Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 19

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 19
sjónvarpsmyndum og reynir þannig lítið til að koma ár sinni fyrir borð á erlendum mörkuðum. Uppistaða framleiðslunnar eru einfaldir getraunaleikir með miklum vinningsmöguleikum og fjögur kvöld í viku eru stjörnu-skemmtiþættir, sem njóta talsverðra vinsælda. Forstjóri TFl, Patrick Le Lay, segir stöðina ekki nógu sterka fjárhagslega til að fara út í viðameiri framleiðslu líkt og BBC hin breska og RAI á Ítalíu. Samt veltir stöðin 6 milljörðum franka á ári sem er nálægt sameiginlegri veltu BBC 1 og 2. Þetta ástand er einmitt lýsandi fyrir evrópskar einkastöðvar og er mikill skortur á „innlendu“ leiknu efni. Jean Drucker, forstjóri M6 segir 50 helstu sjónvarpsstöðvar álfunnar þurfa 16.500 klukkutíma af leiknu efni á ári, en fram- leiði aðeins 2.500 tíma. Hér í Frakklandi eru það aðeins ríkisstöðvarnar sem taka á einhvern hátt þátt í framleiðslu sjónvarps- þátta/mynda og FR3 ber af í framleiðslu Mitterand Frakklandsforseti átti stærstan þátt í einkavæðingunni á sínum tíma. fræðsluefnis. Hvað varðar framleiðslu kvikmynda tekur Canal-I- ein einkastöðva þátt í slíku ásamt ríkisstöðinni A2. Lítil breyting virðist í sjónmáli á þessu sviði, nema hvað mögulegt er að Eureka audiovisuel skapi betri skilyrði til metn- aðarfyllri framleiðslu. Þetta samkomulag 29 þjóða Evrópu er einmitt eitt af óska- verkefnum sósíalista til að bæta fram- leiðslu sjónvarpsefnis í landinu en Francois Mitterrand forseti átti hvað Fjölmiðlakóngurinn Silvio Berlusconi, sem á 5% í TF1, 25% íLA 5, 45% í TELE 5 iÞýskalandi, 25% í TV 5 á Spáni, —auk þess að eiga hálfa ítölsku pressuna. stærstan þátt í einkavæðingu sjónvarps á sínum tíma. Á hinn bóginn stefnir í mikla baráttu á milli einkastöðva um áhorfend- ur. I upphafi voru La5 og M6 um margt svipaðar stöðvar í beinni samkeppni, með ódýrt efni, byggt á sjónvarpsmyndum og tónlist. M6 verður nánast óbreytt áfram, nema hvað stöðin hyggst auðvitað sýna betri kvikmyndir en La5 dreymir um að keppa beint við TFl. Stöðin fékk sína fjórðu andlitslyftingu 2. apri'l og býður nú í fyrsta skipti upp á samsvarandi skemmti- þætti og TFl. essi aðgerð La5 er vel skiljanleg, því hún virðist vænlegust til að ná fleiri áhorfendum en stöðin hyggst einnig láta til sín taka á sviði kvikmynda og sjón- varpsþátta. Þá eru eigendur La5 nógu fjársterkir til að þora að keppa við TFl þótt fjórfaldur munur sé á veltu fyrirtækj- anna í dag. Helstu eigendur eru tvö stærstu fjölmiðlafyrirtæki Frakklands, Hachette og Hersant, ásamt ítalska fjöl- miðlakónginum Silvio Berlusconi. Þótt furðulegt megi virðast á Berlusconi einnig hlut í TFl og sem kunnugt er á hann einnig hlut í stöðvum númer 5 á Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi (og knattspyrnulið- ið AC Milan). La5 hefur smám saman tvöfaldað markaðshlutdeild sína úr 7% í 14% og segjast forkólfar hennar munu ná 20% fyrir árslok 1992, aðallega á kostnað TFl. Margir eru vantrúaðir á þessar breyt- ingar La 5 og eigendur TFl segjast ekkert þurfa að hræðast. Jack Lang, menningar- málaráðherra, hefur varað við of mikilli þenslu einkasjónvarpsstöðva og telur þær jafnvel vera of margar nú þegar. Hann hefur einkum beint spjótum sínum að La 5 og fengið harða gagnrýni fyrir frá eig- endum stöðvarinnar. Þá segir Jean Drucker, forstjóri M6, útilokað að La5 nái árangri á þessu sviði því hún þurfi ekki einungis að keppa við TFl, heldur einnig ríkisstöðvarnar A2 og FR3 til viðbótar við óbeina samkeppni við Canal +. Hvað Canal + varðar er þó ekki verið að keppa um auglýsendur, því þar eru (auðvitað) engar auglýsingar í læstri dagskrá. Vegna sérstöðu sinnar stendur Canal + ákaflega vel og hefur teygt arma sína inn í nokkur nágrannalönd Frakklands. vert sem framhaldið verður eru margir óánægðir með franskt sjón- varp um þessar mundir. Sósíalistar, sem stigu fyrsta skrefið til einkavæðingar sjón- varpsstöðva á fyrri hluta níunda áratugar- ins, sæta nú mikilli gagnrýni frá eigendum einkastöðva fyrir að standa í vegi fyrir frekari tekjuöflun. Á hinn bóginn virðast sterkar stöðvar á borð við TFl, sem ólíkt einkastöðvum í nágrannalöndunum þurfti ekki að byrja á núlli, ekki hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í vandaðri framleiðslu. Þegar fram í sækir gæti það reynst dýr- keypt ákvörðun því útbreiðsla á kapalefni í Evrópu er mjög mikil nú rétt áður en árið 1992 gengur í garð. 0 ÞJÓÐLÍF 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.