Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 68

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 68
68 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 HeiLbriGðisþjónustan hafa ekki verið endurnýjaðir. Það þýðir að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu lækna á einkareknum stöðv um hafa ekki aukist um nokkurt skeið. Til að mæta auknum kostnaði vegna stökk ­ breyttrar verðlagsþróunar hafa lækna ­ stöðvarnar því lagt aukaálag á kostn aðar ­ þátt sjúklinga – m.ö.o. hækkað það verð sem sjúklingurinn sjálfur greiðir fyrir aðgerðina. Þetta aukaálag nýtist sjúkl ­ ingum ekki til afsláttarkorts skv. reglu gerð vel ferðarráðuneytisins. Með því að semja ekki við sérfræðilækna er hið opinbera því í raun að minnka kostnað sinn við þá heilbrigðisþjónustu sem fram fer á einka ­ reknu stöðvunum og auka kostnaðar ­ þátttöku sjúklinga. Hvað kostnaðarþátttökuna sjálfa varðar þá var meðalkostnaður við komu til læknis á einkastöð 11.063 kr. árið 2011 og þar af greiddi sjúklingurinn 3.428 kr., eða 31%, á móti 69% sem Sjúkratryggingar Íslands greiddu að meðaltali. Árið 2008 var þetta hlutfall 28% og 72%. Að sjálfsögðu er kostn aðurinn mjög mismunandi eftir eðli læknis þjónustunnar. Þannig var koma til svæfingalæknis dýrust, 37.184 kr., en minnst kostaði að koma til húðlæknis, 6.956 kr. Pólitískt bitbein Af þessu má draga þá ályktun að undan ­ farin ár hafi hið opinbera nýtt starfsemi einka reknu stöðvanna að einhverju leyti til að draga úr heilbrigðisútgjöldum. Annars vegar með því að minnka þjónustu opin ­ berra stofnana og lækka þar með kostnað og hins vegar með því að auka óbeint kostnaðarþátttöku sjúklinga með því að semja ekki við sérfræðilækna um hækkun framlaga hins opinbera. Það hefur reyndar ekki verið yfirlýst stefna stjórnvalda að þróunin verði með þessum hætti en fyrir liggur að fráfarandi ríkisstjórn hefur verið frekar andsnúin aukinni áherslu á einka ­ rekstur í heilbrigðisþjónustu. Hlutfallslega er einkarekin heilbrigðis­ þjón usta mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Umfang þjón ­ ustunnar hefur reyndar löngum verið pólitískt bitbein. Þeir sem vilja auka slíka þjónustu benda á hagkvæmni hennar umfram opinbera þjónustu og má í því sam bandi nefna að í skýrslu OECD um íslenskan efnahag frá árinu 2009 er sér ­ staklega mælt með aukinni áherslu á einka­ rekstur í heilbrigðisþjónustunni sem leið til að bæta stöðu íslensks efnahagslífs í kjölfar kreppunnar. Á hinum vængnum eru svo þeir sem segja að einkafyrirtæki, sem hafa fjárhagslegan ávinning að markmiði, eigi á einkareknu skurðstofunum eru 17 þúsund skurðaðgerðir á ári og er það svip aður fjöldi og á landspítalanum. á landspítalanum eru ríflega 9 þúsund skurð að gerðir, sem teljast utan bráða að gerða, og er spurningin sú hvort einka reknu stöðvarnar geti tekið við stærra hlut verki í heilbrigðisþjónustunni og létt meira á landspítalanum. Heildarkostnaður við þjónustu sjálf stætt starfandi lækna á einkastofum að með töldum öllum skurðaðgerðum, 17 þúsund talsins, var 5,1 milljarður króna á árinu 2011. Þar af greiddu Sjúkra trygg ingar ríkisins 3,5 milljarða en sjúkl ing arnir sjálfir 1,6 milljarða króna. Heildarkostnaðurinn við land ­ spítal ann árið 2011 var um 42 milljarðar kr. Heildar útgjöld hins opinbera til heil ­ brigð ismála árið 2011 voru um 147 millj arðar króna. Margir læknar á einkareknu stöðv unum eru uggandi um stækkun land spítalans og þau áhrif sem verkefnið kann að hafa á heilbrigðismál á íslandi. einkastofurnar draga úr álagi á land spítalann og „tappa af kerfinu“ svo um munar og stytta biðlista í alls kyns að gerðir. komur til lækna eru 1,5 milljónir á ári – og er þar átt við komur til lækna á landspítala, heilsugæslulækna og sjálfstætt starfandi lækna. um þriðj ung ur allra læknisheimsókna eru til sjálf stætt starfandi klínískra lækna á einka ­ stofum; eða um 455 þúsund komur á ári. einkareknu skurðstofurnar eru með minni yfirbyggingu, hagkvæmari rekstur, skjótari afgreiðslu, styttri boð leiðir og hraðari innleiðingu á nýjungum í læknis meðferðum. um 350 ársverk eru á einkareknum læknastöðvunum um allt land en árs verkin á landspítalanum eru 3.641. Því er haldið fram að með því að semja ekki við sérfræðilækna á einkastofunum sé hið opinbera í raun að minnka kostnað sinn við heil brigðis þjónustu sem fram fer á einka reknu stöðvunum og auka viljandi kostn aðar þátttöku sjúklinga. áætlað er að kostnaður við stækk un landspítalans verði um 85 millj arðar króna. Þá hafa verið settar fram kostnaðartölur um allt upp í 135 millj arða króna. komum til sjálfstætt starfandi lækna í einkarekinni sjúkraþjónustu fjölgaði um 10% milli áranna 2008 og 2011. Því er haldið fram að opinberu sjúkra húsunum hafi tekist að spara í sínum rekstri með því að minnka eða leggja niður ákveðna starfsemi sem einka reknu stofurnar hafa tekið við að hluta. fráfarandi ríkisstjórn hefur verið frekar andsnúin aukinni áherslu á einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. Hlutfallslega er einkarekin heil brigðis þjónusta mun minni hér á landi en ann ars staðar á norðurlöndunum. um fang þjónustunnar hefur reyndar löng um verið pólitískt bitbein hér á landi. Bygging nýs landspítala upp á 85 milljarða króna er langstærsta fjár festingarverkefni sem hið opinbera hefur ráðist í á sviði heilbrigðismála og ljóst að það getur ennfremur haft afgerandi áhrif á þróun rekstrar kostn aðar við heilbrigðiskerfið – segir í athuga ­ semdum fjárlagaskrifstofunnar. Spurningin er þessi: Væri hægt að setja fram lausn sem fælist í hóg ­ værari byggingarframkvæmdum fyrir landspítala og tilfærslum verkefna til annarra aðila, s.s. einkarekinna lækna stöðva? einka- stofurnar

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.