Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Page 19

Víkurfréttir - 11.10.2012, Page 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. október 2012 19 Valgerður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri menningarsviðs og forstöðumaður safnsins, var með stutta framsögu þar sem hún stiklaði á skyldum safnsins, stefnu, markmiðum og því umhverfi sem opinbert safn starfar í. Í pallborði sátu einnig Hermann Árnason for- maður Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ, Björgvin Björg- vinsson formaður Ljósops félags áhugaljósmyndara og Inga Þórey Jóhannsdóttir sem sæti á í listráði safnsins. Tæplega 30 manns, margir úr hópi sýnenda, tóku þátt í umræðunum sem voru bæði gagnlegar og áhuga- verðar. Helstu niðurstöður voru þær að mikill vilji er hjá safninu til að styðja vel við grasrótina og vera í góðu samstarfi við menningar- félögin í bænum. Sömuleiðis kom fram að listiðkendur á svæðinu eru almennt mjög ánægðir með þá aðstöðu sem bærinn hefur skapað þeim og telja hana með því besta sem gerist á landinu. Hér fái allir að- stöðu til að leggja stund á sína list- sköpun án þess að þurfa að greiða fyrir það dýrum dómum. Þátt- takendur lýstu líka mikilli ánægju með þetta framtak Listasafnsins að standa fyrir samsýningunni Allt eða ekkert og kölluðu eftir frekari forgöngu Listasafnsins í að hrinda verkefnum í þessum dúr af stað. F rset kosningar 30. júní 2012 Þjóðaratkvæðagreiðsla, laugardaginn 20. október 2012 Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 20. október nk., samkvæmt þingsályktunartillögu Alþingis frá 24. maí 2012, sem ályktaði að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Atkvæðagreiðslan fer fram á grundvelli laga nr. 91/2010 um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Sandgerðisbæjar í Vörðunni, Miðnestorgi fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki. Kjörstaður opnar kl. 9:00 og lokar kl. 22:00. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum í Sandgerði og í síma 899-6317. Kjörstjórn Sandgerðisbæjar Á tali hjá Listasafni Reykjanesbæjar L augardaginn 6. október stóð Listasafn Reykjanesbæjar fyrir málþingi í tengslum við yfirstandandi sýningu, Allt eða ekkert, samsýningu 55 listamanna af Suðurnesjum, leikra og lærðra. Mark- miðið með málþinginu var að velta fyrir sér hlutverki, stöðu og stefnu Listasafnsins og tengslum og hlutverki safnsins í samstarfi við gras- rótina á svæðinu sem er í miklum blóma. ALMENNAR RAFLAGNIR Viðhald og breytingar á raflögnum Nýlagnir og endurnýjun raflagna Rafmagnstöflur Tölvu- og símalagnir Sjónvarpslagnir Dyrasímar Ekkert sem tilheyrir raflögnum og rafmagni er okkur óviðkomandi. Við leggjum áherslu á fagmannleg vinnubrögð og góða umgengni. Við komum á staðinn, gerum úttekt á raflögnum og ástandi þeirra og veitum ráðleggingar um framhaldið. Brekkustíg 16 - Reykjanesbæ - S: 612-5552, 611-5552 og 421-4426 Silja Dögg Gunn-arsdóttir, skjala- stjóri og aðstoðar- maður framkvæmda- stjórnar HS Orku og varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti Fram- sóknarf lokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Silja Dögg er 38 ára gömul, þriggja barna móðir, búsett í Innri-Njarð- vík og gift Þresti Sigmundssyni. Silja Dögg er sagnfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað sem blaðamaður, ritstjóri, lögreglumaður, kenn- ari og rekið eigið fyrir- tæki. Silja Dögg tók sæti s e m v ar ama ð u r í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar vorið 2010 og er í stjórn Atvinnu- og hafnaráðs Reykja- nesbæjar. Silja Dögg hefur hefur verið í stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar síðan 2010 og á sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins og í landsstjórn Lands- sambands Framsóknarkvenna. Að undanförnu hafa kennslu-ráðgjafar á Fræðsluskrif- stofu Reykjanesbæjar og sér- kennarar grunnskólanna skimað lestrargetu nemenda í 9. bekk með greiningartækinu LOGOS. Niðurstöður skimunarinnar eru nýttar til að bregðast við ef þær sýna að lestrargetu er ábótavant hjá einstaka nemendum svo hægt sé að aðstoða þá, kennara þeirra og for- eldra, við að bæta lestrarfærnina. Tryggja þarf að nemendur með lestrarerfiðleika fái aðstoð og geti nýtt sér þá tækni og búnað sem í boði er sem sífellt verður betri og fjölbreyttari. Einnig stendur til að skima lestrar- getu nemenda í 6. bekk í nóvember og í 3. bekk í janúar 2013. Skimun á lestrargetu nemenda Silja sækist eftir 2. sæti Framsóknar ÞaRFTU að aUglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is REYKJANESBÆR FRAMBOÐ

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.