Víkurfréttir - 11.10.2012, Side 22
fimmtudagurinn 11. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR22
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
Þjónustumiðstöðin
Nesvöllum
Vikan 11. - 17. okt. nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og
leirnámskeið • Handavinna
• Leikfimi - dans- boltaleikfimi.
• Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur
• Bridge • Hádegismatur •
Síðdegiskaffi • Bókaútlán
Léttur föstudagur 12. október nk.
Dönsum saman á Nesvöllum
föstudaginn 12.október n.k. kl. 14:00
Línudanshópur frá Glóð í Kópavogi
kemur í heimsókn ásamt
Óla Geir danskennara.
Allir velkomnir
Nánari upplýsingar í
síma 420 3400 eða á
www.nesvellir.is/
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
ÓSKAST
Íbúðarhúsnæðið óskast.
Við erum par með 2 börn sem
óskum eftir 4 herbergja íbúð
eða stærri í Keflavík sem fyrst,
helst í Heiðarskólahverf inu.
Höfum meðmæli ef þess er óskað.
Upplýsingar í síma 869 2112.
Íbúð óskast.
3 - 4ra herbergja íbúð óskast til
leigu í Keflavík eða Njarðvík. Er
með hund. Uppl. í síma 691 9847.
ÞJÓNUSTA
Vagnageymslur í vetur
hjá Alex ferðaþjónustunni ,
k r. 7 5 0 0 , - l e ngd ar m e t e r i n n
tímabilið. Uppl. alex@alex.is
eða 421 2800 á skrifstofutíma.
Geymsluhúsnæði
Geymslupláss fyrir tjaldvagna,
fellihýsi og húsbíla til leigu.
Upplýsingar í síma 861 9339.
Vandaðar gelneglur!
Jóa heiti ég og er naglafræðingur.
Er að gera gelneglur í heimahúsi í
Njarðvík. Bókanir/
upplýsingar í síma 772 8296.
GÆLUDÝR
Hundapössun !
Hæ hæ ég heiti Hafrún Júlía og er 9
ára frá því í júlí. Bý í Reykjanesbæ.
Ég er til í að passa hunda ef þið
eruð í vandræðum með pössun.
En hundurinn má ekki vera stór af
því að þá ræð ég ekki við hann. Ef
þú vilt hringja í mig er síminn hjá
mér 774 5266 og ég tek 500 kr á
klukkutíma. En ef hundurinn er
óþægur tek ég 1000 kr.
Kortið prýðir vatnslitamynd
eftir Stefán Jónsson
Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar
Minningarkortin fást hjá Víkurfréttum,
Krossmóa 4a, Reykjanesbæ.
Opið alla virka daga kl. 09-17
PÓSTKASSINN
n Björgvin Jónsson skrifar:
Þegar ég var yngri heyrði ég reglulega talað um
ungmenna-
félagsandann.
Þá var átt við
félagsskap þar
sem fólk kom
saman og vann
sjálfboðavinnu.
Ég man eftir
því að fót-
boltavöllurinn í mínum gamla
heimabæ Garðinum, var alfarið
reistur í sjálfboðavinnu, eins
og fótboltavöllurinn í Njarðvík.
Allir lögðu sitt af mörkum og
skipti engu hvort um var að ræða
fyrirtæki, konur eða karla.
Hvað er ungmenna-
félagsandi?
Ég hafði ekki heyrt þetta orð í háa
herrans tíð fyrr en mágur minn
stofnaði Júdódeild Njarðvíkur þar
sem ungmennafélagsandinn átti að
vera í hávegum hafður. Hugsjónin
höfð að leiðarljósi, eins og áður
fyrr. Hann vildi byggja upp deild
sem gæti orðið sjálfbær og þar
sem öll börn og ungmenni hefðu
jafnan rétt til að stunda íþróttina,
hver sem staða þeirra eða foreldra/
forráðamanna væri. Hugmyndin
var sú að þjálfarar, foreldrar og
börn ynnu saman að því að skapa
íþróttafélag, byggða á þessum
margumrædda ungmennafélags-
anda. En hvaðan er hugtakið
ungmennafélagsandi komið?
Á sambandsþingi Ungmennafélags
Íslands árið 2005 var ungmenna-
félagsandinn skilgreindur á
þennan hátt: Ég er heiðarleg(ur)
og hlýði samvisku minni skynsam-
lega. Ég treysti öðrum og mér er
treystandi. Ég veit að ég hef ekki
alltaf rétt fyrir mér, þess vegna
hlusta ég og læri. Ég ber virðingu
fyrir mér og öðrum og vil að aðrir
beri virðingu fyrir mér. Ég anda að
mér hreinu lofti, borða hollan mat
og hreyfi mig reglulega svo að mér
líði vel. Ég nota ekki vímuefni. Ég
tek þátt, mér og öðrum til ánægju.
Ég stefni á sigur, samgleðst með
sigurvegurunum og get sett mig
í spor þeirra sem verða undir. Ég
lifi lífinu lifandi og nýt þess sem
á vegi mínum verður. Ég vil deila
með öðrum og skila því sem lífið
lánar, bættu til komandi kynslóða.
Í kjölfarið var Björn B. Jóns-
son, þáverandi formaður UMFÍ
spurður nánar um skilgreiningu
ungmennafélagsandans og hvernig
hann fléttist inn í nútímann. Hans
svar var svona: “Ungmenna-
félagsandinn hefur aldrei virkað
betur en í dag, í nútímaþjóð-
félaginu, þegar alls staðar leynast
hættur fyrir ungt fólk. Andinn
virkar þannig að mörg þúsund
ungmennafélagar vinna sjálf-
boðavinnu um allt land og svo
virðist sem ungmennafélögin séu
tilbúin til að leggja mikið á sig til
að unga fólkið fái sín tækifæri.”
