Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 34

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 34
Lúther, að þó að fjandanum sjálfum rigndi, þá mundi það ekki hefta för mína.“ Bismarck réði í elli sinni yfir stórum búgarði, miklum engjum og ökrum og skóglendi. En það var ekki auðhlaupið að komast í tæri við gamla kanslarann, sem „á hverjum degi ók í gegnum Saxa- skóg (Sachsenwald), en það er skógur mikill og fríður. Skóg þenna átti Bis- marck. Þar er fura og beyki, hólar og rjóð- ur, hæðir og lautir, og var síst undarlegt, þó að Bismarck yndi sér hið besta í skógi þessum. Skógurinn gaf honum og mikinn arð. Hann græddi stórfé á timbri, sem hann lét höggva þar.“ Og lýsingarnar eru mikilfenglegar: „Margir voru fíknir í að sjá þenna járnkarl, sem hafði öðrum frem- ur skapað þýska ríkið, en ekki var honum um það, að menn væru að glápa á hann á degi hverjum og að hann hefði hvergi frið, ef hann færi út fyrir hússins dyr. Hann hafði þess vegna látið hlaða skíðgarð mik- inn um hýbýli sín — líkt og Útgarðaloki“. En Jón réðst engu að síður inngöngu. Ekki gekk það sem best til að byrja með, en með því að koma sér vel við einkaritara Bismarcks fékk hann vísbendingu um hvernig hann gæti komist í tæri við „skap- ara Evrópu“ og gefum Jóni orðið aftur: „Um klukkan fimm kom ég með föru- nautum mínum að vesturhliði hallarinnar. Þar stóð hópur af hvítklæddum stúlku- börnum, og voru þær að syngja þjóð- söngva. Þetta var skólafólk, og voru kennslukonurnar með í förinni. Allt í einu var loku skotið frá og stúlknafansinum hleypt inn. Þá voru járngrindur opnaðar, og var öllum vísað inn á grasflöt fyrir hall- ardyrum. Þar sat járnkanslarinn á stóli, og slútti þekjan fram yfir hann. Voru brýr hans léttar, því að söngurinn hafði blíðkað hann mjög.“ Stúlkurnar námu staðar fyrir framan gamla manninn og færðu honum blóm, en ein yngismærin þuldi upp úr sér heilmikið lofkvæði. Þegar hún hafði lokið framsögn kvæðisins stóð Bis- marck á fætur, tók húfuna af höfðinu og kyssti stúlkuna. „Kvæðið hafði haft slík áhrif á hann, að tárin runnu niður kinnar honum. Þá er kvenfólkið sá þetta, fór það allt að gráta“. Eftir serimoníur þessar var öllum gest- um vísað á brott nema Jóni og heilsaði hann Bismarck. „Hann stóð upp og afsak- aði við mig, að hann yrði að sitja, hann mætti ekki standa vegna fótagigtar ... Hann tók vingjarnlega í hönd mér og bauð mér sæti á stól við hlið sér, rétt eins og ég væri einhver stórhöfðingi. Ég talaði nú við hann í fjórðung stundar og hafði gott færi Winston Churchill hitti Jón fyrst í teboði en þeir skrifuðust síðar á. Bismarck járnkanslari hinn stóri og stæðilegi er hér að leggja Vilhjálmi öðrum Þýskalands- keisara lífsreglurnar en hann var orðinn auð- mjúkur og gamlaður þegar þeir Jón hittust. á að skoða hann í krók og kring. Á meðan datt mér í hug glíma Þórs við Elli kerlingu — hjá Útgarðaloka. Sú kemur flestum á kné. Enginn var óttalaus fyrir heljar- menninu Bismarck, þá er hann var upp á sitt besta og lét brýrnar síga og skaut ægi- geislum — eins og Egill kvað. Þótti illt að mæta ygglibrún Bismarcks. Nú voru raunar brýrnar samar, en eldurinn, sem úr augunum brann, var orðinn daufari. Sótti nú vatn í augun, og hann gaut þeim út undan sér eins og maður, sem orðið hefur fyrir ofsóknum og óþakklæti. Kinnfiska- soginn var hann orðinn, hvítur fyrir hær- um og sköllóttur. En ennþá var hann svip- mikill með afbrigðum, og sannarlega sóp- aði að honum.“ Og síðan tóku þeir tal saman um ísland og Danmörku og alþjóðamál. „Mér er vel kunnugt um það, að Leifur heppni var Islendingur, en ekki Norðmaður. Þið ís- lendingar hafið ærinn sóma af því, að hafa orðið fyrstir til að finna Ameríku", sagði Bismarck við Jón. Kom þar tali að Bis- marck spurði hversu mörg blöð væru gef- in út á Islandi. Jón segir honum það, en Bismarck svarar: „Þið hafið of mörg blöð, ekki stærri þjóð“. Bismarck bað Jón að senda sér blöð, þar sem á hann væri minnst. Kvöddust þeir með virktum og sagði kanslarinn að lok- um: „ég bið kærlega að heilsa íslandi“. Jón átti eftir að hitta Bismarck aftur haust- ið 1894, er hann var á fundi rithöfunda og blaðamanna í Þýskalandi. Hópur þeirra fór á fund Bismarcks og þekkti hann þá MENNING á móti friðarverðlaunum Nóbels, sagði hann Norðmönnum, að hann hefði beðið alla skóla í Bandaríkjunum að hafa um hönd íslendingasögur.“ Jón komst í kynni við Kropotkin fursta, leiðtoga anarkista, á British Mu- seum. „Kropotkin kvaðst alveg samdóma William Morris um það, að íslendingar hinir fornu hefðu sýnt og sannað, að stjórn væri óþörf og gerði meira að segja frekar illt en gott“, segir Jón. Hann kveðst hafa orðið skotinn í dóttur Kropotkins, Sösju. Jón segir hinn eðla leiðtoga stjórnleysingja hafa orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með stjórn bolsévika eftir byltingu að hann hafi veikst og dáið uppúr sjúkdómi sem vonbrigðin ullu honum. Eins og sjá má virðist Jón Stefánsson hafa lagt mikið upp úr því að kynnast og hitta fræga menn í Bretlandi. Þetta virðist hafa verið eins konar ástríða, þó sumt af þessum toga skýrist af áhuga viðkomandi á íslenskum menningararfi. Jón lagði einnig á sig ferðalög og töluverða fyrirhöfn til að hitta fræga samtíðarmenn utan Bret- lands. Sumarið 1893 var Jón Stefánsson stadd- ur í Hamborg, en búgarður Bismarcks var skammt frá, í Friedrichruhe. Jón herti sig upp „á hinum alkunna og ágæta þýska bjór“ og ákvað að leita uppi járnkanslar- ann. Hann keypti sér farmiða með járn- brautarlest til Friedrichruhe, „Var ég all- öruggur, þegar ég hafði náð í farseðil, taldi mér trú um, að mér mundu allir vegir færir inn til gamla mannsins, þó að öðrum hefði reynst það ófært. Sagði ég eins og 34 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.