Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.09.2007, Page 4

Bæjarins besta - 06.09.2007, Page 4
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 20074 Vinna hjá einni fremstu rannsóknarmiðstöð heims Tveir ungir Vestfirðingar, Tómas Árni Jónasson og Hlynur Grétarsson eyða sumr- inu við nám og störf hjá stórri rannsóknarstofnun í Genf í Sviss, nánar tiltekið hjá evr- ópsku rannsóknamiðstöðinni í öreindafræði, CERN. Þeir dvelja í Sviss ásamt á annað hundrað annarra sumarnema við stofnunina. Margir kann- ast við CERN úr bók Dan Brown, Angels and Demons, en sagan gerist að einhverju leyti á stofnuninni. Þeir félag- arnir taka það þó strax fram að einhverjar staðreyndir sem koma fram um stofnunina í bókinni séu heldur ýktar. –Hvernig kom það til að þið fóruð til Sviss? Tómas: „Í Háskóla Íslands er í boði námskeið sem heitir kjarna- og öreindafræði. Þeim sem fara á þetta námskeið stendur til boða að fara til CERN. Ég átti eftir að fara á námskeiðið, en Hlynur var í honum og sagði mér frá CERN. Ég ákvað síðan að sækja um.“ Hlynur: „Oftast komast um einn til tveir nemendur frá HÍ út á hverju ári, en þar sem enginn fór í fyrra áttum við eitt sæti inni og vorum þrír sem komumst að þessu sinni, við tveir og Friðrik Freyr Gauta- son“ –Hvað eruð þið að læra í Háskóla Íslands? Hlynur: „Hátæknieðlis- fræði.“ Tómas: „Hátæknieðlisfræði og hugbúnaðarverkfræði – í rauninni verkfræði með tölv- unarfræði.“ –Ertu þá í tvöföldu námi? Tómas: „Já, ég útskrifast með tvær gráður, eða stefni allavega að því. Ég næ nú ekki að klára báðar grein- arnar á þremur árum en hugsa að fjögur ár dugi til.“ –Segið mér aðeins frá þess- ari stofnun, CERN. Hlynur: „CERN er kjarn- eðlis- og rannsóknarstofnun Evrópu. Rannsóknirnar sem gerðar eru hér beinast að því að auka skilning á helstu und- irstöðum eðlisfræðinnar.“ Tómas: „CERN er talin fremsta stofnun sinnar tegund- ar í heiminum, en fyrir þá sem til þekkja er hún á svipuðum skala og Fermilab-stofnunin í Bandaríkjunum. Ein helsta ástæðan fyrir því hvað CERN stendur framarlega er sú að hér er verið að ljúka við bygg- ingu stærsta öreindahraðals í heimi.“ –Öreindahraðall? Hlynur: „Já, nýi öreinda- hraðallinn, yfirleitt kallaður LHC, er hringlaga tæki sem beinir öreindum eftir brautum í gífurlegri orku og lætur þær rekast á. Þegar þær rekast á getum við lært um innviði agnanna. Þessu má líkja við þegar bílar í árekstri leysast upp í marga parta.“ Tómas: „Árekstrarnir gerast innan í sérstökum nemum, en þeir eru nokkrir staðsettir í hraðalinum. Stærstu tveir nemarnir heita CMS og Atlas. CMS er 13.000 tonn, 21 metri á lengd og 15 metrar í þver- mál. Atlas er ekki nema 7000 tonn en er heldur stærri en CMS, 45 metrar á lengd og 25 metrar í þvermál. Til gamans má geta þess að Eiffelturninn er einmitt um 7000 tonn. Hraðallinn er 27 kílómetrar á lengd og grafinn um 100 metra niður í jörðina.“ Hlynur: „Þegar öreindirnar rekast hver á aðra myndast hundruð einda og með því að skoða brautir agnanna er hægt að færa sönnur fyrir kenning- um sem eðlisfræðingar hafa verið að vinna að undanfarin ár. Í LHC gerast þessir árekstr- ar milljón sinnum á sekúndu og framleiðir CERN því gífur- legt magn gagna.“ Tómas: „CERN er reyndar „stærri“ en Google, er síðast var að gáð, það er í samhengi gagnaflutnings og gagnageymslu.“ Hlynur: „LHC hefur verið í byggingu í um 15 ár og verður hann settur í gang í maí 2008. Það eru því mjög spennandi tímar fyrir höndum. Meðal annars á að reyna að finna þyngdareindina, en það verður eitt helsta viðfangsefnið.“ – Eru stöður ykkar hjá CERN einskonar starfsþjálf- un? Tómas: „Nei, ekki beint, þetta er kannski frekar í áttina að vera sumarskóli, allavega kallast þetta „Summer student program“. „Prógrammið“ er tvískipt. Annars vegar erum við á fyrirlestrum sem fjalla aðallega um kjarna- og ör- eindafræði. Hins vegar erum við í vinnu, sem er stærsti hlutinn af þessu. Allir sumar- nemarnir eru settir í vinnu- hópa og við fáum verkefni sem við kljáumst við í sumar.