Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 23

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 23
krömdust til bana á Hillsborough-leik- vanginum. Ahangendur Liverpool svara í sömu mynt, syngja „takið næstu vél til Miinchen“, en margir leikmenn Man- chester United létust í flugslysi þar fyrir meira en þrjátíu árum. Svona óhugnaður heyrir þó til algerra undantekninga og þeir eru mjög fáir sem leggjast þetta lágt. Einnig eru vissir einstaklingar teknir fyrir. Þegar Paul Gascoigne lék með Newcastle fékk hann dembu af Mars- súkkulaðistykkjum yfir sig í hverjum leik því hann þótti þybbinn og allir vissu af dálæti hans á þessari tegund. „Api, api“ eða„ í-ó, í-ó“ kalla fylgismenn hins liðsins þegar Tony Adams hjá Arsenal snertir boltann. Hann á að vera líkur apa í útliti og framkomu sem auðvitað er tómt rugl. Svipuðu máli gegnir með Mark Hughes, sem spilar fyrir Manchester United. Ef honum verða á mistök, ef hann skýtur framhjá eða missir boltann frá sér, ráða áhangendur mótherjanna sér ekki fyrir kæti og hrópa í sífellu: „meeh, meme, meeeh“. Hughes kemur frá Wales, en þar verður vart þverfótað fyrir rollum. Þá er það alls ekki óalgengt að stuðningsmenn- irnir snúist gegn mönnum í eigin liði. To- ny Cascarino átti afleita leiki með Aston Villa lengi vetrar og var orðinn mjög óvin- sæll. Á heimaleikjum Villa voru seld barmmerki sem á stóð: „Ég hef séð Cascarino skora“. Svona mætti lengi telja. Stuðnings- menn allra liða eiga sína sérstöku söngva og auðvitað trefla og húfur í viðeigandi litum. Ákveðnar hefðir fylgja að auki ýms- um liðum. Þeir sem halda með Norwich fara á flesta leiki með uppblásna plastban- ana sem þeir veifa svo til og frá meðan á leik stendur. Hörðustu fylgismenn Hart- lepool, sem er nyrst í Englandi og hefur barist á botni fjórðu deildar lengur en elstu menn muna, bjóða öllum veðrum byrginn í bláum stuttermabol Hartlepool- liðsins. Þetta kalla þeir karlmennsku og gera óspart grín að þeim sem mæta dúðað- ir á völlinn. En áhangendur allra liða eiga það sem sagt sameiginlegt að hafa gaman af að standa saman á leikjum og syngja. Standa, ekki sitja. Að sitja er allt annað og miklu verra, hnussa þeir hneykslaðir, þá er ekki hægt að láta skoðun sína jafn vel í ljós. Þegar fylgismönnum Leeds var fyrir nokkru boðið upp á eins konar klappstóla á Maine Road, heimavelli Manchester Ci- ty, rifu þeir allar seturnar af lömunum. Þeir fullyrtu að þeir sæju ekkert ef þeir sætu. Málið snýst ekki bara um hvort menn Enskur óeirðarseggur á knattspyrnuvelli. er reyndar enn, þótt nú séu þetta að mestu orðin tóm. Söngvarnir eru einmitt aðal allra stuðn- ingsmanna. Það þekkist í öllum löndum að áhorfendur hvetji sitt lið til dáða en í Englandi snýst dæmið í ríkara mæli en annars staðar um að hnýta í mótherjana eða stríða fylgismönnunum. „Af hverju syngiði ekki meir?“ er mjög vinsælt að syngja þegar lið hefur náð forystu og hinir áhangendurnir eru þöglir og niðurlútir. Þá festast sumir söngvar við viss lið. Það fer innilega í taugarnar á stuðningsmönn- um Coventry þegar fylgismenn andstæð- inganna hrópa hástöfum, „Sutton, Sut- ton!“ Sutton United er pínulítið utan- deildarlið sem sló Coventry úr bikarkeppninni fyrir tveimur árum. Þar sem Arsenal kemur í heimsókn er vinsælt að söngla „Arsenal, Arsenal", en mjög hjáróma. Arsenal þykir vera lið teprulega og fína fólksins. Sérstaklega ber á þessu í iðnaðarhéruðunum £ mið- og norður-Eng- landi. Yfirleitt eru söngvarnir frekar fyndnir en hitt. Þó eru sumir virkilega andstyggi- legir. Það hefur til að mynda æu'ð andað köldu milli áhangenda Liverpool og Man- chester United. Heyrst hefur til manna frá Manchester gera grín að slysinu hörmu- lega í Sheffield í hittifyrra þegar nær hundrað stuðningsmenn Liverpool ÞJÓÐLÍF 23

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.