Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 75

Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 75
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 75 fimm lykilþættir sannrar forystu Til að ná árangri sem sannur leiðtogi (e.authen ticlea der) þarf að huga að fimm lykilþáttum samkvæmt höfundi True North. Þessir lykilþættir hjálpa leiðtogan um að átta sig á því hvers vegna hann er í hlutverki sínu (e. pur- pose) og hjálpa honum að beina kastljósinu að öðrum í leiðtogaþróun sinni í stað sjálfs sín og rækja það hlut verk sitt að þróa aðra leiðtoga úr hópi starfsmanna sinna. Sjálfsþekking (e. selfawareness): Hver er sagan mín, hverjir eru styrkleikar mínir og tækifæri til vaxtar? Þessi þáttur er grunnur að öllum hinum og er þess vegna í miðju áttavitans. Ef sjálfs þekkingin er ekki fyrir hendi er erfitt að átta sig á hinum þáttunum fjórum. Gildi (e. values): Hver eru grunngildi mín? Hvaða lífs- reglur hafa áhrif á hvernig ég leiði? Þegar við vitum fyrir hvað við stöndum getum við byggt ákvarðanir okkar og aðgerðir á traustum grunni og eigum auðveldara með að standast „freistingar“ og látum síður aflegaveiðast. Hvað hvetur mig (e. sweetspots): Hvað er það sem rekur mig áfram og hvernig næ ég jafnvægi milli ytri og innri hvatningar? Þegar við vitum hvað það er sem drífur okkur áfram er auðveldara að nýta þá þætti markvisst og þannig ná meiri árangri. Stuðningur (e. supportteam): Til hverra get ég leitað eftir þeim stuðningi sem ég þarf á að halda í vegferð minni sem leiðtogi? Leiðtoginn stendur mjög oft einn og því er honum nauðsynlegt að hafa einhverja í kring- um sig sem hann getur leitað til og speglað sig í. Jafnvægi (e. integratedlife): Til að ná árangri þurfum við að átta okkur á því hvernig við getum náð jafnvægi milli ólíkra þátta lífs okkar og þannig átt hamingjuríkara líf í leik og starfi. „Hinn fullkomni leiðtogi er ekki til. Því verður enginn fullkominn leiðtogi með því að reyna að apa eftir öðrum. Sanni leiðtoginn er sá sem finnur sinn tilgang sem leiðtogi.“ fjögur lögmál um leiðtoga 1. Þú þarft ekki að hafa meðfædd einkenni leiðtoga til að verða leiðtogi. 2. Þú þarft ekki að bíða eftir því að einhver segi „þú ert’ann“ til að verða leiðtogi. 3. Þú þarft ekki að eiga sæti efst í skipuritinu til að vera leiðtogi. 4. Þú getur stigið inn í leiðtogahlutverkið hvenær sem er á lífsleiðinni. út af sporinu Við höfum séð fjölda leiðtoga á undanförnum árum fara út af sporinu. Leiðtogar gera mistök eins og við hin. Höfundur heldur því fram að ef leiðtoginn hefur ekki sterkan áttavita í formi fimm lykilþátta sannrar forystu (sjá mynd) verði hættan á því að fara út af sporinu meiri eða með öðrum orðum að leiðtoginn taki ákvörðun eða framkvæmi eitthvað úr takti við gildi sín og lífsreglur. Í bókinni eru skilgreindir fimm eiginleikar sem öðrum fremur stuðla að því að leiðtogar fara út af sporinu. Með því að þekkja þessa fimm eigin- leika geta leiðtogar komið í veg fyrir að þeir vinni fyrirtækjum sínum og sér sjálfum skaða með breytni sinni og verði í staðinn sannir leiðtogar. Þessi einkenni eru svikarinn sem skortir sjálfsþekkingu og sjálfstraust, rökhyggjumaðurinn sem breytir á skjön við gildi sín, framapotarinn sem þráir frægð og frama, einfarinn sem lætur hjá líða að byggja upp stuðningsnet í kringum sig og spretthlauparinn sem fer svo hratt yfir að hann nær ekki jafnvægi í lífi sínu. Það er afar áhugavert fyrir leiðtoga að lesa lýsingar þessara einkenna og spegla sinn eigin leiðtogastíl í þeim og þannig koma í veg fyrir að einhver þeirra hamli árangri. æfingin skapar meistarann Máltækið „auðveldara um að tala en í að komast“ á vel við bókina True North. Þau einkenni sterkra leiðtoga sem þar er farið í gegnum eru svo sem engin ný vísindi en það getur verið hægara sagt en gert að tileinka sér þá hegðun sem í bókinni er lýst. Til að koma í veg fyrir að lesandinn lesi bókina án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til að breyta hegðun sinni vísar höfundur í lok hvers kafla í æfingar í viðauka til að vekja þann sem les enn frekar til umhugsunar um eigin hegðun og á hvaða sviðum þarf að gera betur til að ná meiri árangri. Þessar æfingar eru ekki flóknar en krefja þann sem þær gerir til um- hugsunar um leiðtogastíl sinn. Segja má að með því að gera æfingarnar sé óhjákvæmilegt annað en að horfa í spegilinn og skoða sjálfan sig ítar- lega. Með því að vinna æfingarnar er lesandinn í raun að fara í gegnum Fimm lykilþætti sannrar forystu og endar á því að skilgreina tilgang sinn með leiðtoga. Þeir sem lesa bókina og gera æfingarnar samviskusam- lega munu því fá mun meira út úr lestrinum en sá sem einvörðungu les í gegnum bókina og leggur hana svo frá sér. fyrir Hverja? Eins og höfundur segir í bókinni þá er bókin True North skrifuð fyrir alla þá sem vilja vera sannir leiðtogar. Bókin er fyrir leiðtoga á öllum aldurs- stigum, þá sem eru á toppnum í skipuriti fyrirtækisins, nemendur sem eru að búa sig undir leiðtogahlutverkið sem og reynda leiðtoga sem eru að litast um eftir nýjum tækifærum. Þú ert aldrei of ung(ur) eða of gömul(gamall) til að takast á við áskoranir leiðtogahlutverksins og verða sannur leiðtogi.“ Ef þú ert tilbúin(n) til að stíga skref í þá átt á bókin erindi við þig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.