Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Síða 108

Frjáls verslun - 01.02.2013, Síða 108
108 FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 fyrirtækjasamstæðu Skipta og Katrín Olga, Sigríður Margrét og fjárfestingasjóðurinn Auður 1 keyptu félagið. Katrín Olga hefur verið stjórnarformaður frá byrjun og Sigríð ur Margrét forstjóri. Þetta reyndust vel heppnuð kaup og í dag er félagið í traustum og áhugaverðum rekstri. Velta Já nam rúmum milljarði króna á síðasta ári. Ársreikningur fyrir árið 2012 lá ekki fyrir þegar viðtalið átt sér stað en félagið skilaði 229 milljóna króna hagnaði eftir skatta árið 2011. Hjá félaginu eru um 85­heilsársstörf­en­þar­vinna­allt­upp­í­120­ manns því nokkuð er um lausráðið fólk í þjónustuverum Já sem sinnir svörun í þjónustunúmer auk þess að veita fyrirtækj­ um sérhæfða símaþjónustu. Að sögn Katrínar er Já upplýsinga­ veitu­ætlað­að­einfalda­fólki­lífið­með­ því að veita upplýsingar. Já.is er þannig aðeins einn af mörgum miðlum sem Já býður upp á en fyrirtækið sér einnig um rekstur fjöl margra annarra upplýsinga­ miðla, s.s. umsagnarvefjarins stjörnur. is, ferðaþjónustu vefjarins iceland.ja.is og nokkurra snjallsímaforrita, til þess að starf­ rækja hlutverk sitt. „Þessi heimur breytist hratt og framtíðin liggur í stafrænnni þjónustu. Systurfyrir­ tæki okkar í Evrópu eru að þróast í sömu átt,­þ.e.­hverfa­frá­prenti­yfir­í­nútímalegri­ þjónustu. Við hjá Já erum frekar framarlega í þessu breytingaskeiði og höfum lagt mikla áherslu á þróun ýmissa vara sem nýta ný­ justu tækni,“ bendir Katrín Olga á. Félag eins og Já býður upp á margar „stað kvæmdarvörur“ eins og Katrín Olga kallar það en það felst í því að notend ur geta­sótt­hverja­þjónustu­á­fleiri­en­einn­ veg. Þannig getur viðskiptavinur fyrir tæk­ isins sjálfur valið á hvaða hátt hann sækir upplýsingar og nýtir þjónustu Já, hvort sem er í gegnum Já.is, 118, símaskrána eða snjallsímaforrit. Því hefur félagið lagt aukna áherslu á vöruþróun og starfrækir átta­manna­tæknideild­sem­fæst­við­að­efla­ viðmót á neti og í síma. Á stundum má segja að félagið sé í samkeppni við sjálft sig með því að bjóða ókeypis þjónustu á netinu og í símaskránni en selja í gegnum 118. Þá­er­Já­með­öfluga­söludeild­enda­starfar­ fé lagið á auglýsingamarkaði þar sem mikil samkeppni ríkir. GooGle er Keppinautur Já hefur boðið upp á ýmsar nýjungar eins og Stjörnur.is sem er umsagnarvefur sem er nú tengdur Já.is. Ja.is­vefurinn var upp­ færður nýlega samkvæmt nýjustu tækni og sagði Katrín Olga að þar með hefði hann jafnvel þróast lengra en sæist víðast erlend­ is hjá sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er að­færast­meira­yfir­í­stafræna­tækni.­Það­ er reyndar svo að við höfum stundum velt fyrir okkur hvort við séum tæknifyrirtæki eða upplýsingaþjónusta. Við erum vissu­ lega að veita upplýsingar í dagsins önn og það er okkar kjarnastarfsemi. En tækni­ breytingarnar valda því að við segjum núna: Við veitum upplýsingarnar, en á því formi sem hentar þér.“ Spurð um samanburð við tæknirisann Google segir Katrín Olga að vissulega sé Já að gera margt sambærilegt en þó sé ljóst að félagið verði aldrei slík alhliða leitar­ vél fyrir netið í heild. „Við erum hinn staðbundni aðili, við tengjum fólk við fólk og fólk við fyrirtæki, það er okkar skil ­ grein­ing.­Yfirleitt­þegar­fólk­hefur­sam­- band við okkur, og þá í gegnum hvaða miðil sem er, er það að leita að þjónustu á Íslandi. Það verða því til viðskipti, hvort sem þú hringir í 118, gerir leit á vefnum eða nýtir snjallsímaforrit okkar. Þetta aðgreinir okkur til dæmis frá Google þar sem fólk er að gera víðtækari leit. Við lítum hins vegar á Google sem okkar keppinaut og sama má segja um mörg önnur stór alþjóðleg fyrir tæki eins og Facebook, TripAdvisor og Yelp.“ Katrín Olga bendir á þær miklu breyting ar sem­eru­að­verða­á­viðskiptaumhverfi­heims- ins. Hjá Já sé talað um áttundu heimsálfuna sem er netið. Þangað sé svo margt að færast og um leið verða viðskipti landamæralaus. „Það er svo margt að breytast í íslensku viðskiptalífi.­Svo­ég­taki­verslun­sem­dæmi­ þá má velta fyrir sér hvernig við Íslendingar ætlum­að­vinna­með­það­breytta­umhverfi;­ ætlum við að horfa upp á að hér verði engin verslun eins og við sjáum víða úti á landi? Er það bundið við landsbyggðina eða gæti verslun­hér­á­landi­ekki­flutt­til­útlanda?­ Þetta eru miklar áskoranir sem við þurfum að velta alvarlega fyrir okkur. Við þurfum að skoða margt í þessu og þá ekki síst hvernig við lögum viðskiptalíf okkar og regluum­ hverfi­að­þessu.­Í­dag­eru­flestar­verslanir­ og mörg fyrirtæki að keppa við erlenda aðila. Sem dæmi má taka að Icelandair er í­samkeppni­yfir­hafið­við­stór­félög­eins­ og Lufthansa og Air France, Eimskip og Samskip eru einnig í samkeppni við erl ­ enda­keppinauta­yfir­hafið,­fyrirtæki­eins­ og­365­er­í­samkeppni­við­Netflix­og­Já­í­ samkeppni við stórfyrirtæki eins og Goog le, Yelp­og­Facebook.­Við­höfum­flestöll­versl- að­að­utan­og­fengið­nasaþefinn­af­því.­ Þetta er á vissan hátt ógnun við ís lenskt við­skiptaumhverfi­ef­við­bregðumst­ekki­ við þessu en um leið mikil tækifæri ef vel er gert.“ „Þjóðin á það inni hjá okkur að við sem erum í viðskipt­ um og stjórnmálum vinnum sameiginlega að því að auka hagsæld í þjóðfélag­ inu. Aukin hagsæld er besta leiðin til að vinna okkur út úr þeim vanda sem margir eru í.“ „Sumum finnst ég vera í mörgum stjórnum en ég segi á móti að ég sé í fáum en góðum stjórnum.“ katrÍn oLga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.