Bæjarins besta - 29.01.2009, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009
Býr í íbúð þar sem andi
Gunnars Þórðarsonar lifir enn
Haukur segir að hlutverk
Reykjavík Grapevine sé í grunn-
inn að þjónusta ferðamenn á Ís-
landi og aðra sem hér eru staddir
og skilja málið illa en vilja leita
sér upplýsinga um það sem er í
gangi. Þar sem blaðið liggur
frammi á víð og dreif um allt
land er það að sjálfsögðu mikið
lesið af Íslendingum líka, enda
þykir það iðulega veita ferskari
eða óheflaðri sýn á íslenskt þjóð-
líf og menningarlíf en vill rúmast
á síðum dagblaðanna. Margir
leggja til efni í blaðið, bæði Ís-
lendingar og erlendir ferðamenn
sem sjá land og þjóð með glöggu
gests auga. Reykjavík Grapevine
er prentað í 30 þúsund eintökum
einu sinni í mánuði yfir veturinn
en annars kemur það út á tveggja
vikna fresti.
„Ég hóf störf á Reykjavík
Grapevine síðsumars 2006“,
segir Haukur, „og var í fullu starfi
sem blaðamaður fram í mars
2007. Þá kúplaði ég mig út en
skrifaði frílans fyrir blaðið áfram,
enda veittu þeir mér jafnan fullt
frelsi til að velja efnistök og að-
ferðafræði – þrátt fyrir að borga
kannski ekkert svo vel ... Þeir
sem þekkja til geta vottað að
slíkt frelsi er vandfundið á ís-
lenskum fjölmiðlamarkaði.“
Of mikið af texta?
„Síðan kom ég aftur til starfa á
blaðinu í maí á síðasta ári og var
hálfur blaðamaður og síðar hálfur
aðstoðarritstjóri. Ég vann það
samhliða því sem ég skipulagði
og annaðist framkvæmdina á
alþjóðlegri tónlistarráðstefnu
sem haldin var í Reykjavík með-
fram Iceland Airwaves núna í
október. Í kjölfarið fylgdi mán-
aðarfrí frá störfum, sem ég
eyddi aðallega í ferðalög um
Bandaríkin – akkúrat þegar doll-
arinn var eins dýr og hann hafði
nokkurn tímann verið!
Tók svo við ritstjórastólnum á
Reykjavík Grapevine núna í des-
ember og gaf út mitt fyrsta blað
9. janúar. Mér hefur verið legið á
hálsi að hafa of mikið af texta í
blaðinu, en ég er þeirrar trúar að
fólk geti haft mikla unun af því
að lesa vandað og vel unnið efni
sem framsett er á fallegan hátt og
samkvæmt því hyggst ég starfa.
Auðvitað verða samt myndir
með!“ segir Haukur og hlær.
„Ég var hrifinn af blaðinu áður
en ég fór að vinna við það. Mér
fannst það vera með skemmti-
lega stefnu. Fyrst var ég ótta-
lega stressaður að skrifa á
ensku og gerði mér litlar von-
ir um að verða ritfær á
henni. Var
Haukur Sigurbjörn Magnússon frá Ísafirði hefur komið víða við þótt enn
vanti hann fáein ár í þrítugt. Svo eitthvað sé nefnt vann hann ungur nótt og
dag við löndun og slægingu, við afgreiðslu á myndbandaleigu, lauk stúdents-
prófi hjá Birni Teitssyni í fyllingu tímans, var blaðamaður á Bæjarins besta,
lagði stund á heimspeki og síðar blaðamennsku á dagblaði, hefur unnið að
málefnum tónlistarfólks og sjálfur ferðast sem tónlistarmaður um heiminn
með hljómsveitinni Reykjavík! Hann semur tónlist og ekki spillir í þeim efn-
um andinn í íbúðinni þar sem hann býr – þar átti sjálfur Gunni Þórðar heima
um árabil.
Hér á eftir segir frá öllu þessu.
