Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 5
VIÐEYJAR-
UNDRIÐ
Ný stjórn á teikniborðinu frá því
fyrir kosningar? Sérstæð kosn-
ingabarátta. Viðeyjarstjórn á
undraskömmum tíma. Alþýðu-
flokkurinn í stjórn gegn vilja
kjósenda sinna? Vargöld í
vændum. Víðtækur ótti við ok-
urvexti og verðbólgu bls. 8
TEIKNINGUM
GEFIÐ LÍF
Kvikmyndir og teiknimyndir
hafa gengið í farsælt og arð-
vænlegt hjónaband í borginni
Hollywood. Fyrstu afkvæmin
eru komin í heiminn og mörg
fleiri á leiðinni. Forstjórar kvik-
myndaveranna og eigendur út-
gáfufyrirtækjanna mala nú gull
og ætla sannarlega að grípa
gæsina meðan hún gefst og því
ekki? bls. 42
viðskipti
Hugvitið er það sem skiptir máli.
Jón Ásgeir Sigurðsson skrifar frá
Bandaríkjunum um kenningar
þjóðhagfræðingsins
Roberts Reichs....................... 48
Viðskipti, smáfréttir ............... 52
NÁTTÚRA/VÍSINDI
Stökkbreytt gen getur orsakað alshæmi.
Vísindamenn hafa uppgötvað
genstökkbreytingu sem getur leitt til
tiltekinnar gerðar af alshæmi
(alzheimersjúkdómi) ................. 54
Vinalegt kaffi og köttum kært ....... 54
Kartöflur mikilvægasta
fæðutegundin ........................ 55
Lífrænir plágueyðar; gerlar gegn mývargi
.................................. 56
Hver er munurinn á viskíi og búrboni? 57
ÝMISLEGT
Krossgátan .................. 62
Tveggja manna flipp eða
pólitískt undraverk
Davið Oddsson sagði í viðtali á meðan á myndun ríkisstjórnar hans stóð úti í Viðey að stjórnar-
myndunin væri ekkert tveggja manna flipp! Sú staðreynd að aðeins tók örfáa daga að fullgera
stjórnina bendir þó annað hvort til þess að tveir menn hafi leikið sér að því verki ellegar að
flokkunum hafi tekist pólitískt undraverk.
Myndun ríkisstjórnar til fjögurra ára er mikið alvörumál. Ríkisstjórn skiptir fólkið í landinu miklu,
flokkana sem að henni standa og framtíð þjóðarinnar. „Flipp" getur varia verið orð um þær
athafnir. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af fljótræði við myndun þessarar ríkisstjórnar.
Menn eru ekki að opna sjoppu heldur að stýra efnahagsmálum heillar þjóðar.
Stjórnarsáttmálinn ber þess sterkan vott að yfirlegan yfir textanum hefur ekki verið mikil. En
hann er þó athyglisverðastur fyrir það sem ekki er sagt, fyrir það sem ekki er á dagskrá annars
staðar en í nefndum. Þetta er þeim mun furðulegra þar sem Alþýðufiokkurinn kvaðst vilja aðra
ríkisstjórn vegna málefna, vegna þess að hann kæmi frekar málefnaáherslum sínum í gegn í
svona ríkisstjórn heldur en í vinstri stjórn. j umfjöllun Þjóðlífs um kosningabaráttuna og fæðingu
ríkisstjórnarinnar kemur hins vegar í Ijós að formanni Alþýðuflokksins hafði verið sýndur texti,
drög að stjórnarsáttmála, þar sem þær málefnaáherslur voru mun betur tryggðar. Enn fremur
undirstrikuðu nýir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins með yfirlýsingum sínum að þeir gerðu ekkert
með málefnaáherslur Alþýðuflokksins. Það voru því ekki málefnin sem réðu úrslitum um myndun
þessarar ríkisstjórnar.
