Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 10
INNLENT
meirihluta þingmanna. Þess utan lýsti
Kvennalistinn með 8.3% atkvæða og
fimm þingmenn yfir áhuga sínum á að
ganga til liðs við þessa flokka um stjórnar-
myndun.
iðurstöðurnar gáfu ótvírætt til
kynna traust til stjórnarinnar og að
Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk 38.6% at-
kvæða, hafi ekki fengið það traust sem
forystumenn flokksins vonuðust eftir.
Þannig héldu margir að beint lægi við að
ganga frá áframhaldi ríkisstjórnarinnar
með nýjum stjórnarsáttmála — og að vinna
yrði hafin við gerð starfsáætlunar. En það
lá fiskur undir steini.
Formaður Sjálfstæðisflokksins gaf Al-
þýðuflokknum undir fótinn strax að af-
loknum kosningum og fékk blíðar viðtök-
ur. Margir héldu til að byrja með að Davíð
hefði átt afleik með þessu tilboði sem virk-
aði útilokandi á aðra möguleika til stjórn-
armyndunar flokksins. En annað kom á
daginn, — annað hvort hefur stjórnin
verið ákveðin fyrir kosningar eða heppnin
verið með í för, því dæmið gekk snilldar-
vel upp hjá Davíð. A.m.k. fram að ráð-
TÁKNIN, SÖGUTILVÍSANIR
OG STORI DRAUMURINN
„Það er auðvitað meginmál forystu-
manna Alþýðuflokksins að skapa for-
sendur fyrir að byggja upp stóran og öfl-
ugan jafnaðarmannaflokk. Okkur ber
skylda til að láta á það reyna til hlítar
hvort við getum ekki nýtt þau tækifæri
sem nú eru uppi í því efni. Það getur ekki
verið hlutskipti jafnaðarmannaflokks
sem ætlar sér stóran hlut að vera annexía
einhvers annars flokks.“
Sá sem svo mælti heitir Jón Baldvin
Hannibalsson og lét hann þessi orð falla í
viðtali við Þjóðlíf í fyrra (2.tbl. 1990).
Formaður Alþýðuflokksins hefur verið
tákndjarfur í pólitískri sviðsetningu sinni.
Þegar hann stóð að myndun samstjórnar
Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks 1987 gætti hann þess að
umgjörðin utan um viðræðurnar væri „al-
þýðleg“ og vinsældavæn, t.d. í Dagsbrún-
arhúsinu við Lindargötu. Að þessu sinni
varð undrið til úti í Viðey þar sem arist-
ókratar síðustu alda réðu ríkjum. Sófi
Magnúsar Stephensen, sem var höfuð
ættarveldisins á fyrri hluta nítjándu aldar,
gegndi lykilhlutverki í þessu sambandi.
Þar var lokahnykkurinn tekinn í sjón-
varpsviðtali á stjórnarmyndunardaginn.
Umgjörðin var öll Sjálfstæðisflokksins að
þessu sinni og sviðsmeistari Jóns Baldvins
virtist hvergi koma nærri( á hann engan
pólitískan vin eða ráðgjafa?).
Tilraunir til að auka samvinnu og jafn-
vel sameina flokka jafnaðarmanna og
frjálslyndra til mótvægis við Sjálfstæðis-
flokkinn hafa sett mjög svip sinn á póli-
tíska atburðarás síðustu ára og missera.
Eftir að uppúr samstarfi Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks slitnaði 1988 breytti Jón
Baldvin um stefnu. Fyrir kosningarnar
1987 hafði hann lagt áherslu á viðreisnar-
munstur en eftir 1988 vildi hann efna til
samstarfs um stóra og mikla hreyfingu
jafnaðarmanna. Flokkur hans sté stór
skref í þessu samhengi. Efnt var til sam-
starfs á Nýjum vettvangi í Reykjavík fyrir
síðustu borgarstjórnarkosningar og for-
ysta Alþýðuflokksins átti mikið samstarf
við fólk sem áður hafði starfað með Al-
þýðubandalagi. Brúarsmíðin virtist að
mörgu leyti hafa tekist þokkalega og útlit-
ið þótti að ýmsu leyti bjart. Ogmundur
Jónasson hefur orðað það svo að tekist
hafl að sameina kjósendur þótt ekki hafí
tekist að sameina flokkana. Þessarar við-
leitni naut Alþýðuflokkurinn í kosning-
unum. Með stjórnarmynduninni var þessi
viðleitni brotin niður í einu vetfangi, úti í
Viðey.
í sögulegum tilvitnunum hefur Jón
Baldvin vaðið elginn frá því hann svamlaði
útí Viðey. Öðru hvoru hverfur hann aftur
til ársins 1938 eða vitnar til Viðreisnar
„Við höfum ævinlega átt hlýjar minningar
um viðreisn“ lét Jón Baldvin hafa eftir sér.
Sjálfur var hann einn einlægasti andstæð-
ingur viðreisnarstjórnarinnar gömlu. Og
nú hefur hann aftur skipt um skoðun,
—„víða trúi ég hann svamli, sá gamli“.
í áðurnefndu viðtali í fyrra var formað-
urinn spurður hvort hann ætti sér draum í
pólitík? Svar: „Jafnaðarmannaflokkur ís-
lands, hvenær kemur þú? Ég á mér þá ósk
heitasta í pólitík að ná því markmiði, að
endurreisa sameinaða hreyfingu íslenskra
jafnaðarmanna og gera hana að því sem
hún átti að verða í upphafi—stórveldi í
íslenskri pólitík..“
0
herraskipan. Kosningaúrslitin fyrir for-
mann Sjálfstæðisflokksins voru einnig
þess eðlis að honum bráðlá á að koma
flokknum í ríkisstjórn, annars hefði hann
átt mjög erfitt uppdráttar í Sjálfstæðis-
flokknum eftir það sem á undan var geng-
ið,
Formaður Alþýðuflokksins virtist hafa
bitið í sig samstjórn með Sjálfstæðis-
flokknum og skeytti hvorki um lönd né
strönd í ákafa sínum. Flokksmálgagnið
náði ekki línunni almennilega og á fyrsta
útgáfudegi eftir kosningar var annars veg-
10 ÞJÓÐLÍF