Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 MBA-nám við Há-skóla Íslands er ætl að stjórnend-um og verðandi stjórnendum og er tveggja ára meistaranám við viðskipta fræði - deild og hugsað sem nám með vinnu. Nú stunda 38 nemendur námið. Bakgrunnur nemenda er fjölbreyttur og hafa þeir lokið háskólanámi í ýmsum grein- um. Má þar nefna tæknifræði, viðskiptafræði, lögfræði, stjórnmálafræði, tölvunarfræði og listnám. Námið er hugsað fyrir þá sem hafa reynslu af stjórn unarstörfum og vilja auka þekkingu sína og færni til að eiga betri möguleika á að takast á við forystuhlutverk í atvinnu- lífinu. Námið hefst með þriggja daga undirbúningsnámskeiði og eftir það taka við fjórtán námskeið og hagnýtt lokaverkefni. Að öllu jöfnu er kennt aðra hverja helgi, föstudag og laugardag, klukkan 9-17, og til viðbótar er boðið upp á dæmatíma þegar við á. Í öllum námskeiðum eru einkunnarorð námsins; frum- kvæði, færni og forysta. „Það er ánægjulegt að geta boðið upp á MBA-nám í háskóla hér á landi,“ segir Magnús Pálsson, forstöðumaður MBA-námsins, en Háskóli Íslands er annað árið í röð, samkvæmt matslista Times Higher Education World University Rankings, í efstu 2% þeirra sautján þúsund háskóla sem starfræktir eru í heiminum í dag. „Skólinn kappkostar að halda þeim árangri og við gæðamat á öllu starfi skólans er notast við alþjóðlega viður- kennda mælikvarða.“ Breyttar aðstæður „Við höfum verið að efla þá þætti í MBA-náminu sem snúa að persónulegri færni nem- enda og stjórnendaþjálfun. Það hefur komið skýrt fram hjá brautskráðum nemendum að þessi áhersla í náminu skipt- ir miklu máli. Það hefur ýtt á okkur að gera enn betur á þessu sviði. Stjórnendahlut- verkið hefur breyst jafnt og þétt. Ný kynslóð er að koma inn á vinnumarkaðinn sem er með gjörbreytta færni miðað við ungt fólk fyrir tíu til fimmtán árum og kröfur um árangur, upplýsinga- miðlun og nærveru stjórnenda eru aðrar en áður var.“ Raundæmi Magnús segir að áhersla á persónulega færni og stjórn- enda þjálfun sé nánast rauði þráð urinn í öllum námskeiðum. „Við útfærum þetta með ýmsum hætti eins og til dæmis með umræðum í kennslustundum og hópavinnu. Hópavinnan er einna mikilvægust fyrir marga nem endur; það skiptir máli að kynnast fólki með stjór- nunarreynslu sem kemur úr öðrum áttum og vinna með því. Það laðar fram viðbótarþekk- ingu og samlegðarkraft sem allir nýta sér. Þá er farið yfir raun dæmi þar sem rýnt er í tilteknar aðstæður, alls konar orsakasamhengi dregið fram og síðan er rætt hvaða ákvarðanir eru heppilegastar í viðkomandi tilfelli. Kennsla raundæma fer yfirleitt fram með umræðum og sama má segja þegar nemen- dur hitta stjórnendur fyrirtækja eða þegar gestafyrirlesarar koma í heimsókn.“ Persónuleg færni og stjórnendaþjálfun MBA-nám við Háskóla Íslands: Lokaorðið TexTi: svava jÓnsdÓTTir / Myndir: Geir Ólafsson Boðið hefur verið upp á MBA­nám við Háskóla Íslands í rúman áratug. Áhersla á persónulega færni og stjórnendaþjálfun hefur jafnt og þétt farið vaxandi. Magnús Pálsson: „Við höfum verið að efla þá þætti í MBA -náminu sem snúa að persónulegri færni nemenda og stjórn enda- þjálfun. Það hefur komið skýrt fram hjá brautskráðum nemend um að þessi áhersla í náminu skiptir miklu máli.“ frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02 Magnús Pálsson, forstöðumaður MBA-námsins við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.