Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Page 13

Víkurfréttir - 11.10.2012, Page 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. október 2012 13 Tölur frá Vinnumálastofnun sýna að dregið hefur úr atvinnuleysi á landinu miðað við sama tíma í fyrra. Í maí 2011 mældist atvinnu- leysi á Suðurnesjum 12,1% en var 9,4% í maí 2012. Það er mun hærra hlutfall en í öðrum landshlutum en næst á eftir Suðurnesjum kemur höfuðborgarsvæðið með 6,3% atvinnuleysi. Yfir landið allt mælist atvinnuleysið 5,6% í maí á þessu ári. Mest hefur dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum samanborið við höfuðborgarsvæðið og landið allt frá því á sama tíma í fyrra. Lítill munur er milli kynjanna en karlar eru 50,3% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá en konur 49,7%. Á Suðurnesjum er hlutfallslega mest atvinnuleysi í Sandgerðisbæ eða 11,4% en minnst í Grindavíkurbæ eða 4,8% sem er undir lands- meðaltali. Samdráttur í útgerð og brotthvarf varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli árið 2006 leiddi til þess að atvinnuleysi jókst fyrr á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum. Ein af aðgerðum ríkis- stjórnarinnar í kjölfar efnahagshrunsins var að lengja tímabundið tímabil atvinnuleysisbóta úr þremur árum í fjögur ár. Margir einstaklingar á Suðurnesjum eru búnir að missa bótaréttinn eða munu missa hann á árinu 2012. Af þeim sem munu ljúka 36 mánaða bótarétti hjá Vinnumálastofnun á árinu eru 16,9% búsettir á Suðurnesjum og einnig 9,6% þeirra sem munu ljúka 48 mánaða bótarétti á árinu. Hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum eru 229 einstaklingar sem hafa verið án atvinnu í meira en tvö ár en það er sambærilegt hlutfall miðað við höfuðborgarsvæðið. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er ennþá töluvert áhyggjuefni á svæðinu. Einstaklingar yngri en 30 ára eru 39% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum en það hlutfall stendur í stað miðað við sama tíma árið 2011. Yfir landið allt er hlutfall atvinnulausra einstaklinga undir 30 ára aldri 32%. Þá eru 11,5% allra einstaklinga á aldrinum 20 - 29 ára sem búa á Suðurnesjum á atvinnuleysisskrá. Getur þú sagt mér í stuttu máli hver munurinn er á milli þeirra tveggja áfanga- skýrsla sem gerðar hafa verið um Suðurnes. Hverjar eru breytingarnar á „ástandinu“ á svæðinu? Fyrri áfangaskýrsla Suður- nesjavaktarinnar kom út í júní 2011 en sú síðari kom út í júní síðastliðnum. Frá því að fyrri áfangaskýrslan kom út má segja að staðan hafi bæði lagast og versnað. Ef við byrjum á atvinnu- málunum þá hefur dregið meira úr atvinnuleysi á Suðurnesjum en á öðrum landssvæðum en hér er hlutfall atvinnuleysis samt sem áður langhæst. Í nýju skýrslunni sjáum við áfram að það eru margir sem eiga í miklum fjár- hagserfiðleikum. Hér á svæðinu er sem dæmi hæst hlutfall heimila í vanskilum, nauðungarsölum hefur farið fjölgandi og fleiri einstaklingar virðast telja einu leiðina að fara í gjaldþrot. Eignir í eigu Íbúðalánasjóðs eru lang- flestar hérna á Suðurnesjum miðað við aðra landshluta eða samtals 579. Til samanburðar eru eignir sjóðsins á höfuð- borgarsvæðinu samtals 352. Á sama tíma árið 2011 voru eignir sjóðsins á Suðurnesjum sam- tals 309 þannig að við erum að sjá gríðarlega aukningu á milli ára. Þá er mikið álag á félags- þjónustur á svæðinu en hjá félags- þjónustunni í Reykjanesbæ hafa framlög til fjárhagsaðstoðar farið langt fram úr áætlun. Fjárhags- legir og félagslegir erfiðleikar gera vart við sig um