“ Hlynur: „Við fáum reyndar ekki borgað fyrir vinnuna vegna þess að Ísland er ekki aðildarríki að Evrópusam- bandinu. En þau lönd sem eru aðilar leggja mikla peninga í stofnunina og fá krakkarnir frá þeim löndum greiddan allan kostnað. Við hinsvegar fengum styrki, aðallega frá H.Í., en einnig frá Orkuveitu Reykjavíkur og svo fyrirtækj- um og góðum mönnum að vestan og viljum við nota tækifærið og þakka þeim fyrir stuðninginn.“ –Hvernig verkefnum eruð þið að vinna að við stofnun- ina? Tómas: „Vinnan mín teng- ist dreifðum tölvukerfum og þá sér í lagi dreifðum gagna- geymslukerfum. Eins og áður sagði verður til gífurlegt magn gagna hjá CERN sem eru geymd í gagnageymslum. Fjölmargar stofnanir og há- skólar um allan heim koma að rannsóknunum og þurfa að fá aðgang að gögnunum. Þessi gögn má nálgast í gegnum kerfið sem ég er að vinna við. Minn partur snýr að pökk- un og afpökkun á gagnasettum til að auðvelda niðurhal gagnanna þar sem stundum eru gagna- settin samansett úr mörg hundruð eða þúsund skrám sem eru allt frá nokkr- um megabætum upp í nokkur terabæti.“ Hlynur: „Mitt verkefni er fólgið í athugunum á geisla- pípunni sem inniheldur geisl- ann/agnirnar sem verið er að hraða í LHC. Ég skoða hvern- ig þvermál geislapípunnar breytist með tilliti til staðsetn- ingar og hvort að snarpar breytingar eiga sér stað. Mikil- vægt er að ekkert sé inni í þessum pípum og alls engar snarpar breytingar á lögun hennar því þá aukast líkurnar á árekstri geislans við veggi pípunnar. Til gamans má geta að orkan sem eitt stykki geisli hefur, þegar búið er að ná há- markshraða, er svipuð og orka 747 Boeing þotu við lendingu. Það yrði því ekki gott að missa geislann út í vegg pípunnar.“ –Er þetta ekki gífurlega stór stofnun? Hlynur: „Jú, hjá CERN starfa mörg þúsund eðlisfræð- ingar og tæknimenn, reyndar flestir við LHC, eins og stend- ur. Við sumarnemarnir erum síðan um 160 talsins. Þetta er að mestu ungt fólk á aldur við okkur, sem kemur víðsvegar að, flestir í eðlisfræði- eða tækninámi. Þetta er mjög skemmtilegt starfsumhverfi og við höfum skemmt okkur vel hérna.“ –Hvernig er að vera í miðri Evrópu, þaðan sem stutt er að fara til annarra landa? Tómas: „Það er alveg frá- bært. Við skruppum til dæmis til Parísar um daginn og ætlum að kíkja á Mont Blanc um helgina. Þá kaupum við yfir- leitt í matinn í Frakklandi, enda er Genf heldur dýr borg í samanburði við bæina sem eru í nágrannalöndunum í kring, en við skreppum stund- um til Genfar um helgar þegar lítið er að gerast í CERN.“ Hlynur: „Við höfum samt ekki mikinn tíma til að flakka um Evrópu. Þó að við fáum frí um helgar eru margir sem kjósa að vinna þá líka. Það er engin kvöð, þar sem við erum auðvitað öll spennt fyrir vinn- unni og gerum það með glöðu geði. Það er mikið að gerast hér á svæðinu. Það er ótrúlega gam- an í vinnunni og á fyrirlestrun- um og mikið af krökkum á svæðinu sem gaman er að kynnast. Við erum búnir að kynnast hópi af Norðmönnum og Dönum og svo eigum við félaga frá Japan líka. Við eig- um eiginlega furðu mikið sameiginlegt með þeim.“ –Búið þið á heimavist inni á stofnanasvæðinu? Tómas: „Flestir sumarnem- arnir búa á farfuglaheimilum sem eru inni á svæðinu. Marg- ir fastir starfsmenn CERN búa þó fyrir utan svæðið, í Genf og bæjum þar í kring. CERN er svo umfangsmikil stöð. Hún liggur Svissmegin við landamæri Sviss og Frakk- lands en þó eru einhverjir hlut- ar stofnunarinnar í Frakk- landi.“ –Er vinna við stofnun sem þessa eitthvað sem þið gætuð hugsað ykkur að stunda í framtíðinni? Hlynur: „Tvímælalaust. Að vera hluti af stóru verkefni er ótrúlega skemmtilegt og spenn- andi auk þess hafa allir hér sama markmið, að skilja heiminn betur.“ Tómas: „Já, ég gæti vel hugsað mér það. Þetta eru ekki beint hálaunastörf, en það væri sjálfsagt gaman að koma hérna og vinna – sér í lagi þar sem þetta er yfirleitt krefjandi og gefandi starf.“ – tinna@bb.is Teikning af Atlas. Hlynur og Tómas í CERN. Mynd: Friðrik Freyr Gautason.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.