Þjóðlíf - 01.04.1991, Síða 13

Þjóðlíf - 01.04.1991, Síða 13
ÞUSUNDIR BARNA SLASAST ÁRIEGA Fleiri slys verða meðal barna á Islandi en annars staðar á Norðurlöndum. Um ellefu þúsund börn koma árlega vegna meiðsla og slysa á Borgarspítalann HERDÍS STORGAARD HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Barnaheill er félag sem lætur sig varða málefni barna. Eitt af markmiðum félagsins er að búa betur að börnum í þjóð- félaginu auk margvíslegra annarra mál- efna sem varða börn og þeirra hag. Meðal þessara málefna eru barnaslys ofarlega á dagskrá, en barnaslys eru alvarlegt vanda- mál hér á Islandi. Ef tölur yfir slysatíðni eru bornar saman við tölur frá hinum Norðurlöndunum þá kemur í ljós að flest slys verða á íslandi. Árlega koma nær 11.000 börn á aldrin- um 0 til 14 ára á slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa orðið fyrir minniháttar og alvarlegum slysum. Þessi slys eru ekkert einsdæmi fyrir Reykjavík og nágrenni. Slysatíðni á börnum úti á landsbyggðinni er svipuð. Við nánari athugun á orsökum þessara slysa kemur í ljós að hægt hefði verið að koma í veg fyrir flest þeirra, eða að draga úr þeim áverkum sem börnin urðu fyrir. Flestum fullorðnum bregður í brún við þessa háu tölu og sé fólk spurt hvað það haldi að séu alvarlegustu slysin þá er svar- ið oftast umferðarlys. Vissulega eru um- ferðarslysin alvarleg en það eru líka önnur slys sem eru alvarleg, þó við heyrum sjaldnar af þeim. Verði hins vegar barn fyrir bíl þá er greint frá því í fjölmiðlum. Það held ég að sé ein af ástæðunum fyrir því að illa gengur að fá fé til forvarna annarra slysa en umferðarslysa. Slysunum sem börnin verða fyrir má í grófum dráttum skipta þannig að hjá yngsta hópnum þ.e. nýfæddum til fjög- urra ára aldurs verða þau innan veggja heimilisins en um leið og þau verða eldri færast slysin út og verða þá við leik í nám- unda við heimilin, eða á hjólum, hjóla- brettum og hjólaskautum. Skólalóðir ásamt leikfimisölum eru algengustu stað- irnir sem börnin slasast á í skólunum. Á leikvöllum og dagheimilum er algengast að slysin verði á lóðinni eða við leiktækin. Helstu áverkar sem börnin hljóta eru þessir: sár, mar, brunar, oft alvarlegir brunar (sérstaklega hjá yngri börnunum), höfuðhögg, finguráverkar og beinbrot. Þessir áverkar eru mis alvarlegir. Það má ekki gleyma því að barn sem lendir í slysi fer oft úr andlegu jafnvægi um stund. Oft kvarta þau ekki um sársauka en taka hon- um sem refsingu fyrir að hafa gert eitthvað sem þau ekki máttu. En hvernig er hægt að draga úr barna- slysum? Einn þátturinn í þessu máli er þroski barnanna. Þau hafa ekki alltaf náð þroska til að varast hætturnar en samt er ætlast til að þau forðist þær sjálf. Það er mikilvægt að börnin kanni um- hverfi sitt hvort sem það er innan eða utan dyra heimilisins og að þau noti líkama sinn í leik. Þeim er það nausynlegt til að ná eðlilegum líkamlegum og andlegum þroska. Þess vegna verðum við fullorðna fólkið að skapa þeim öruggt umhverfi þannig að þau lendi ekki í alvarlegum slys- um. Með markvissri vinnu og áróðri verð- ur að draga úr þeim mikla fjölda barna- slysa sem eiga sér stað hér á landi. Hér verða foreldrar, skólar og félagasamtök að taka höndum saman í herferð gegn slysum á börnum sem eru fleiri hér á landi hlut- fallslega en víðast hvar annarsstaðar. arnaheill hafa nú þegar hafið forvarn- arstarf í slysavörnum barna og má þar nefna útgáfu veggspjalds sem verður dreift á heilsugæslustöðvar á landinu og á þá staði þar sem ungbarnaeftirlit fer fram. Á veggspjaldinu eru myndir og varnaðar- orð til foreldra barna, þar sem helstu slys- in eru sýnd í máli og myndum. Barnaheill fengu styrk til útgáfu þessa veggspjalds hjá Lionshreyfingunni. Veggspjaldið verður afhent foreldrum sem koma með börn sín í ungabarnaeftirlit sem liður í áætlun um slysafræðslu til foreldra. Einn- ig mun Barnaheill standa fyrir málþingi um barnaslys í Gerðubergi 24. maí n.k. Það er ætlun stjórnar Barnaheilla að þetta verði aðeins byrjunin á viðleitni félagsins til slysavarna. 0 ÞJÓÐLÍF 13

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.