Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Síða 21

Víkurfréttir - 11.10.2012, Síða 21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. október 2012 21 PISTILL Kjøp din egen sjokolade neste gang! É g var á ráðstefnu í Osló og stóra systir sem hefur verið búsett í Noregi í 25 ár hafði bent mér á kaffihús við Karl Johans götu þar sem fengist gott kaffi og ljúffengt, handgert konfekt. Fátt betra eftir langan vinnudag en að fá sér góðan latte og súkkulaði svo ég fór að ráðum hennar. Þegar ég kom inn á þetta tiltekna kaffihús var setið við öll borð og eitt andartak hélt ég að ég þyrfti að sleppa þessari óskastund. Ég ákvað að athuga hvort ég gæti ekki tyllt mér hjá einhverjum öðrum og spurði mann á miðjum aldri sem sat einn við fjögurra manna borð hvort ég mætti setj- ast þar og hann hélt það nú. Fór svo og pantaði mér latte og fimm konfektmola og bað þjónustu- stúlkuna að velja bestu molana og pakka þeim þannig inn að ég gæti tekið þá með mér. Því næst fór ég á salernið en þegar ég kom til baka var búið að setja kaffi- bollann og molana á borðið en ekki voru þeir innpakkaðir eins og ég bað um heldur á penum kökudisk á miðju borði. Norskan mín skilst þá ekki betur en þetta, hugsaði ég með mér en gat ekki beðið eftir að smakka þetta yndisfagra góðgæti sem var greinilega búið að nostra við og var því ekkert að amast yfir þessu. Ég kom mér vel fyrir með latteið og súkkulaðið fyrir framan mig og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Valdi mér einn konfektmola og svei mér þá ef það var ekki rétt sem var alltaf verið að segja, súkkulaði er allra meina bót. Vellíðan helltist yfir mig og ég fann hvernig spennan minnkaði í líkamanum. Þá gerðist nokkuð ótrúlegt, þegar maðurinn sem sat við borðið gerir sér lítið fyrir og fær sér einn konfektmola. Já, já, tekur einn rándýran, handgerðan mola og treður upp í sig eins og ekkert sé sjálfsagðara. Mér krossbrá því fyrir utan dónaskapinn þá var ég búin að ákveða að ég fengi mér kannski tvo mola og rest- ina tæki ég með mér og ætti til góða. En nú voru bara þrír molar eftir og ég fann ergelsið og spennuna hellast yfir mig. Ég horfði á manninn hvössum augum um leið og ég fékk mér annan mola og var að vona að samviskubitið mundi buga hann og ég fengi afsökunarbeiðni. Ég hugsaði ,,þið náðuð kannski völdum yfir Íslend- ingum árið 1262 en þú skalt ekki halda að þú komist upp með þetta núna“. En hann var svellkaldur og horfði bara á mig á móti og fékk sér ANNAN mola og ég missti andlitið. Einn moli eftir og mann- inum að takast að eyðileggja fyrir mér þessa stund sem lofaði svo góðu í byrjun. Ég beið ekki boðanna og hrifsaði síðasta molann og tróð honum upp í mig, enn með þann fyrri upp í mér. Með úttroðinn munninn af súkkulaði horfði ég á mann- inn með manndrápsaugum sem hafði þau áhrif að hann stóð upp og settist við annað borð. Þessi dónalegi Norðmaður var gjör- samlega búinn að eyðileggja ,,minn-tíma“ þennan daginn og ég sá fyrir mér að næsti pistill mundi fjalla um ,,norska yfirgang- inn“ sem hefur verið viðloðandi síðan á Sturlungaöld. Óforskammaðir Norðmenn sem veigra sér ekki við að valta yfir allt og alla, stela konfektmolum af saklausum Íslendingum af því þeir eru svo nískir á olíuauðinn sinn. Hvað næst, kaffið manns drukkið og slefað ofan í vatnsglasið! Hann mátti bara ekki komast upp með þetta. Hvernig átti ég að bregðast við - mér fannst þjóðarstoltið liggja að veði. Ég fylgdist með manninum og sé þegar þegar þjónninn kemur með stóran bolla af heitu súkkulaði með rjóma og setur fyrir framan hann og pollrólegur hrærir hann í bollanum eins og ekkert glæpsam- legt hafi átt sér stað. Ég finn að ég er búin að fá nóg, tek saman dótið mitt og labba í átt að útidyrunum. Áður en þangað var komið stoppaði ég við borð mannsins, beygi mig niður að honum, horfi djúpt í augu hans, hrifsa af honum skeiðina og hræri með látum í bollanum svo slettist upp úr. Tók mér síðan gúlsopa þannig að ég fann hvernig rjómaskeggið lagðist á efri vörina og súkkulaðitaumarnir láku niður munnvikin og sagði svo ákveðin: kjøp din egen sjokolade neste gang! Hann horfði á mig skelfingu lostinn en ég lét það ekki á mig fá. Ég labbaði örugg í fasi sem fulltrúi íslensku þjóðarinnar, í gegnum kaffihúsið í átt að dyrunum, og skilaboðin voru skýr: svona nokkuð látum við Íslendingar ekki bjóða okkur. Ekki laust við að ég titraði örlítið þegar ég nálgaðist útidyrnar og brá þegar það er kippt í annan handlegginn og á móti mér stendur þjónninn og segir: du må ikke glemme din sjokolade! Ég missti mátt- inn í fótleggjunum á sama tíma og hann rétti mér fallega innpakkað konfektið! Það þýddi þá að konfektmolarnir á borðinu voru í eigu....... tilgi meg, alle mine norske venner! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér www.facebook.com/Hamingjuhornid ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Anna Lóa ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA Með vísan til 5. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010, sbr. ályktun Alþingis 24. maí 2012, fer fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, 20. október nk. Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 2. hæð. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Kjörfundur verður í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00. Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í grunnskólanum á kjördag. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn Grindavíkurbæjar UM TILLÖGUR STJÓRNLAGARÁÐS AÐ FRUMVARPI TIL STJÓRNSKIPUNARLAGA, 20. OKTÓBER 2012 Ökumenn við skóla til sóma Lögreglan á Suðurnesjum hélt uppi eftirliti með umferð við grunnskóla og leikskóla í um- dæminu í vikunni. Allir þeir öku- menn sem áttu leið um viðkom- andi götur voru í öryggisbeltum og enginn ók yfir hámarkshraða. Ástand var því í góðu lagi að öllu leyti nema því að nokkrir foreldrar höfðu lagt bílum sínum uppi á gangstétt við einn leikskólann og skapað þar með óþægindi fyrir gangandi vegfarendur. Lögregla ræddi við ökumennina, sem þetta gerðu og lofuðu þeir að láta þetta ekki koma fyrir aftur. Mannlaus bíll með kerru rann tugi metra Mannlaus sendibifreið með kerru aftan í lagði af stað frá útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík fyrir helgi, rann niður bratta brekku, áfram yfir götu og hafnaði á grjótgarði við höfnina. Bílnum hafði verið lagt á bíla- stæði við Vísi og rann hann tugi metra áður en grjótgarðurinn stöðvaði ferð hans. Af förum eftir hann að dæma hafði hann rétt sneytt fram hjá ljósastaur í brekkunni. Farmur var á kerr- unni sem hann dró. Minni háttar skemmdir urðu á bíl og kerru.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.