Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 14
GEISLADRIF
ÞAÐ SEM KOMA SKAL
Búnaðurínn er einfaldur. Geisladrífíð er eins
Geisladrif eru ekki orðin algeng í tölvum
á Vesturlöndum enn sem komið er, en í
Japan eru allar tölvur seldar með geisla-
drifum. Reynsla Japananna og forskot
þeirra á Vesturlandabúa í þessum mál-
um gera það að verkum að markaðurinn
notar Japan sem mælikvarða á hvað
muni seljast hér.
Or vöxtur er í framleiðslu og útgáfu
tölvuhugbúnaðar á geisladiskum
fyrir tölvugeisladrif (CD-ROM). Eins og
yðar einlægur spáði, í desemberhefti Þjóð-
lífs 1990, er þessi tækni að taka á sig mynd
sem raunverulegur tölvubúnaður og m.a.
mun útgáfa 5.00 af MS-DOS stýrikerfmu
innihalda stýriforrit fyrir geisladrif sem
þeir MICROSOFT-menn hafa hannað og
er orðið staðall.
Ástæður þessa fjörkipps eru miklir
geymslumöguleikar geisladiska. Einn
geisladiskur getur geymt allt að 680 mb
(680.000.000 bæti) af gögnum og það hafa
framleiðendur nýtt sér. Heilu alfræðibæk-
urnar eru fáanlegar á geisladiskum sem og
gagnasöfn sem innihalda upplýsingar um
EFTIR PÉTUR BJÖRNSSON
alla heima og geima. Þessi þróun er nátt-
úrulega afskaplega hentug fyrir þá sem
nota uppflettirit mikið og styttir þann
tíma sem uppflettingar taka hundraðfalt.
Geisladiskarnir eru þó þeim annmarka
háðir að ekki er hægt að skrifa á þá nema í
mesta lagi einu sinni (á s.k. WORM drif-
um, Write Once, Read Many) svo þeir
nýtast ekki sem gagnageymsla fyrir not-
endur. Eins og áður sagði er mikið magn
hugbúnaðar og gagna til á geisladiskum og
fer ört fjölgandi. Með hugbúnaði á geisla-
diskum er reiknað með því að notendur
setji hugbúnaðinn ekki inn á harða disk-
inn heldur keyri hann á geisladrifmu og
noti harða diskinn sem gagnageymslu en
það skilar sér strax í auknu plássi.
Tölvugagnabankar (sjá 1. tbl 1991) hafa
gjarnan yfir geisladrifi að ráða og inni-
halda diskarnir þá þann hugbúnað sem í
boði er, alfræðisafn eða eitthvað þesskon-
ar sem notendur hafa aðgang að.
Kostur við geisladrifin er samhæfingin.
Að sjálfsögðu er hellingur af drifum í boði
en flest eru þau svipuð. Öll drifin nota
og venjulegur geislaspilari og diskarnir eins og
þcir tónlistardiskar sem við eigum að venjast.
sömu staðla við gagnavistun þannig að
samhæfingin er alger og engar hömlur á
flutningi diska milli drifa. Drifin má
tengja við hvaða PC, XT, AT, 386 eða 486
tölvu sem er og jafnvel við makka.
Þegar geisladrif er keyrt á tölvu virkar
geisladiskurinn sem sérstakur drifbók-
stafur. Til dæmis hefði tölva með einum
hörðum diski og geisladrifi aðgang að A
drifi; venjulega diskadrifinu, C drifi sem
er harði diskurinn og að auki drifum D, E,
F, G, H og I o.s.frv. eftir því hve marga
diska drifið tekur.
ljómtækjaframleiðandinn PION-
EER markaðssetti nýverið fjöldiska
geisladrif fyrir tölvur sem getur unnið
með sex diska í einu. PIONEER virðast
hafa gert sér grein fyrir því að fæstir kaup-
endur geisladrifa hafi nokkuð með sex drif
að gera svo þeir selja drifið þessa dagana
ásamt s.k. „Software bundle“ eða hug-
búnaðar vöndli sem inniheldur sex diska
til að fylla drifið. Á þessum diskum eru
m.a.: Saga Bandaríkjanna, Fuglar Amer-
íku, öll verk Shakespeare, sögurnar um
Sherlock Holmes eins og þær leggja sig og
ýmislegt fleira sem alls gerir u.þ.b.
1.800.000 síður af ritmáli.
Með drifinu fylgir allur hugbúnaður
sem tölvan þarf til að stýra því auk hug-
búnaðar sem kallast „Djúkbox“ sem leyfir
drifinu að spila venjulega tónlistardiska ef
maður þreyttist nú á Shakespeare.
Eins og gefur að skilja getur drifið
Geislavæðing
og draugasögur
Flestir verða hálf klumsa þegar talað
er um geisladrif fyrir tölvur. Loks-
ins þegar fólk hefur jafnað sig á geisla-
væðingu tónlistar og samþykkt að þessir
glansandi, rennisléttu plastdiskar geti í
rauninni geymt tónlist kemur í ljós að á
geisladiskum er hægt að geyma svo að
segja hvað sem er: tónlist, ritmál, tölvu-
hugbúnað, myndir og jafnvel kvik-
myndir. Og í boði eru geislaspilarar sem
geta lesið allt þetta og jafnvel fleira.
Þetta vefst dulítið fyrir sumum og ekki
að furða.
Geisladiskurinn er tiltölulega nýr á
markaði. Það er ekki ýkja langt síðan
geisladiskar og geislaspilarar voru utan
seilingar flestra vegna verðsins. í fyrstu
voru miklar efasemdir um gæði og end-
ingu geisladiskanna miðað við venjuleg-
ar vínyl hljómplötur og reglulega heyrð-
ust draugasögur um að eftir vissan tíma
hyrfi allt af diskunum og þeir yrðu ónýt-
ir o.s.frv. Þessar sögur höfðu þó ekki við
rök að styðjast og nú er geislavæðing á
sviði gagnageymslu að verða algjör. All-
ar hljómplötur eru einnig gefnar út á
geisladiskum, bækur fást á diskum og
jafnvel kvikmyndir.
Geisladrif fyrir tölvur virka svipað og
venjuleg diskadrif. Það er hægt að hafa
þau inni í tölvunni eins og venjuleg drif
eða utanáliggjandi sem er algengara.
PB
14 ÞJÓÐLÍF