Þá er á hitt að líta, hvort Alþýðuflokknum hafi verið tryggð meiri völd og áhrif meö þessari
ríkisstjórn heldur en hugsanlegri vinstri stjórn. Fram hefur komið að Jóni Baldvin Hannibalssyni
var boðin staða forsætisráðherra í nýrri vinstri stjórn, —enn fremur var flokknum boðin skipan
fjögurra ráðherra og reiknað með atvinnuvegaráðuneyti í þeirri skipan. En þetta vildi forysta
Alþýðuflokksins ekki ræða. Það er því einnig Ijóst að meiri völd og áhrif flokksins voru ekki tryggð
með þessari stjórn.
Aðferðafræði Alþýðuflokksins við myndun þessarar ríkisstjórnar hefur einnig verið harkalega
gagnrýnd. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna um að ríkisstjórnin gamla hafi haldið velli, vildi
forysta flokksins ekki einu sinni sýna þá lágmarkskurteisi að ræða við samstarfsflokkana í farsælli
ríkisstjórn. Nýju stjórninni var einnig böðlað í gegnum flokksstofnanir Alþýðuflokksins á hunda-
vaði án þess að raunverulegur vilji væri nokkurn tíma kannaður. Og þegar við bætist að erfitt er að
sjá að málefnaáherslur eða áhrif Alþýðuflokksins verði meiri í þessari ríkisstjórn en I hugsanlegri
vinstri stjórn þá er ekki nema eðlilegt að menn tali um undur og og pólitískt furðuverk.
En Alþýðuflokkurinn valtaði ekki bara yfir eigin flokksmenn við myndun þessarar ríkisstjórnar.
Flokkurinn hefur á síðustu misserum unnið með fólki og ástundað brúarsmíði milli hópa vinstra
megin við miðju með það að markmiði að skapa pólitískt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Öllu því
verki var kastað fyrir róða í Viðeyjarflippinu. Hvers konar framtíð á slíkur Alþýðuflokkur?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið eðlilega og að mörgu leyti klókindalega aö myndun þessarar
stjórnar. Davíð Oddssyni tókst að mynda stjórn þrátt fyrir áfall sem flokkurinn varð fyrir í kosning-
unum. Flokkurinn situr uppi með öll lykilráðuneyti efnahagsstjórnunar og atvinnulífs í landinu og
getur vel við unað.
Eitt mikilvægasta mál nánustu framtíðar er viðspyrna gegn einokun og hringamyndun í íslensku
efnahagslífi. Kolkrabbinn hefur hert tökin í atvinnulífinu síðustu ár og því miður er ástæða til að
óttast að þessi ríkisstjórn muni þjónusta stórveldin í efnahagsiífinu enn frekar. Þetta er þeirra
stjórn. Á hinn bóginn hafa margir aðstandendur þessarar ríkisstjórnar verið talsmenn uppstokk-
unar í efnahags og atvinnulífinu á síðustu árum. Ástæða er til að óska þeim góðs gengis þó hitt sé
líklegra að hagsmunagæslusjónarmiðin verði ofan á. Þessi ríkisstjórn fær auðvitað sinn reynslu-
tíma eins og aðrar og auðvitað óska allir þess að henni farnist vel fyrir land og þjóð. En samt er
engin ástæða til að draga dul á beiginn vegna ónógs málefnaundirbúnings, ótta við verðbólgu og
okurvexti.
Óskar Guðmundsson.
Útgefandi: Þjóðlíf h.f. Vallarstræti 4, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn: Kristinn Karlsson,
Svanur Kristjánsson, Ásgeir Sigurgestsson, Hrannar Björn, Jóhann Antonsson, Margrét S. Björnsdóttir,
Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Grönvoid og Helgi Hjörvar. Framkvæmda-
stjóri: Garðar Vilhjáimsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Setn o.fl.: María Sigurðardóttir.
Próförk.: Sigríður Matthíasdóttir. Fréttaritarar: Einar Heimisson (Freiburg) Guðni Th. Jóhannesson,
Guðmundur Jónsson (London), Bjarni Þorsteinsson (Danmörku), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finn-
landi), Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Þorfmnur Ómarsson
(París). Forsíða,hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Skrifstofa m.m.: Pétur Björnsson. Bókhald: Jón
Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Þórir Gunnarsson. Prentvinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar Kópa-
vogi. Áskriftasími: 621880. Framkvæmdastjóri 623280. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Ritstjóri:
28230.
ÞJÓÐLÍF 5