Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 21
Rifjað upp
Klisjur og veggspjöld voru
táknrænni en flest annaö fyrir
sögu þýska alþýöulýöveldis-
ins. Eftir sameiningu hafa
menn gert ótrúlegustu hluti til
aö rifja upp sögu þess, sem
áöur var bæld og bundin meö
ritskoðun og kúgun lands-
manna. Nýverið kom t.d. út
myndabók sem fjallar um lyg-
ar og sjálfsblekkingar. Sex
frístundaljósmyndarar á aldr-
inum 35 til 60 ára hafa valið úr
myndasöfnum sínum og sett
saman sögu landsins, mun
orða og veruleika, á árunum
1970 til 1989. Þetta er hundr-
aö síöna bók og hefur vakiö
mikla athygli...
(Spiegel/óg)
Veggspjald í þýska alþýðulýðveldinu, „Raunverulegur sósíalismi —
byggður á bugmyndum Karls Marx“.
Hýðingar á almannafæri
Þaö eru fleiri en Kínverskir
flokksgæöingar sem grípa til
frumstæðra refsinga til aö
tyfta landsmenn sína til. Á
svæöinu milli Peshawar í
Pakistan og að landamærum
Afganistan hafa bókstafstrú-
armenn refsaö afbrotamönn-
um meö strýkingum. Þessir
íslömsku heittrúarmenn til-
heyra hreyfingu sem nefnist
Tansim, sem meö aöstoö af-
ganskra andspyrnumanna
eltir uppi afbrotamenn, sting-
ur þeim í einkafangelsi, og
leggur á þá þungar refsingar.
Hinir skriftlæröu Kóranles-
endur segja þetta bestu aö-
ferðina viö að koma í veg fyrir
glæpi, en afbrot hafa farið
vaxandi. Það er m.a. rakið til
fjölda vopna í umferð á landa-
mærasvæöunum vegna
borgarastyrjaldarinnar í Afg-
anistan. Ríkisstjórnin í Is-
lamabad hefur reynt aö fá of-
satrúarmennina til aö hætta
þessu en án árangurs. Fram
aö þessu hafa bókstafstrúar-
mennirnir hýtt 90 manns æv-
inlega að viöstöddum miklum
mannfjölda og innheimt sektir
aö upphæö 360 milljónum
króna. Hýöingar voru teknar
upp þegar Zial ul -Haq forseti
lýsti yfir neyðarástandi fyrir
nokkrum árum, en í þann tíð
voru þær framkvæmdar af
lögreglumönnum. Nú hafa
hins vegar Kóranmennirnir
tekiö viö...
Violeta Chamorro forseti deilir
smápeningum til fátækra.
Heimsókn í
vöruhús
Hin 61 árs gamla Violeta Cha-
morro forseti í Nicaragua
reynir að kynna sér afleiðing-
ar af óðaverðbólgu og efna-
hagsstefnu sinni í landinu.
Eftir aö hafa heimsótt vöru-
hús og athugað verö á helstu
neysluvörum, geröi hún eins
og Haile Selassie keisari í
Eþíópíu forðum, hún deildi
smápeningum til fátækra. Og
hún bauð 45 starfsmönnum
vöruhússins áframhaldandi
vinnu, en í innkaupaferðinni
fékk hún aö vita aö þessu
fólki hefði verið sagt upp eftir
viku, — afleiðingarefnahags-
stefnu stjórnar hennar...
(Spiegel/óg)
Frumstæðar
refsingar
Kínverskir valdamenn veigra sér
ekki við aö grípa til frumstæöra refs-
inga til aö framfylgja strangri löggjöf
um barneignir (ekki fleiri en eitt barn
á hverja fjölskyldu). Dagblaðið Nin-
gxia Legal Daily segir frá því að tíu
þungaðar konur í héraöinu Sichuan
hafi verið komnar meö annaö barn
sitt áleiðis. Þær neituöu aö fara í
fóstureyðingu. Þess vegna hafi
bóndar þeirra veriö hýddir, fengið
eitt svipuhögg fyrir hvern dag sem
konur þeirra höfðu gengið meö.
Þegar svo konunum var einnig hót-
aö meö svipuhöggum hafi öll tíu
pörin lýst sig reiðubúin til fóstureyð-
ingar. „Þannig var sigrast á þrjósk-
unni“ segir blaöiö sigri hrósandi...
(Spiegel/óg)
Bókstafstrúarmenn hýða afbrotamenn á opinberum vettvangiárið 1991.
ÞJÓÐLÍF 21