Allir sitja við sama borð
Þjálfarar og stjórn Júdódeildar
Njarðvíkur hafa undanfarið ár
lagt á sig mikla vinnu til að gefa
öllum börnum og ungmennum á
svæðinu tækifæri til að iðka júdó.
Ákveðið var að innheimta ekki
æfingagjöld og hefur deildin því
alfarið verið rekin af styrktarað-
ilum og sjálfboðavinnu. Við
hjá Júdódeild UMFN höfum
ítrekað verið spurð út í hvenær
við ætlum að fara að rukka inn
æfingagjöld. Því er auðsvarað. Svo
lengi sem þjálfarar, foreldrar og
styrktaraðilar vinna saman að því
að halda deildinni gangandi mun
Júdódeild UMFN halda áfram
að þjálfa börn og unglinga án
endurgjalds. Við viljum blása lífi
í ungmennafélagsandann á ný og
gefa öllum börnum í Reykjanesbæ
og nágrenni tækifæri til að þjálfa
íþrótt sem eflir líkamlegt, félagslegt
og andlegt heilbrigði. Með því að
innheimta engin æfingagjöld sitja
ALLIR við sama borð. Júdódeild
UMFN mun því leyfa börnum
og unglingum að æfa án endur-
gjalds eins lengi og mögulegt er.
Áframhaldandi upp-
bygging deildarinnar
Við megum ekki gleyma grunn-
gildum ungmennafélagshreyf-
inganna. Ég tel að það hafi aldrei
verið mikilvægara en nú að standa
vörð um íþróttaiðkun barna og
unglinga og byggja yngstu kyn-
slóðinni þannig bjartari framtíð.
Íþróttir og félagsstörf eru frábær
forvörn gegn sjúkdómum, fíkn
og félagslegum kvillum og því
nauðsynlegt að möguleiki barna
og unglinga til að stunda íþróttir
sé ekki skertur vegna fjárhagslegra
stöðu foreldra. Það eru vissulega
mjög margir sem sinna óeigin-
gjörnu starfi fyrir hin ýmsu félög
og deildir en alltaf vantar gott fólk
til starfa við góð málefni. Ég vil
því hvetja alla Suðurnesjamenn að
taka höndum saman og finna ung-
mennafélagsandann hjá sér aftur.
Björgvin Jónsson, formaður
Júdódeildar UMFN
Hver stal ungmenna-
félagsandanum?
Vin
sæ
lt
Mest
lesið á vf.is
Fréttir | 04. október 2012
Barn tekið úr
barnavagni
- fannst í næsta
húsgarði
Mannlíf | 08. október 2012
Gaf tvær milljónir
króna til tölvu-
kaupa
Fréttir | 08. október 2012
Með 29 ketti
á heimilinu
Íþróttir | 04. október 2012
Guðjón Þórðar rek-
inn frá Grindavík
Vefur Víkurfrétta
var 19. mest lesni
vefurinn á Íslandi
í liðinni viku!
síðustu 7 sólarhringa
Þann 13. október 2012 munu millj-ónir manna á vegum Heimssam-
bands KFUM og KFUK koma saman
til þess að setja nýtt heimsmet.
Heimsáskorun KFUM – 2012 „Hoop
Springs Eternal“ er viðburður skipu-
lagður þann 13. október 2012 til þess
að fagna starfi KFUM og KFUK um
allan heim á sviði valdeflingar ungs
fólks. KFUM og KFUK félög munu
skipuleggja viðburði þar sem að öllum
þátttakendum og fleirum verður boðið
að skjóta á körfu. Viðburðirnir verða
fjölmargir á þúsundum staða um allan
heim.
Viðburðurinn hefst í Nýja-Sjálandi kl.
8.00 á staðartíma að miðnætti sama
dag á Hawai. Þennan dag verða fjöl-
mörg samfélög og fjöldi menningar-
heima tengd saman í gegnum beina
veflýsingu og samfélagsmiðla.
Við hér á Íslandi tökum vitanlega
virkan þátt í þessum stórmerkilega
viðburði og verðum með dagskrá á
Akureyri, í Reykjanesbæ, Vestmanna-
eyjum, Hveragerði, Borgarnesi og í
Reykjavík.
Hér í Reykjanesbæ ætla bæði börn
og unglingar ásamt leiðtogum sínum
að vera áberandi á ýmsum stöðum
hér í bæ og bjóða fólki að taka þátt
í átakinu. Hver hópur hefur útbúið
sitt eigið körfuboltaspjald eftir sínum
hugmyndum og með því kynna bæði
KFUM og KFUK starfið og mikilvægi
íþrótta og hreyfingar.
Heimsáskorun KFUM og KFUK
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð
og hlýju við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa okkar,
Garðars Brynjólfssonar,
Krossholti 15, Keflavík.
Helga Auðunsdóttir,
Anna Guðrún Garðarsdóttir, Sigurjón Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SVIÐAVEISLA
KEFLAVÍKUR
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun reiða fram
alvöru sviðaveislu föstudaginn 19. október nk. í
félagsheimili Keflavíkur að Sunnubraut 34.
Sviðaveislan hefst kl. 19:30 en húsið opnar 18:30.
Framreidd verða bæði heit og köld svið
ásamt dýrindis meðlæti.
Látum ekki þjóðlegan herramannsmat íslenskra forfeðra
vorra framhjá okkur fara!
Verð: kr. 3500,- á mann.
Nánari upplýsingar og miðapantanir gefa:
Ólafur Ásmundsson - s: 664 0375 - oli@velao.is
Birgir Már Bragason - s: 618 5155 - biggi@keilir.net