Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Qupperneq 22

Bæjarins besta - 29.01.2009, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 Lífs stíll Obamobile er tæpir sex metrar á lengd. Obamobile og fleiri forsetabílar Utan úr heimi Lincoln Sunshine Special sem var fararskjóti Franklins D. Roosevelts. Fordinn sem Bush eldri fékk í arf frá Reagan. Þeir eru mörg tonn á þyngd og öryggisbúnaður þeirra er nánast ríkisleyndarmál. Embættisbíll Bandaríkjaforseta númer eitt hverju sinni er einstakur hvað allan tæknibúnað og öryggisráð- stafanir varðar. Enda er forseti Bandaríkjanna valdamesti maður heims, og reglan er sú, að því valdameiri sem maður er, þeim mun fleiri vilja drepa hann. Barack Obama ekur um á Cadillac frá General Motors eins og fyrirrennari hans George W. Bush. Tengsl Bandaríkjaforseta við Cadillac ná allt aftur til 1919 eða fyrir 90 árum, þegar Woo- drow Wilson var á valdastóli. Samt hafa orðið eyður í þau sam- skipti og Ford hefur líka lagt til Forsetabíl nr. eitt. Cadillac Bar- acs Obama - Cadillac One eða Obamobile eins og hann er líka kallaður, sbr. Papamobile páfans í Róm - er að mörgu leyti ger- ólíkur Fyrsta bíl George W. Bush. Cadillac Obama forseta er tæp- ir sex metrar á lengd. Aftur í eru ráðstefnustólar og samskiptabún- aður allur er svipaður og í sjálfri forsetaskrifstofunni í Hvíta hús- inu - Oval Office. Innréttingin er að sjálfsögðu úr eðalviði og sætin úr handsaumuðu leðri. Sjónvarp- ið og barinn eru á sínum stað (Bush yngri notaði barinn í sínum bíl aðeins fyrir gestina). Öryggisbúnaðurinn er síðan kapítuli út af fyrir sig og má að því leyti helst líkja bílnum við skriðdreka. Það sem er þunnt blikk í yfirbyggingu venjulegra bíla er fimmtán sentimetra þykkt eðalstál og rúðurnar eins þykkar og símaskrá. Dekkin þola auð- veldlega skothríð úr vélbyssu. Þótt mótorinn sé gríðarlega öflugur veldur þyngdin á þessum lúxus-skriðdreka því, að venju- lega er hraðinn ekki nema um 160 km á klst. En það er ekki smíðað aðeins eitt eintak af Forsetabíl nr. eitt. Hann á marga tvífara sem hafðir verða til taks víða um heim þar sem forsetinn kann að leggja leið sína. Tvær myndanna eru af hinum nýja Obamobile. Önnur hinna er af Lincoln Sunshine Special frá Ford, sem Franklin D. Roosevelt notaði laust fyrir miðja síðustu öld. Hin er af síðasta embættisbíl Bandaríkjaforseta frá Ford-verk- smiðjunum, brynvörðum að sjálfsögðu í bak og fyrir. George Bush eldri fékk hann frá Ronald Reagan fyrirrennara sínum og notaði hann í byrjun embættis- ferils síns. Báðir þessir bílar eru nú varðveittir á söfnum. Lúxus-skriðdreki Baracks Obama. Ár nautsins hringinn í sömu röð, þannig að næsta ár nautsins byrjar í febr- úar 2021. Að loknu ári tígris- dýrsins koma kanínan, drek- inn, snákurinn, hrossið, hrút- urinn, apinn, haninn, hundur- inn, villisvínið og rottan áður en nautið birtist á ný. Ár nautsins í Kína hófst 26. janúar og stendur fram til 13. febrúar 2010. Nýju ári er vel fagnað í Kína líkt og gert er um allan heim. Í kínverska tímatalinu eru árin nokkuð mislöng. Þannig hefst ár tígris- dýrsins 14. febrúar 2010 og stendur til 2. febrúar 2011. Dýrin í kínverska dýrahringn- um eru tólf og ganga alltaf Utan úr heimi

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.