Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 12
INNLENT
Jón Baldvin hélt því fram í fjölmiðlum í
byrjun stjórnarmyndunarviku að mál-
efnin réðu því að hann vildi í stjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Nefndi hann þar til
sögu að það þyrfti að koma í gegn 5 til 10
milljarða niðurskurði strax á næsta ári, þá
þyrfti að koma á kvótaleigu sem skilaði
fimm milljörðum á fyrsta ári í ríkissjóð og
víðtæk uppstokkun á landbúnaðarkerflnu
stæði fyrir dyrum. Þetta væru hin gull-
vægu prinsipp Alþýðuflokksins. Annað
var ekki að skilja, en þegar leið á Viðeyjar-
vikuna urðu þau undur að þessi málefni
voru talin niður og enduðu flest hver í
óútskýrðum nefndum til skoðunar. „Mál-
efnasamningur er ekki það sem skiptir
höfuðmáli heldur gagnkvæmt traust sem
menn ætla að sýna hverjum öðrum“ sagði
Davíð strax á þriðjudegi.
Jón Baldvin átti eftir að telja heldur
betur niður menn og málefni áður en
stjórnarmyndunarvikan var öll. Þor-
steinn Pálsson reyndist á lokasprettinum
í Sjálfstæðisflokknum sterkari en Davíð.
Þorsteinn kom í veg fyrir að Björn Bjarna-
son yrði ráðherra eins og Davíð vildi og
tók sjávarútvegsráðuneytið sem Davíð
hafði heitið Alþýðuflokknum ef hann
mætti í Viðey. Þorsteinn kvað strax uppúr
með það að kvótaleiga væri ekki á dagskrá.
Halldór Blöndal sem Þorsteinn náði einn-
ig inn í ríkisstjórn kvað heldur ekki neina
byltingu í vændum í landbúnaðarmálum.
Sterki maðurínn ístjórninni? Þorsteinn virtist ráða mestu um skipan ráðuneytisins á endasprett-
inum.
Strax með fyrstu yfirlýsingum þessara
manna var ljóst að málefnin hefðu ekki
verið skýringin á þessari stjórnarmyndun
af hálfu Alþýðuflokksins. í ráðuneyta-
skiptingunni fór Alþýðuflokkurinn enn
háðulegar út úr dæminu þannig að ekki
getur sú skipting heldur verið skýring á
þessari stjórn. „Mér sýnist hlutur Alþýðu-
flokksins í atvinnu- og byggðamálum það
lítill að enginn sannur jafnaðarmaður geti
við unað“, sagði Pétur Sigurðsson verka-
lýðsleiðtogi og varaþingmaður Alþýðu-
flokksins í fyrsta maí blaði Alþýðublaðs-
ins.
í áðurnefndu viðtali Þjóðlífs við Jón
Baldvin Hannibalsson sagði hann m.a.:
„Það er margt sem bendir til þess að sjálfs-
óánægja forystu Sjálfstæðisflokksins,
meðvitund þeirra um það að þeir hafa
klúðrað sínum tækifærum og brugðist
sem pólitísk forysta, brjótist út með þeim
hætti að í stað málefnalegrar umræðu leggi
þeir höfuðáherslu á persónulegar ófræg-
ingarherferðir. Þeir draga pólitík niður í
skítinn í skjóli því sem næst alveldis þeirra
í fjölmiðlum. Aðförin að mér á sl. hausti,
aðallega á Stöð 2, var af því tagi. Hún var
engin tilviljun heldur rækilega undirbúin
og að henni komu margir menn úr innsta
hring Sjálfstæðisflokksins...“ Nú hefur
hann myndað stjórn með þessum „aðfar-
armönnum“ öðru sinni.
nnan þingflokka stjórnarinnar er tölu-
verð óánægja með stjórnina sem bætist
við strekking milli manna í báðum þing-
flokkum. Innan Alþýðuflokksins höfðu
vonir staðið til þess að Karl Steinar
Guðnason yrði ráðherra auk þess sem
tveir eða þrír þingmenn eru mjög óánægð-
ir með þetta ráðslag allt. Innan Sjálfstæð-
isflokksins höfðu margir talið eðlilegt að
Eyjólfur Konráð, Matthías Bjarnason og
þó umfram aðra Pálmi Jónsson yrðu ráð-
herrar. Meðal landsbyggðarþingmanna er
mikil óánægja með þéttbýlisáherslur ráð-
herragengisins og málefnasnauður stjórn-
arsáttmáli veldur báðum flokkum vand-
ræðum. Formaður Alþýðuflokksins lýsti
mjög eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir
kosningar. Stjórnarsáttmálinn svarar ekki
þeirri spurningu, ekki heldur yfirlýsingar
Davíðs Oddssonar en ef til vill yflrlýsingar
Halldórs Blöndals og Þorsteins Pálssonar.
Ýmsir telja að „kolkrabbinn“ eða „fjöl-
skyldurnar fjórtán" eigi þessa ríkisstjórn.
Og gárungarnir kalla Alþýðuflokkinn
„fimmtándu fjölskylduna“. Menn óttast
að hagsmunagæslueðli Sjálfstæðisflokks-
ins verði viljanum til breytinga yfirsterk-
ara. Óvissa um stefnu í efnahags og at-
vinnumálum skapar ótta gagnvart þessari
ríkisstjórn. Menn óttast vaxtafyllerí og
verðbólgu, þar sem engin fagleg vinnu-
brögð verði viðhöfð. Menn óttast ákveðna
stöðnun án þess að stöðugleiki verði
tryggður. En á hinn bóginn telja margir að
þessi ríkisstjórn ætti að hafa pólitískar
forsendur til að stokka upp í atvinnulífinu
og gera ýmsa góða hluti. Reynslan ein sker
úr um það.
0
Þessu hafnaði
Alþýðuflokkurinn
Ólafur Ragnar Grfmsson formaður
Alþýðubandalagsins kynnti Jóni
Baldvin Hannibalssyni formanni Al-
þýðuflokksins í byrjun stjórnarmynd-
unarviku nokkrar málefnaáherslur
þar sem m.a. var gert ráð fyrir kvóta-
leigu og að allur flskur færi á innlend-
an markað.
Málefnaáherslurnar höfðu verið
kynntar í þingflokki Alþýðubandalag-
sins. Þær voru sjö síðna lesning og at-
hyglisverðar fyrirsakir opnunar og
frjálsræðis. Þar var m.a. gert ráð fyrir
að haldið yrði áfram að selja ríkisfyrir-
tæki, stuðningur við evrópska efna-
hagssvæðið, efla fríverslun við Banda-
ríkin, Kanada og Kyrrahafslöndin
samfara Evrópusamningum, löggjöf
gegn einokun og hringamyndun, upp-
stokkun á landbúnaðarkerfinu o.s.frv.
o.s.frv. a
12 ÞJÓÐLÍF