkona Ingibjargar, sem er kveikjan að sögunni segir það skemmtilegt að vera fyrirmynd að skáldsagnapersónu. „Camilla er búin að koma 8 eða 9 sinnum til Íslands og varð ástfang- in af landinu, eins og svo margir,“ segir Ingibjörg. „Ég kom hingað síðast fyrir tveimur árum og var hjá Ingibjörgu og eitt kvöldið ákvað ég að segja henni og manninum hennar frá vinum mínum í Kaup- mannahöfn,“ segir Camilla, sem þjáist af sjálfsofnæmi sem lýsir sér þannig að henni vex ekki hár. „Ég sagði þeim frá matarboði sem ég hafði haldið stuttu áður og í því voru samankomnir nokkrir vinir mínir. Ég er samkynhneigð og bý með sænskri konu sem er 15 árum eldri en ég og við eigum tvö börn saman, sem við eignuðumst með sæðisgjafa,“ segir Camilla. „Ein besta vinkona mín var í matarboð- inu og hún var nýbúin að kynnast manni sem er tantragúrú. Hann sérhæfir sig í innanlegganganuddi sem hann framkvæmir með getn- aðarlimi sínum, svo hann hefur mjög sérstaka sögu. Svo voru vinahjón okkar frá Slóveníu sem voru nýbúin að taka þá ákvörðun að leyfa hjákonu eiginmannsins að búa hjá sér. Það var orðið full mikið vesen fyrir karlinn að flakka á milli,“ segir Camilla. „Svo þetta er litríkur hópur, en ég áttaði mig á því að öll lifðum við eðlilegu lífi þrátt fyrir að vera öll svolítið sérstök.“ „Þegar Camilla sagði mér þessa sögu með allskonar leikrænum tilbrigðum þá sogaðist ég bara inn og vildi heyra meira og meira,“ segir Ingibjörg. „Þetta var algjör veisla fyrir rithöfund að heyra frásagnir frá svona litríkum hópi fólks. Svo ég ákvað að skrifa sögu og Ca- milla sagði bara já, ekkert mál.“ Hvað með fólkið sjálft, veit það að það er orðið að sögupers- ónum? „Fyrir ári þegar Ingibjörg var í heimsókn í Köben þá ákvað ég að halda annað matarboð, með sama fólki og fleirum með henni,“ segir Camilla. „Það var mjög gott því ég var byrjuð að skrifa og vildi hitta þetta fólk,“ segir Ingibjörg. „Þó svo að ég byggi karakterana á þessu fólki, er ég að búa til nýjar pers- ónur. Ég nota bara þeirra aðstæður og slíkt, en persónurnar eru skáld- skapur. Það var gaman að sjá þetta fólk, og sjá að það var ekki líkt mínum persónum þrátt fyrir sömu aðstæður. Camilla er mjög góð að segja frá og hún var auðvitað búin að ýkja þau öll í sínum frásögnum, en svo voru þau öll bara ósköp venjuleg þegar ég hitti þau. Þetta var eins og í sögu að vera með þessu fólki. Þau eru öll einstök á sinn hátt. Það er ekki hægt að búa svona til,“ segir Ingi- björg. Rogastanz fjallar um Söru, sem er nútímakona, einhleyp og barnlaus. Blaðakona á heilsutíma- riti en lifir í algerri mót- sögn við gildi blaðsins. Charlotte er skipulögð og ferköntuð. Hún er með sjálfsofnæmi og hefur misst allt hárið af þeim sökum. Svona er bókinni Rogastanz lýst í káputexta bókarinnar. „Aðalpersónan í sögunni, Sara, er íslensk. Hún er svona blanda af mér og annarri vin- konu Camillu. Charlotte er byggð á Camillu, en ekki að öllu leyti. Það eru margir atburðir í sögunni sem hafa hent mig og aðra sem ég þekki. Hvort sem það eru brúð- kaup, heimsóknir í mæðraskoðun eða annað. Það er svo nauðsynlegt að geta sagt sögur sem hafa átt sér stað í raunveruleikanum, með smá kryddi,“ segir Ingibjörg. Ertu alltaf að leita eftir góðum sögum? „Já það gætu allir átt von á því að enda í bók,“ segir Ingibjörg. „Hún er alltaf að hlusta. Stund- um heldur maður að hún sé ekki að hlusta, en þá er hún að hlaða inn efninu,“ bætir Camilla við. Ingibjörg gaf síðast út bókina Gísli á Uppsölum. Sú bók fékk frá- bærar viðtökur og var ein af met- sölubókunum árið 2012 og var Ingi- björg ekki á leiðinni að skrifa aðra bók strax. „Ég var á fullu að gera Gísla árið 2012 þegar ég fór til spá- konu því mér fannst ég þurfa svör við nokkrum spurningum,“ segir Ingibjörg. „Hún byrjaði að tala um sögu sem ég yrði að skrifa og hló mikið. Ég vissi ekki hvað hún var að tala um en hún hélt áfram að tala um þessa bók og að ég yrði að skrifa hana. Ég hlustaði ekki mikið á hana þar sem ég var alveg á kafi með Gísla. Nokkrum mánuðum síðar segir Camilla mér söguna og um leið var ég farin að pæla í þess- ari sögu,“ segir Ingibjörg. „Svo spá- konan endaði bara líka í sögunni.