Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 58
58 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 álagningar opinberra gjalda upp á tæpar 400 milljónir króna. Innlendur kostnaður Norðuráls er um 25 milljarðar króna á ári en í þeirri tölu eru laun, orka og að keypt þjónusta. Þar af er keypt þjónusta af inn­ lendum fyrirtækjum fyrir um 10 mill jarða króna. „Við höfum lagt áherslu á að vera góður þegn í samfélaginu. Við höfum reynt að ráða fólk úr nágrannabyggðunum og það hefur tekist vel. 80% starfsmanna eru af Vesturlandi og ég held mér sé óhætt að segja að við skiptum miklu fyrir samfélagið hér í kring.“ Ragnar bendir á að Norðurál hafi reynt að nýta verktaka á Vesturlandi eins og kostur er. Félagið sé í samstarfi við mikinn fjölda verktaka og samstarfið hefur yfirhöfuð gengið vel. Norðurál sé aðalstyrktaraðili ÍA og styrki fjölmörg önn ­ ur verkefni, með mesta áherslu á Vestur ­ land. Í því sambandi er vert að hafa í huga að álfyrirtækin vörðu nærri 250 milljónum króna til samfélagsverkefna af ýmsu tagi á síðasta ári, svo sem til íþrótta, menntunar og menningar. Gagnrýnendur áliðnaðarins segja gjarnan að með þessu séu félögin að kaupa sér frið í samfélaginu en um leið er það krafa margra að stór fyrirtæki beiti sér með þessum hætti. Viðbrögðin gætu því virst mótsagnakennd. Samskipti við verkalýðsfélögin hafa alla tíð verið að grunni til uppbyggileg og góð og hefur Norður ál lagt áherslu á góð samskipti fyrir sitt leyti, þótt aðilar takist auðvitað á þegar kemur að endurnýjun samninga eða um einstök mál eins og gengur og gerist. Til að gefa vísbendingu um umfang Norðuráls í íslenska hagkerfinu bendir Ragnar á að félagið flytji inn og út tæplega 500 þúsund tonn á ári með gáma skip­ um Eimskips. Það sé til viðbótar við aðra hefðbundna hráefnaflutninga. Þessir flutningar séu ákveðin kjölfesta fyrir skipafélögin og þeir breytist lítið sem ekkert milli mánaða, allt árið um kring. „Eftir hrun voru þessir flutningar gríðar lega mikilvægir þar sem almennur innflutn ingur stöðvaðist snarlega.“ áHrif á lífríkið Hverfandi Sem gefur að skilja eru umhverfismálin brýn og Ragnar fullyrðir að þar sé enginn afsláttur gefinn. Hvergi í veröldinni vinni álver eftir strangari umhverfisskilyrðum en hér. Hann afhendir blaðamanni nýja skýrslu um umhverfisvöktun iðnaðar svæð ­ isins á Grundartanga sem Ragnar segir einstaka um margt. Þar hafa óháðir aðilar verið fengnir til að vakta og meta þau áhrif sem starfsemi á iðnaðarsvæðinu hefur á umhverfi þess. Í starfsleyfi verksmiðjunnar er kveðið á um að slík skýrsla sé gerð. „Það er mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir og eftirlit með umhverfisáhrifum í nær ­ umhverfi álversins á Grundartanga eru framkvæmdar af óháðum aðilum og þær aukast stöðugt. Niðurstöður þeirra sýna að áhrif á lífríkið eru og hafa verið hverfandi. Þessi árangur er ekki sjálfgefinn og til að hann náist þarf reksturinn að vera í góðu jafnvægi. Við finnum það líka meðal starfsmanna að það er gríðarlegur metnaður fyrir því að standa sig vel í þessum málum.“ Ítarlega er fylgst með loftgæðum, árvötn­ um, sjó, gróðri, heyi og grasbítum til að rannsaka styrk flúors, brennisteinstvíoxíðs, brennisteinsvetnis, köfnunarefnisoxíðs og svifryks. Þessar rannsóknir og eftirlit sýna að áhrif Norðuráls á lífríki í nágrenni fyrirtækisins eru og hafa verið hverfandi. Að sögn Ragnars var þetta mjög ánægju­ leg niðurstaða og hann leggur áherslu á að félagið vilji sýna metnað í þessum efnum. Ef umkvartanir koma sé reynt að bregðast við þeim án fordóma. Í kring ­ um verksmiðjuna á Grundartanga er skil greint þynningarsvæði sem ekki er ætlað til reglulegrar beitar eða heyskapar. Þess má geta að Norðurál er með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega ISO 9001­staðlinum. Stefnt er á vottun umhverfis og öryggisstjórnunarkerfa á árinu 2013. raGnar GuðmunDsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.