Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 94
94 dægurmál Helgin 24.-26. maí 2013 Fagnaðarfundir í Bristol Fagnaðarfundir íslenskra poppara urðu í vikunni í Bristol á Englandi. Hljómsveitir John Grant annars vegar og Ásgeirs Trausta og Lay Low hins vegar voru með tónleika sama kvöldið í borginni, á sitt hvorum staðnum þó. Tónleikarnir heppnuðust vel og hittust nokkrir meðlimir sveitanna eftir þá. Sjaldan hafa jafnmargir íslenskir tónlistarmenn verið samankomnir í sömu erlendu borginni. Að undanförnu hafa birst í sjón- varpi bókaauglýsingar frá Sögum þar sem tónlistarmaðurinn Björn Jörundur ræðir við vin sinn um lestur góðra bóka. Fáir vita þó að sá sem leikur á móti honum heitir Björn Þór Sigbjörnsson og starfar sem blaðamaður og var rótari hljómsveitar Björns Jörundar, Ný dönsk, á sokkabandsárum sveitar- innar. Í starfi sínu sem rótari gekk hann undir nafninu Mike Technic. Hallgrímur leitar að jólunum Sýningar á jólaleikritinu Leitin að jólunum hefjast á laugardaginn í Þjóðleikhús- inu. Þetta er 10 árið í röð sem sýningin fer á fjalirnar og er alltaf jafn vinsæl. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur sem fyrr annað hlutverkið en leikarinn Hallgrímur Ólafsson leikur í verkinu í fyrsta sinn í ár. Laddi málar Leikarinn góðkunni, Laddi, heldur sína fyrstu málverkasýningu ásamt eiginkonu sinni, Sigríði R. Thorarensen, í dag föstudag. Sýningin er haldin í Heimahúsinu, Ármúla 8, og er opnun sýningarinnar frá klukkan 16-19. Sýningin stendur til sunnudags og verða allar myndirnar til sölu.  Skemmtanir Hin Heilaga þrenning treður upp á Húrra Gullfoss, Geysir og Jónas Jónas Sig og ritvélar fram- tíðarinnar ásamt plötu- snúðatvíeykinu Gullfoss og Geysir halda fullveldishátíð Íslendinga hátíðlega á laug- ardaginn á skemmtistaðnum Húrra. Jónas mun byrja kvöldið með látum og Gull- foss og Geysir halda fólki svo á tánum að leik loknum hjá ritvélunum. „Þetta er eitthvað sem varð að gerast,“ segir Jói B, sem kenndur er við Gullfoss. „Þetta er hugmynd frá Jóni Mýrdal vert á Húrra, og hug- myndin er góð svo við létum til leiðast,“ segir Reynir Lyngdal, Geysir. „Við erum samt að hittast í fyrsta sinn núna,“ segir Jónas. „En það var löngu kominn tími til.“ Jónas hefur að undanförnu verið að spila á nokkrum stöðum um landið, en annars hafa ritvélarnar haft hægt um sig. „Ég er búinn að vera að semja tónlist fyrir leik- ritið Útlenski drengurinn í Tjarnarbíói, sem var mjög skemmtilegt, en það kemur pottþétt út ný plata á næsta ári,“ segir Jónas. „Við höfum ekki verið að spila mikið á opinberum vettvangi. Bara í lokuðum veislum,“ segir Jói B. „Það er meira en ár síðan við gerðum það síðast að spila fyrir sót- svartan almúgann.“ Það má því búast við miklu fjöri á laugardaginn. Tón- leikarnir hefjast klukkan 22 á Húrra og er miðaverð 2.000 krónur. -hf Björn og Björn fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri V ið gerðum fyrstu útgáfuna um haustið 69,“ segir Helgi Pé, eins og hann er kallaður. „Við vorum ansi mikið á hreyfingu á þessum tíma og mjög vinsælir. Jón Þór Hannesson, sem var hljóðupptökumaður hjá Sjón- varpinu, var að fikta eitthvað í auglýsingagerð og stofnaði seinna Sagafilm. Hann, ásamt auglýsinga- stofu Óla Stef, fékk það verkefni frá Smjörlíkisgerðinni að gera aug- lýsingu. Textinn var til, hafði verið saminn af einhverjum starfsmanni verksmiðjunnar, Jónas frá Grjót- hálsi minnir mig að hann hafi ver- ið kallaður. Textinn var frá fjórða áratugnum, frá dögum Ragnars í Smára, og hafði verið sunginn á mannamótum starfsmanna lengi. Þetta var sent í birtingu og þá varð fjandinn laus,“ segir Helgi. „Maður fékk ekki frið,“ segir Ágúst. „Þarna er Ljómakallinn, var öskrað á eftir manni, og við vorum ungir menn.