allt land en því miður skera Suðurnesin sig úr að svo mörgu leyti. Það sem við teljum til jákvæðra breytinga er að með tilkomu atvinnuþró- unarfélagsins Heklunnar hefur tækifærum fjölgað fyrir einstak- linga sem hafa áhuga á að fara út í frumkvöðlastarfsemi en nýjum sprotafyrirtækjum á Ásbrúar- svæðinu hefur fjölgað á undan- förnum mánuðum og eru nú orðin í kringum tuttugu talsins. Hvernig metið þið stöðuna á Suðurnesjum í framhaldi af nýjustu áfangaskýrslunni? Staðan er ekki góð eins og við höfum öll orðið vör við. Stærsta vandmálið á svæðinu er þetta mikla atvinnuleysi því það hefur keðjuverkandi áhrif ef svo má segja. Við erum að glíma við langtímaatvinnuleysi og það er engum hollt að þurfa að upplifa að vera í þeirri stöðu. Álag hefur aukist hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einstaklingar eru farnir að glíma við þyngri og erfiðari vandamál og þurfa meiri stuðning og eftirfylgni. Við í Suðurnesjavaktinni höfum þó einnig viljað leggja áherslu á það jákvæða sem er að gerast á svæðinu en svæðið býr yfir mörgum styrkleikum eins og fram kemur í skýrslunni. Undan- farin tvö ár hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða að hálfu stjórnvalda til þess að styðja við svæðið meðal annars með formlegu samstarfi Suðurnesja- vaktarinnar á sviði velferðarmála, verkefnisstjórar á vegum mennta- málaráðuneytisins hafa unnið að því að efla menntun á svæðinu og atvinnuþróunarfélagið Heklan var stofnað. Hér á svæðinu eru einnig í boði fjölmörg virkni- og starfsendurhæfingarúrræði og atvinnu- og námstækifærum hefur fjölgað með úrræðum á borð við Atvinnutorg, Vinn- andi vegur og Nám er vinnandi vegur þannig að flestir ættu að geta fundið úrræði við sitt hæfi. Það er hins vegar nauðsynlegt að fleiri einstaklingar sem á þurfa að halda sæki þessi úrræði. Á hvað ber helst að leggja áherslu á á Suðurnesjum m.v. niðurstöðu skýrslunnar? Við teljum mikilvægt að þeir einstaklingar sem eiga í hvað mestum erfiðleikum sæki sér aðstoð fyrr en síðar og fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það skiptir svo miklu máli sérstaklega fyrir atvinnuleitendur að halda sér í virkni þar til vinnan býðst, sem hún mun á endanum gera. Það þarf að styðja betur við atvinnustarfsemi á svæðinu og búa vel í haginn fyrir stofnun nýrra fyrirtækja. Í skýrslunni kemur einnig fram að mennt- unarstig einstaklinga á Suður- nesjum er lægra en annars staðar á landinu. Í nýlegri könnun Capacent Gallup kom fram að viðhorf til menntunar á Suður- nesjum er mjög jákvætt og við þurfum að vera duglegri að nýta okkur námstækifærin og það er einnig hlutverk okkar for- eldranna að hvetja börnin okkar til frekara náms. Það er einnig mikilvægt að starfsfólk í vel- ferðarþjónustu fái góðan stuðning og sé í góðum tengslum við hvert annað því það gerir vinnuna auðveldari og fólkið nýtur góðs af. Suðurnesjavaktin stóð meðal annars fyrir starfsdegi fyrir fólk í velferðarþjónustu á síðasta ári sem tókst einstaklega vel og þar kom vel í ljós hve frábært starfs- fólk við höfum hérna á svæðinu við að sinna þessum málum. Þannig að við teljum að það þurfi að hlúa vel að mannauðnum á svæðinu á meðan við göngum í gegnum þetta erfiða tímabil. Hvert er starf Suðurnesja- vaktarinnar? Hversu oft kemur þessi hópur saman? Suðurnesjavaktin var sett á laggirnar í lok árs 2010 að ósk heimamanna til þess að efla og styrkja samstarf á sviði velferðar- mála þvert á öll sveitarfélögin á svæðinu. Suðurnesjavaktin er hluti af starfsemi velferðar- vaktarinnar sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins. Í Suður- nesjavaktinni eru fulltrúar lykil- aðila í velferðarmálum á svæðinu. Þar sitja allir félagsmálastjórarnir, fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Vinnumálastofnun, mörgum menntastofnunum, kirkjunni, stéttarfélögum, Sam- bandi sveitarfélaga á Suður- nesjum, Sýslumanninum í Keflavík, Umboðsmanni skuldara, Íbúðalánasjóði og Rauða krossinum. Við hittumst mánaðarlega og leggjum áherslu á að kortleggja svæðið vel og að hafa ávallt uppfærðar tölulegar upplýsingar sem og aðrar upp- lýsingar um stöðuna á svæðinu sem við höfum svo meðal annars notað við gerð áfangaskýrslnanna. Suðurnesjavaktin tók einnig saman bækling um úrræði og athafnir sem eru í boði á svæðinu á sviði velferðarmála og hefur nýst vel í þjónustu við einstak- linga og leitt til nánara samstarfs. Við höfum hvatt til samstarfs um tiltekin verkefni en þar má til dæmis nefna samstarf fulltrúa foreldrafélaga á öllu svæðinu. Hvert er framhaldið hjá Suðurnesjavaktinni. Verður því starfi haldið áfram næstu ár? Suðurnesjavaktin mun starfa að minnsta kosti til áramóta en það mun koma í ljós á næstunni hvort eða með hvaða hætti samstarfið heldur áfram á komandi ári. námsdýragarð, Skessuhelli, Fræðasetrið í Sandgerði, Salt- fisksetrið í Grindavík og fleira. Ferðaþjónusta Síðustu ár hefur starfsemi í ferða- þjónustu færst í aukana á Suður- nesjum. Öll sveitarfélögin hafa að geyma spennandi aðdráttarafl fyrir ferðamenn og má þar nefna Fræðasetrið í Sandgerði, Garðskagavita og fjöl- breytt fuglalíf þar í kring, Duushús og Víkingaheima, Kvikuna sem er auðlinda- og menn- ingarhús í Grindavík, að ógleymdu Bláa lón- inu. Heilsutengd ferða- þjónusta hefur farið vaxandi á svæðinu þar sem bæði innlendir og erlendir einstaklingar eiga kost á að sameina lækningameðferðir og ferðalag um landið. Á Ásbrú er einnig unnið að uppbygg- ingu heilsuþorps og á svæðinu er verulegt framboð af húsnæði fyrir margþætta starfsemi. Nálægðin við alþjóðaflugvöll hefur komið sér vel fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Fyrirtæki og önnur starfsemi Starfsemi í tengslum við Kefla- víkurflugvöll, Hitaveitu Suðurnesja og Helguvík er mikill styrkleiki fyrir svæðið sem mun koma til með að styrkjast enn frekar á næstu árum. Á Ásbrú, gamla varnarliðssvæðinu, hefur fjöldi fyrirtækja sest að, bæði rótgróin fyrirtæki og frumkvöðlafyrirtæki. Í frumkvöðlasetrinu Eldey eru starfandi um 18 sprotafyrirtæki í tengslum við atvinnuþróunar- félagið Hekluna. Á svæðinu er nóg framboð af húsnæði og tækifærin því mörg. Þróunar- félag Keflavíkur, Kadeco, sér um að koma fasteignum á svæðinu í notkun og vinnur markvisst að því að laða að fleiri fyrirtæki. Atvinnumálin „Öll sveitarfélögin hafa að geyma spennandi aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn“ n Suðurnesjavaktina skipar samstarfshópur, sem er fjölbreyttur hópur lykil- fólks á Suðurnesjum þar á meðal allir félagsmálastjórar svæðisins, fulltrúar frá verkalýðshreyfingunni og Rauða krossinum og fulltrúar sex ríkisstofnana, fulltrúi kirkjunnar og skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Suðurnesja- vaktin er óháður greiningar- og álitsgjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmunasamtaka og fylgir þeim eftir. Verkefnisstjóri Suðurnesjavaktar- innar er Lovísa Lilliendahl. Hún svaraði nokkrum spurningum blaðsins. StAðAn hefur bæði lAgASt og verSnAð SUÐURNESJAVAKTIN 39% atvinnulausra yngri en 30 ára

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.