Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 17
Tölvur eru nákvæmari en menn og
óskeikulli. Þær eru í essinu sínu í
skörpum stöðum þar sem öllu skiptir að
geta reiknað alla möguleika nokkra leiki
fram í tímann; þeim yfirsést ekkert og þær
þekkja ekki skákblindu. Annað sérsvið
tölvunnar eru einföld endatöfl þar sem
hægt er að „tæma“ stöðuna, þ.e. mögu-
leikunum hefur fækkað svo að tölvan get-
ur reiknað öll afbrigði til enda. A þessu
sviði hafa tölvur þegar kollvarpað ýmsum
fornum kenningum í endatöflum eins og
drottning á móti hróki og tveir biskupar
gegn einum riddara.
Fyrir nokkrum árum vann skoski al-
þjóðameistarinn David Levy sér það til
frægðar að vinna veðmál um að hann gæti
lagt að velli hvaða skáktölvu sem væri.
Þetta var 1978 en síðan hefur mikið vatn til
sjávar runnið og veldi kísilflagnanna
magnast stórum. í dag dytti engum
minniháttar meistara að hætta fé sínu í
veðmál af þessu tagi. Sérhæfðar skáktölv-
ur hafa náð sífellt meiri styrkleika og það
þykir ekki lengur stórfrétt þótt tölva leggi
að velli stórmeistara af og til, enda tefla
þær nú eins og hverjir aðrir keppendur á
alþjóðlegum mótum.
Segja má að nýafstaðið heimsmeistara-
einvígi hafi markað enn ein þáttaskil-
in í þróun gervigreindar við skákborðið.
Skákskýrendur gömnuðu sér við það í
New York að láta öflugustu skáktölvu
heims, bandarísku vélina „Þungir þank-
ar“ (Deep Thought) um að spreyta sig á
athyghsverðustu stöðum í einvíginu. Og
stundum sá hún meira en aðrir. Lítum á
þessa stöðu úr 1. skákinni:
Kasparov
Karpov
Kasparov hafði lent í erfiðleikum en
með nokkrum snjöllum leikjum virtist
hann þegar hér var komið sögu vera á
góðri leið með að einfalda taflið til jafntefl-
is. Karpov lék 22. Hxa8 og taflið hélst í
jafnvægi. í glerbúri sínu í Pittsburgh
stakk skákvélin góða upp á þessari vinn-
ingsleið fyrir hvítan: 22. b3! Rd6 23.
Hxe8! Hxe8 24. Rxb5 Rxb5 25. Dxd5
Bxd5 26. Bxb5 og hvítur hefur unnið peð
og svarta staðan næsta vonlaus. Enginn úr
stórmeistaraskaranum sem fylgdist með
skákinni í fréttamannamiðstöðinni á
skákstað hafði komið auga á þessa leið!
En tölvan var bendluð við fleira. Um
árabil hafa menn velt fyrir sér þeim mögu-
leika að tölvur yrðu notaðar til að rannsaka
biðskákir — sá möguleiki hefur orðið nær-
tækari með árunum þótt slíkt teldist vita-
skuld argasta svindl. Spurningin er hvort
slíkt hafi átt sér stað í hinni afdrifaríku 16.
skák heimsmeistaraeinvígisins. í þeirri
skák hafði heimsmeistarinn lengi verið
með yfirburðastöðu en virtist um það bil
að missa taflið niður í jafntefli þegar
skákin fór í bið. Skákmeistarar um
allan heim þaulkönnuðu stöðuna
og skáktölvur möluðu og
flestir hölluðust að jafn-
tefli. Þegar meistar-
arnir settust nið-
ur við taflið
kom brátt í
ljós að heims-
meistarinn
vissi betur. Hann
hafði fundið örugga vinningsleið
og leiddi taflið til lykta á skömmum tíma.
Menn spurðu sig hvort hér væri á ferðinni
enn eitt dæmið um yfirburðasnilli Kaspar-
ovs eða hvort hann hefði einfaldlega haft
aðgang að bestu skáktölvunni. Hvað raun-
verulega gerðist vita víst fáir með vissu en
hin einfaldaða biðstaða var ekta „tölvu-
staða“ og verður að teljast harla líklegt að
vélin hafi verið spurð ráða.
Það hefur nú um nokkurt skeið verið
daglegt brauð að tölvur taki þátt í skák-
mótum. Til þessa hafa skákmenn látið sér
þetta lynda, líklega flestir hugsað sem svo
að það kæmi ekki fyrir þá að tapa fyrir
tölvuskriflinu. En nú þegar þær eru farnar
að máta jafnvel hina öflugustu meistara
hafa skákmenn vaknað upp við vondan
draum. Hví skyldu þeir láta sér það lynda
að tefla við vélar á mótum þar sem þeir
hafa sitt lifibrauð? í raun eru vélarnar ekki
í neinni keppni, þær reikna bara út leiki.
Þeir sem heyja keppnina eru vísindamenn
sem forrita tölvurnar. Þeirra markmið
kunna að vera vísindalegs eðlis, auk þess
sem þeir
með þátttöku tölv-
unnar eru að markaðssetja
sína vöru. Nú koma upp raddir um að
hinir holdi klæddu láti ekki hafa sig að
fíflum lengur og neiti að tefla við tölvur
nema beinlínis í auglýsingaskyni og fái þá
hæfilega þóknun fyrir. Skákmót séu fyrir
fólk sem hittist, það etur kappi saman,
kætist og syrgir eins og jafnan á manna-
mótum, tekur áhættu, fer á taugum, fær
erfiði sitt endurgoldið. Hér eiga tölvur
ekki heima. Þess má geta að FIDE hefur
ekki tekið tölvur inn á skákstigalistann og
helsta biblía skákmanna „Ljóstri“ (In-
formator) birtir ekki skákir með tölvum.
Anæstu árum mun koma í ljós hvort
skáklistin heldur áfram að tölvuvæð-
ast eða hvort hin „mannlegu“ sjónarmið
verða til þess að tölvunum verður aftur
vísað heim á rannsóknarstofur forritar-
ÞJÓÐLÍF 17