Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Side 15

Víkurfréttir - 11.10.2012, Side 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. október 2012 15 ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM TILLÖGUR STJÓRNLAGARÁÐS AÐ FRUMVARPI TIL STJÓRNSKIPUNARLAGA 20. OKTÓBER 2012 Kjörskrá og kjörstaðir í Reykjanesbæ. Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem fram fer þann 20. október 2012 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar frá og með 10. október 2012 fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kjörfundur fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Ásbrú er í Akurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Ytri Njarðvík er í Njarðvíkurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Keflavík er í Heiðarskóla Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420-4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara 20. október 2012 Mánudag 15. október til laugardags 20. október verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla sem hér segir á skrifstofum embættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, neðri hæð, Grindavík: Reykjanesbær: Alla virka daga frá kl. 08:30 til 19:00 Á kjördag, laugardaginn 20. október, verður opið frá kl. 10:00 til 12:00. Grindavík: Alla virka daga frá kl. 8:30 til 13:00 Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra fer fram 16.-18. október nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum. Sýslumaðurinn í Keflavík 10. október 2012 Þórólfur Halldórsson sýslumaður

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.