Bæjarins besta - 29.01.2009, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009
Útgefandi:
H-prent ehf.,
kt. 600690-1169,
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,
sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Thelma Hjaltadóttir,
símar 456 4693 og 849
8699, thelma@bb.is
Birgir Olgeirsson, símar
456 4560 og 867 7802,
birgir@bb.is
Ritstjóri netútgáfu bb.is:
Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími
894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
og Halldór Sveinbjörnsson
Lausasöluverð er kr. 400
eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorku-
lífeyrisþega. Einnig sé greitt
með greiðslukorti.
Önnur útgáfa:
Ferðablaðið
Á ferð um Vestfirði. ·
ISSN 1670 - 021X
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Sunnanátt og él, en létt-
skýjað á NA- og A-landi.
Hiti 0-5 stig við suður-
ströndina, annars 0-8 stig
frost. Horfur á laugar-
dag: Norðaustan og
austanátt. Snjókoma og
síðar slydda eða rigning.
Hlýnandi veður. Horfur á
sunnudag: Suðlæg átt
og rigning eða slydda, en
úrkomu-lítið NA-lands.
Hiti 0-7 stig.
Spurningin
Ert þú fylgjandi
auknum þorskkvóta?
Alls svöruðu 581.
Já sögðu 422 eða 73%
Nei sögðu 159 eða 27%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Ritstjórnargrein
Horft til framtíðar
Aldrei er meiri þörf fyrir að horfa til framtíðar en á erfiðleikatímum
eins og nú blasa við á flestum sviðum samfélagsins. Hvernig sem
allt veltur þá hættum við ekki að vera til sem þjóð og mismunandi
samfélög vítt og breitt um landið, að minnsta kosti hvað hið síðara
varðar á meðan nokkur von er til þess að horfið verði frá þeirri
byggðaeyðingarstefnu, sem riðið hefur röftum í samfélaginu árum
saman.
Skipulag sveitarfélaga er nokkuð sem ekki verður ákveðið í eitt
skipti fyrir öll frekar en svo margt annað sem snýr að tilvist manns-
ins. Nú er sú staða uppi hvað varðar aðalskipulag Ísafjarðarbæjar,
sem ætlað er að gildi fram til ársins 2020. Og þá væntanlega með
hliðsjón af því að hér rísi einn þeirra byggðakjarna á landsbyggðinni,
sem stjórnvöld lofuðu á sínum tíma með bros á vör og stjörnublik í
augum.
Af því sem þegar hefur verið dregið fram í dagsljósið í tengslum
við endurskoðun aðalskipulags Ísafjarðarbæjar fer ekki á milli mála
að þungamiðjan snýst um ný og fleiri atvinnutækifæri sem, ef vel
tekst til, bera með sér aukinn fólksfjölda og þar með auknar tekjur
sveitarfélagsins til margvíslegra þarfa.
Í framtíðarsýn Háskólaseturs Vestfjarða er gert ráð fyrir að árið
2011 verði 500 nemendur þar við nám. Í nýju skipulagi er gert ráð
fyrir að háskólabygging rísi við neðsta hluta Aðalstrætis og á
Wardstúni. Sérhæfður háskóli, þar sem öðru fremur verður lögð
áhersla á þrjá megin þætti er snerta allt mannkyn, það er loft, láð og
lög og sjálfbæra nýtingu auðlinda jarðarkringlunnar, er draumur
sem vonandi rætist Vestfirðingum og landsmönnum öllum til heilla.
Ennþá er daufheyrst við réttmætum kröfum um að unnt sé að
sinna millilandaflugi frá Ísafirði. Orðaval leyfisbréfs, hvort flugvöll-
urinn er skilgreindur sem flugvöllur II, eða eitthvað annað, skiptir
ekki máli. Nýr millilandaflugvöllur innan sveitarfélagsins er seinni
tíma mál.
Krafa Vestfirðinga í samgöngumálum er einföld: Samgöngur
innan fjórðungsins og tenging við aðra landshluta. Á óskiljanlegan
hátt hafa yfirvöld komist upp með að hundsa sjálfsagðan rétt Vest-
firðinga til jafns við aðra landsmenn hvað varðar samgöngur þótt
því verði ekki neitað að heldur hefur þokast í rétta átt á síðari tímum.
Eitt er þó víst að þensla í vegagerð á Vestfjörðum hefur ekki tröllrið-
ið efnahagskerfi landsmanna.
Skortur á raforku er annar Akkilesarhæll Vestfirðinga. Meðan við
getum átt á hættu íkomu líkt í fyrri viku getum við ekki búist við því
að fá til okkar fyrirtæki sem þurfa á mikilli og öruggri raforku að
halda. Það er því algjört forgangsatriði að tryggja aukna og stöðuga
raforku til Vestfjarða.
Kynning á nýju aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar er hafin. BB hvetur
alla til að kynna sér málið. Betur sjá augu en auga.
s.h.
FÍB blaðið
október 2004
Sjö ára jóðsótt
lauk með fimm-
tán síðna mús
(og enginn skildi hvað
þetta þýddi)
Fyrrum skipsfélagarnir Ásgeir
Guðbjartsson skipstjóri og eig-
andi Guðbjargar ÍS 46 og Víðir
Ólafsson fyrrverandi vélstjóri á
Guggunni, komu færandi hendi
á fund áhafnar björgunarskipsins
Gunnars Friðrikssonar á Ísafirði
á laugardag. Erindi þeirra félaga
var að færa björgunarbátasjóðn-
um peningagjöf sem ánafnað er
til björgunarskipsins. Gjöfin er
án neinna skilyrða af þeirra hálfu
annarra en þeirra að hún verði
notuð fyrir björgunarskipið til
að búa það tækjum eða búnaði.
Á gullaldarárum togaraútgerð-
ar á Ísafirði, áttu áhafnir skipanna
starfsmannasjóði sem oftar en
ekki voru fjármagnaðir með því
að áhafnirnar hirtu hrogn úr fisk-
inum, saltaði í tunnur og seldi.
„Gotusjóðurinn“ eins og þessir
sjóðir voru kallaðir, voru síðan
notaðir til að gera áhöfninni glað-
an dag á sjómannadaginn og jafn-
vel til að standa fyrir ferðalögum.
Áhöfnin á Guggunni ákvað að
gefa björgunarskipinu restina af
sínum starfsmannasjóði.
„Við sem störfum við útgerð
björgunarskipsins þökkum áhöfn-
inni á Guggunni innilega fyrir
þeirra stuðning við okkar starf
og þreytumst seint á að benda á
hversu mikilvægt það er að fá
slíkan stuðning utan úr samfé-
laginu“, segir í tilkynningu frá
áhöfn björgunarskipsins Gunnars
Friðrikssonar.
– thelma@bb.is
Gáfu björgunarskipinu
restina af Gotusjóðnum
Frá afhendingu gjafarinnar.