“ „Þessi texti lærðist eins og skot og það er mjög fyndið að það sé hægt að syngja um smjörlíki með þessum árangri,“ segir Helgi. Árið 1989, tuttugu árum seinna, var gerð önnur útgáfa sem var í lit, og klippt á milli í gömlu útgáfuna. Þá öðlaðist auglýsingin annað líf. „Þá var textanum aðeins breytt,“ segir Ágúst. „Í fyrri útgáfunni segir í textanum „rjómabú, smér“ sem var breytt í „ljómandi fæða handa þér.“ Þá mátti ekki gefa það til kynna að smjörlíki væri jafngildi smjörs,“ segir Helgi. Þetta hefur væntanlega orðið til þess að þið hafið spilað þetta á tón- leikum allar götur frá 1969, eða hvað? „Það er alltaf beðið um þetta,“ segir Ágúst „Alveg sama hvað við reyndum að spila þá vildi fólk alltaf heyra Ljómann,“ segir Helgi. „Davíð Scheving Thorsteinsson, sem þá var forstjóri Ljóma, hafði aldrei lent í öðru eins þegar þessi auglýsing var birt, í bæði skiptin,“ segir Helgi. „Hann mokaði út smjörlíki, fólk tengdi svo ofboðs- lega við þetta. Þetta var svo í mörg ár notað sem dæmi í viðskipta- fræðinámi um vel heppnaða aug- lýsingaherferð. Við vorum bara 19 og 20 ára og óraði ekki fyrir því hvernig þetta færi,“ segir Ágúst. Ríó tríó var um áratugaskeið vinsælasta hljómsveit landsins. Voru með sjónvarpsþætti og gáfu út vinsæl lög og plötur. „Það var ekkert annað í sjón- varpinu og það horfðu allir á þetta. „Ekkert ósvipað og Baggalútur í dag, og Stuðmenn þegar þeir komu með sitt grín á sínum tíma. Það kom okkur ekkert á óvart og við þekktum efnistökin.“ Það er oft mjög sérstakur húmor sem myndast innan hljómsveita er það ekki? „Jú við vorum með mjög mikinn lókal húmor og oft vorum við komnir á þrot með vitleysuna,“ segir Ágúst. „Við hlógum eins og vitleysingar sjálfir en fólk stóð bara og gapti. Sá eini sem hló var umboðsmað- urinn okkar,“ segir Ágúst og þeir hlæja báðir. „Nú sitjum við hér, 45 árum síðar, og að öllu óbreyttu hefðum við verið að gera eitthvað,“ segir Helgi. Ólafur Þórðarson einn meðlima tríósins lést sviplega árið 2011 og hefur sveitin ekki komið fram síðan. „Það vantar prímus mótorinn,“ segir Ágúst „Þrælahaldarann,“ skýtur Helgi inn í. „Það er alltaf einn svoleiðis í öllum hljómsveitum og Óli var það svo sannarlega. Hann er samt að hafa samband frá þeim stað sem hann er á, við finnum fyrir því. Honum finnst við latir og það er spurning hvort við förum ekki að hlýða honum,“ segir Helgi. Haldið þið að Ljómaauglýsingin muni lifa um ókomna tíð? „Já þetta er bara partur af þjóðinni og mun heyrast áfram eins og hver annar rútubílasöng- ur,“ segir Helgi. „Okk- ur þykir vænt um þessa auglýsingu og hún rifjar upp góða tíma og mikil hlátrasköll.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is  tónliSt 45 ár frá þVí ríó tríó gerði auglýSingu fyrir ljóma Helgi Péturs- son og Ágúst Atlason segja Ljómalagið lifa um ókomna tíð. Ljós- mynd/Hari Óraði ekki fyrir þessum vinsældum Þegar líða tekur að stórhátíðum, eins og jólum, birtist auglýsing um Ljómasmjörlíki sem gleður flesta sem hana sjá. Auglýsingin, sem skartar meðlimum Ríó Tríós að syngja lag sem hefur grafið sig inn í undirmeðvitund landsmanna í þau 45 ár sem það hefur heyrst. Þeir Helgi Pétursson og Ágúst Atlason segjast halda að allir landsmenn þekki Ljómatextann betur en þann upprunanlega. Hin heilaga þrenn- ing sem verður á Húrra á laugar- dagskvöld, Jónas Sig, Gullfoss og Geysir. Ljósmynd/ Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.