“ Kvikmyndinni Órói, sem gerð var eftir samnefndri sögu Ingi- bjargar, var vel tekið og segir Ingi- björg Rogastanz jafnvel rata á hvíta tjaldið. „Ég hef nú ekki talað neitt um það áður, en ég er kominn með vil- yrði frá Kvikmyndasjóði um styrk til þess að gera kvikmynd úr þess- ari bók,“ segir Ingibjörg. „Það yrði frábært því sagan er mjög kvik- myndavæn. Ég er búin að senda þýðinguna til fólksins í Danmörku og þeir sem hafa svarað eru ánægð- ir með söguna. Tantragúrúinn hefur ekki svarað ennþá, kannski er hann bara upptekinn,“ segir Ingibjörg. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Sjálfsofnæmissjúk- lingur, þríhyrningur og tantragúrú Nýjasta bók rithöfundarins Ingibjargar Reynisdóttur kom út á dögunum og nefnist hún Rogastanz. Bókin er byggð á raunverulegum persónum þó sagan sé skáldskapur. Ingibjörg fór í matarboð í Danmörku þar sem flestar sögupersón- urnar voru saman komnar og segir hún það hafa verið draumi líkast. Ingibjörg Reynisdóttir og Camilla, vinkona hennar, sem plantaði hug- myndinni í koll rithöfundarins. Mynd/Hari Þetta var eins og í sögu að vera með þessu fólki. Þau eru öll einstök á sinn hátt. Það er ekki hægt að búa svona til. 90 menning Helgin 28.-30. nóvember 2014 Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Lau 10/1 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 29/11 kl. 17:00 aukas. Lau 6/12 kl. 20:00 Lau 13/12 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Sun 7/12 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Gaukar (Nýja sviðið) Lau 29/11 kl. 20:00 17.k. Sun 30/11 kl. 20:00 18.k. Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 28/11 kl. 19:00 17.k. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Fös 12/12 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (Litla sviðið) Fös 28/11 kl. 20:00 2 k. Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Sun 28/12 kl. 20:00 Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Mán 29/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 29/11 kl. 13:00 1.k. Sun 7/12 kl. 13:00 aukas. Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 2 k. Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 15:00 3.k. Sun 14/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 15:00 aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl. HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Karitas (Stóra sviðið) Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn Lau 13/12 kl. 19:30 24.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu. Konan við 1000° (Kassinn) Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 35.sýn Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 29/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 11:00 Lau 29/11 kl. 14:30 Sun 7/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 14:30 Sun 30/11 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 11:00 Lau 6/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 14:30 Lau 6/12 kl. 14:30 Sun 14/12 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 10 leikárið í röð. Ofsi (Kassinn) Sun 30/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 7/12 kl. 19:30 5.sýn Sun 14/12 kl. 19:30 Mið 3/12 kl. 19:30 4.sýn Lau 13/12 kl. 17:00 Átök sturlungaaldar á leiksviði Fiskabúrið (Kúlan) Lau 29/11 kl. 14:00 Sun 30/11 kl. 14:00 Lau 29/11 kl. 16:00 Sun 30/11 kl. 16:00 Sannkölluð töfrastund fyrir yngstu áhorfendurna. Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30 Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.