Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 11

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 11
Nýja stjórnin. Jón Sigurðsson, Friðrik Sophusson, Ólafur G. Einarsson, Davíð Oddsson, Eiður Guðnason, Sighvatur Björgvinsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Halldór Blöndal og Þorsteinn Pálsson. Mynd: Kristján Logason. ar sagt í fyrirsögn „Núverandi ríkisstjórn óstarfhæf“ og hins vegar „STJÓRNIN HÉLT VELLI“. En Morgunblaðið vissi betur og tilkynnti á forsíðu að Viðreisnar- stjórn væri í burðarliðnum og viðræður væru hafnar! Engu að síður þóttust sumir forystumenn Alþýðuflokksins alveg eins vera að eiga viðræður um áframhald vinstri stjórnarinnar, jafnvel fram á fimmtudag. En þetta vinstri stjórnartal var mælt holum rómi því leiðtogar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks stefnu hratt og ákveðið að nýrri stjórn. Áður en þeir svömluðu til Viðeyjar var þó forleikur með all sérstæðum hætti. ramsóknarflokkur og Alþýðubanda- lag biðluðu til Alþýðuflokksins og orðaðar voru hugmyndir um að Jón Baldvin yrði forsætisráðherra og flokkur- inn fengi önnur þungavigtarráðuneyti ásamt með heitingum um að áherslur á opnun og frjálsræði yrðu sterkar í nýjum stjórnarsáttmála. Ólafur Ragnar Gríms- son sýndi Jóni Baldvini m.a. drög að sátt- mála strax á þriðjudag sem hafði fengið jákvæðar undirtektir í þingflokki Alþýðu- bandalagsins. Þar var opnað fyrir víðtæka uppstokkun á landbúnaðarkerfinu, breyt- ingar í sjávarútvegi —allur fiskur á inn- lendan markað, kvótaleigu og fleira þess háttar. Þá var og uppi hugmynd um fjóra ráðherra frá hverjum flokkanna þriggja. En Jón Baldvin vildi í aðra för og annað ráðuneyti. Á flokksskrifstofur Alþýðuflokksins streymdu mótmæli frá kjósendum og flokksfélögum gegn fyrirhugaðari stjórn og einnig fengu forystumenn flokksins hringingar frá fólki. Þeir brugðust hart við og kváðu kommúnista eða starfsmenn fjármálaráðuneytisins standa fyrir þessum mótmælum. Meira að segja sagði Davíð Oddsson þetta í fréttatíma sjónvarpsins fyrir hönd Alþýðuflokksins! Sömuleiðis létu forystumenn Alþýðuflokksins mót- mæli frá fundi sem kjósendur flokksins héldu í Reykjavík á sumardaginn fyrsta sem vind um eyrun þjóta. Þó almennum flokksmönnum og kjósendum væri gefið langt nef er það í sjálfu sér ekkert nýtt í íslenskri pólitík. Öllu fróðlegra var að fylgjast með ákvarðanaferlinu í æðstu stofnunum Al- þýðuflokksins. Formaðurinn kvað t.d. um miðja viku einn þingmann flokksins hafa efasemdir um þessa stjórnarmyndun. Á sunnudeginum leiðrétti hann sig og kvað þrjár hendur hafa verið á lofti til að biðja um orðið. Það hefði ekki unnist tími til að kanna það nánar. Og niðurlæging í þessum dúr virtist engan endi ætla að taka í stjórnarmyndunarvikunni. Á fundi með frambjóðendum í Reykjavík til að kanna viðhorf til stjórnarinnar var engin at- kvæðagreiðsla en túlkað sem svo að meiri- hluti væri með viðreisn. Svipað gerðist á flokksstjórnarfundi sumardaginn fyrsta, er formaðurinn sagði í upphafi fundar að þetta væri fundur þar sem forystumenn ætluðu að hlusta. Ekki mætti álykta eða greiða atkvæði á fundinum. Engu að síður lagði hann saman ræður fyrir fjölmiðla í lok fundar og kvað mun fleiri ræðumenn hafa talað með hægri stjórn heldur en á móti. Og því væri einboðið að halda þessu áfram! Þessi meðferð flokksstofnana er í samræmi við það viðhorf sem Jón Baldvin lét í ljósi í viðtali við Þjóðlíf í fyrra þar sem hann kvað flokkinn ekki hafa eiginlegt flokkskerfi, — „hann er skipulögð skoð- un“. ÞJÓÐLÍF 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.