Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 72
72 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
Kristján Guðmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir hjá Læknastöðinni í
Glæsi bæ, hefur látið málefni
sér fræðilækna sig miklu skipta í
gegnum tíðina. Hefur m.a. verið
formaður samninganefndar
Læknafélags Íslands og var í
stýrihópi velferðarráðherra sem
skilaði tillögum og greinargerð
um heildarskipulag sérfræði-
þjónustu lækna árið 2011.
Kristján er uggandi um fyrir-
hugaða byggingu nýs Land-
spítala. „Verkefnið yrði það um-
fangsmesta sem hið opinbera
hefur tekið sér fyrir hendur og
því þarf að vanda vel til verks-
ins. Ef illa tekst til gæti það haft
alvarlegar afleiðingar fyrir bæði
heilbrigðiskerfið og ríkisfjármál-
in í heild. En því miður er ég
engan veginn sannfærður um
að þeir útreikningar sem lagðir
hafa verið fram og eiga að sýna
fram á sparnað um 2-3 milljarða
á ári með nýjum spítala fái
staðist.“
Kristján heldur því til að mynda
fram að útreikningar á við mið-
unar tölum um kostnað verði nýr
spítali ekki byggður séu bæði
óljósir og innihaldi skekkjur sem
séu nýja spítalanum í hag.
ekki veittur aðgangur að
upplýsingum
„Það er búið að benda á skekkj-
ur t.d. við afskriftir á nýbygg-
ingum, sölu á eldri eignum og
óljósar áætlanir um rekstrar-
kostnað í útreikningunum. Þar
að auki eru aukin göngudeild-
arþjónusta og færri innlagnir
með byggingu sjúkrahótels
einn stærsti sparnaðarliðurinn
sem nefndur hefur verið við
bygg ingu spítalans. Rekstrar -
kostnaður sjúkrahótelsins
kemur hins vegar hvergi fram
í útreikningunum, því hann er
greiddur af Sjúkratryggingum
Íslands. Þannig að þótt spíta-
linn sjálfur spari kostnað með
þessum hætti liggur þarna tals -
verður kostnaður sem fellur á
ríkið sem er hvergi tekinn með,“
segir Kristján.
Hann bætir við að velferðar-
ráðuneytið hafi á síðasta ári
farið í saumana á útreikningun-
um og tilkynnt að þeir stæðust,
en neiti hins vegar að veita
aðgang að gögnunum sem
liggja þar til grundvallar.
„Þessi gögn verða að koma
í dagsljósið til að hægt sé
að leggja óháð mat á hvort
útreikningarnir standist,“ segir
Kristján. Þessu til viðbótar hefur
hann efasemdir um staðsetn-
ingu spítalans og telur að á
einum stórum spítala sé fagleg
samkeppni milli stofnana úr
sögunni sem leiði til stöðn un ar.
Eins setji það starfsfólk í erfiða
stöðu þegar flestir vinna á ein-
um og sama vinnustaðnum sem
er alráður um kjör og vinnu -
aðstæður.
„Vafaatriðin eru einfaldlega
enn of mörg til að það sé verj-
andi að ráðast í jafn gríðarlega
umfangsmiklar framkvæmd-
ir. Í það minnsta þarf miklu
sterkari rökstuðning fyrir því að
þetta verkefni borgi sig,“ segir
Kristján.
Kristján Guðmundsson, Læknastöðinni í Glæsibæ:
Þurfum stErKari röK
fyrir Byggingu nýs
spítaLa
„Bygging nýs
Landspítala
yrði það um-
fangsmesta sem
hið opinbera
hefur tekið sér
fyrir hendur
og því þarf að
vanda vel til
verksins. Ef illa
tekst til gæti það
haft alvarlegar
afleiðingar
fyrir bæði heil -
brigðiskerfið og
ríkis fjármálin í
heild.“
vErðmiðinn Er 85 miLLjarðar
Verkefniafþessaristærðargráðurúmastekkiinnannúverandiríkisfjármálaáætlunarvarðandimarkmiðumaðnáafgangi
áheildarafkomuríkissjóðs,segirígreiningufjármála-ogefnahagsráðuneytisins.
ByGGinG nýS LandSPÍTaLa:
Heildarkostnaður við bygg ingu nýs landspítala er áætlaður 85 milljarðar króna. Framkvæmdin rúmast
ekki innan fjár laga og draga þyrfti úr
öðrum fram kvæmdum verði hafist
handa við bygg inguna. Þetta kom fram í
greiningu á um fangi framkvæmdarinnar
sem unnin var af fjármála og
efnahagsráðuneytinu og sagt var frá í
fréttum í lok febrúar síðastliðinn. Áætlað
er að framkvæmdirnar kosti um 61,5
millj arða króna og um 73,5 milljarða ef
tækjakaupum er bætt við. Við það bæt ist
fjármagnskostnaður upp á um 20 mill j
arða sem eykur heildarkostnaðinn í um
85 milljarða króna, að frádregnum tekjum
sem aflað verður með sölu eigna. Á móti
kemur að færa má 15 milljarða til tekna
hjá ríkissjóði vegna vsk. af verkefninu.
Í greiningunni segir að um sé að ræða
langstærsta fjárfestingarverkefni sem hið
opinbera hefði nokkurn tíma ráðist í. Ljóst
sé að það hafi afgerandi áhrif á þróun
rekstrarkostnaðar við heilbrigðiskerfið.
Verkefni af þessari stærðargráðu rúm
ast ekki innan núverandi ríkis fjármála
áætlunar, hvorki til skemmri tíma litið
hvað varðar markmið um að ná afgangi
á heildarafkomu ríkissjóðs né til lengri
tíma litið hvað varðar markmið um að sá
af gangur fari vaxandi og dugi til að lækka
skuldabyrði hins opinbera umtalsvert,
eða í a.m.k. 60% á innan við áratug, segir í
grein ingunni.
HeiLbriGðisþjónustan