Og núna fyrir stuttu var Haukur að taka við ritstjórastólnum á Reykjavík
Grapevine, blaði á enskri tungu sem fjórir vinir úr Menntaskólanum á Laug-
arvatni stofnuðu árið 2003, þá nýskriðnir úr námi. Þeir standa enn að blað-
inu – án nokkurrar aðkomu Bauga, Rauðsóla, Árvakra eða annarra battería.
Reykjavík Grapevine er í rauninni einn fárra fjölmiðla hérlendis í dag sem
kallast mega frjálsir – fyrir utan héraðsfréttamiðla.
reyndar nokkuð vanur að skrifa
fréttir, bæði sem blaðamaður á
Bæjarins besta og í dagblöð.“
Talaði við fólkið sjálft
„Fyrsta greinin sem ég skrifaði
í Reykjavík Grapevine á sínum
tíma fjallaði um Flateyri. Ég var
fyrir vestan þegar ég fékk kallið,
skrifaði grein um ástand mála á
Flateyri og hvernig fólk plumaði
sig þar og tók nokkur skemmtileg
viðtöl. Það var búið að skrifa
einhverja grein um Flateyri sem
birtist í Mannlífi þar sem var
bara sagt hvað það væru margir
nýbúar þarna en ekki reynt að ná
neinu sambandi við fólkið sem
var til umræðu. Ég var búinn að
vera að vinna með nýju Flateyr-
ingunum í slægingu og öðru og
vildi gefa innsýn í þeirra heim
þar sem þeir fengju að segja sitt,
svona fyrst þeir voru sjálfir til
umfjöllunar.
Já, og núna er ég bara orðinn
ritstjóri. Það gekk mjög vel hjá
mér að fara að skrifa á ensku. Ég
horfði mikið á vídeó í gamla daga
í Pólarvídeó heima og las mikið
af bókmenntum á ensku, tók það
fram yfir þýðingarnar sem eru
margar hverjar hroðvirknislega
unnar.“
Við nánari umhugsun finnst
Hauki að þessi ummæli um þýð-
ingarnar séu kannski dálítið
spjátrungsleg og yfirlætisleg en
fellst á að draga þau samt ekki til
baka.
Kerfið batt enda
á námsferilinn
Haukur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Ísafirði vorið
2001, í síðasta árganginum sem
Björn Teitsson skólameistari út-
skrifaði. „Hreint ágætum ár-
gangi“, segir hann. „Ég veit ekki
hvort það hefur borið svo mikið
á honum en þetta er allt prýðilega
gott fólk sem er að gera ágæta
hluti hér og þar í heiminum.“
Eftir stúdentsprófið var Hauk-
ur eitt ár blaðamaður á Bæjarins
besta, flutti svo suður og stundaði
heimspekinám í nokkur ár.
„Ég kláraði ekki heimspekina.
Ég var svo heillaður af þessari
grein að ég ákvað í stað þess að
skrifa bara ritgerðina seinasta vet-
urinn að taka fleiri kúrsa og ætl-
aði strax í mastersnámið. Svo
var eitthvert vesen í stjórnsýsl-
unni í skólanum þannig að ég
mátti það ekki. Ég gat ekkert
einbeitt mér að því heilan vetur
bara að skrifa ritgerð, þannig að
ég fékk mér vinnu eins og góðir
Vestfirðingar gera. Fór að skrifa
í Blaðið eins og það hét þá en
seinna 24 Stundir. Og hafði nú
lítið gaman af, þér að segja. Fór
að vinna á innblaðinu hjá þeim.“
Geðveikis-
góðæris-eitthvað
„Ef ég taldi mig hafa verið
stundum að skrifa léttmeti inn á
milli þegar ég var á Bæjarins
besta, þá var það léttmeti hátíð
miðað við það sem viðgekkst á
Blaðinu, sem kannski væri helst
hægt að líkja við einhvers konar
geðveikis-góðæris-sjónvarps-
vísi.
Ég sagði upp í janúar
2006 eftir að tilkynnt hafði
verið að starfsfólkið
fengi ekki frekari frí ut-
an sumartímans nema