Listin að lifa - 01.12.2000, Side 2

Listin að lifa - 01.12.2000, Side 2
JHíAÍím, oá UjfCL Útgefendur: Félag eldri borgara í Reykjavík, Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Rvk., sími 588 21 I I, fax 588 2114, netfang feb@islandia.is, formaður Ólafur Ólafsson. Landssamband eldri borgara, Suðurlandsbraut 30, 108 Gildi félagsstapfs aldraðra Rvk., s. 535 6000, fax 568 1026, formaður Benedikt Davíðsson. EFNISYFIRLIT: Leiðari: Gildi félagsstarfs aldraðra, Stefán Ólafur. 2-3 Langir biðlistar sjúkrahúsa: Ólafur Ólafsson. 3 Umræðan á landsvísu: Benedikt Davíðsson. 4 Frá FEB í Reykjavík: Fyrirhugaðar ferðir sumarið 2001. 4 Úrval-Útsýn: Kynning á Puerto Vallarta, Mexíkó. 5 Sagnaríkir safngripir: Höfuðföt, Elísabet Þ. Sigurgeirsd. 6 Skoðun stjórnmálamanns: Halldór Halldórsson. 7 Frá Borgarfirði eystri: Vinaminni, Ásta Jónsdóttir. 8 Beinvernd: Halldóra Björnsdóttir. 10 Frá félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra 11 Krossgátan okkar 12 Efri aldursmörk í hópleit Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins 14-15 Við dyr Alþingis: Ólafur Ólafsson. 15 Frá Skjaldfannardal: Ása Ketilsdóttir. 16-17 Lífið í hnotskurn á silfurlínunni: Rætt við Sigþrúði Jóhannesdóttur. 18-19 Útifundurinn á Austurvelli 2. október 2000 20 Fréttamolar frá FEB í Reykjavík 22 Bókagjöf 22 Hreyfing er undirstaða góðrar heilsu: Rætt við Ugga Agnarsson. 24 Kristin þjóð: Ljóð eftir ívar Björnsson frá Steðja. 25 Nýr framkvæmdastjóri FEB í Reykjavík 25 Geislar af manngöfgi: Rætt við Pétur Sigurgeirsson biskup. 26-31 Ritgerðasamkeppnin: Menntun er gulls ígildi. 32-33 Samstarfssamningur: FEB í Rvk. og World Class. 34 Kynslóðabil: Karl Gústaf Ásgrímsson. 36 Fræðsluhornið: Bryndís Steinþórsdóttir. 38-39 Hárkollur og höfuðföt: Kolfinna Knútsdóttir. 39 Rúmið: Ella B. Bjarnarson og Guðrún K. Hafsteinsdóttir. 40-41 Nú er mælirinn fullur: Benedikt Davíðsson. 42-43 í brennidepli: Hagsmunamál aldraðra. 43 Jólakortið 44 Undursamleg guðsgjöf: Ingibjörg G. Guðmundsdóttir. 46 Alkort: Eitt elsta spil á íslandi. 47 Jólagarðurinn: Helga Ágústsdóttir. 48-50 ígrundun um fátækt aldraðra: Þór Guðmundsson. 50 Ritstjóri: Oddný Sv. Björgvins Netfang ritstjóra: ob@simnet.is Blaðstjórn: Stefanía Björnsdóttir, Helgi K. Hjálmsson, Pálína Jónsdóttir, Stefán Ólafur Jónsson ásamt ritstjóra Umbrot og prentun: Hagprent-lngólfsprent ehf. Filmuvinnsla: Prentstúdíó Forsíðumyndin er af sólglitrandi Þingvöllum í vetrarbúningi - mótvægi við skartbúna vellina á kristnihátíð sumarsins. í aðal- viðtalinu segir séra Pétur Sigurgeirsson biskup: „Þingvellir voru sannkallaður þjóðarhelgidómur þá daga eins og ævinlega". Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Þessar ljóðlínur Steingríms Thor- steinssonar koma mér í hug er ég skrifa þessi orð í jólablað félagsrits eldri borgara „Listin að lifa” og þær em þess virði að þær séu hugleiddar. Þótt hárin gráni og árunum fjölgi í lífi okkar er engin ástæða til að draga sig alveg út úr iðandi mannlífinu og setjast með hendur í skaut. Lífíð hefur svo margt að bjóða, sem hinir eldri geta fyllilega notið, ef hoift er fram á veginn með opnum augum og bjartsýnum huga. Það bætir andlega og líkamlega heilsu að vera virkur í sam- félaginu svo lengi sem kostur er. Þótt vinnustaðurinn hafi verið yfirgefinn og að sumum setji tómleika er vert að hafa í huga að um margt er að velja til lífsfyllingar, fróðleiks og skemmtunar. Samtök aldraðra standa öllum opin sem náð hafa 60 ára aldri og þau hafa á stefnuskrá sinni að gæta t hvívetna hagsmuna eldra fólks, m.a. með því að skapa fé- lagslegt og efnahagslegt öryggi hjá eldra fólki, hlúa að hvers konar áhugamálum þess, skipuleggja námskeið, tóm- stundavinnu, skemmtanir og ferðalög. Mikilvægt er starf fé- laganna við að standa vörð um hagsmunamál aldraðra með því að hafa áhrif á lagasetningu Alþingis og ákvarðanir stjórnvalda sem varða hagsmuni þeirra með viðræðum og samningum við ríkisstjóm og önnur stjórnvöld. Ekki mun af veita eins og margoft hefur verið bent á í þessu blaði af for- ystumönnum samtakanna. Við starfslok er mikið átak fyrir marga að umbreyta lífs- munstri sínu. Þá veltur á miklu að tekist sé á við þann vanda með hugrekki og dug. Þar geta samtök aldraðra komið að liði. Þátttaka í félagsstarfi er líka gefandi og samneyti við aðra er öllum nauðsyn. Þess vegna vil ég hvetja fólk til að taka þátt í félagsstarfi aldraðra, hvar sem þeir eru búsettir á landinu, því að þar er fjölmargt í boði svo að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. I þessu myndarlega félagsriti er birt margvíslegt efni til fróðleiks og skemmtunar og ekki hvað síst um stöðu aldr- aðra í samfélaginu. Greinar eru um hagsmunamál, heilsu og hollustu, félagsstarfið og fjölmargt annað er snertir líf og starf aldraðra í landinu. Öllum er hollt að lesa það efni sem blaðið birtir. Að framan hefur verið minnst á það sem félög aldraðra hafa upp á að bjóða, en öldruðum stendur margt til boða annars staðar og sjálfsagt að fólk nýti sér það eftir óskum og getu, hvort sem það er til skemmtunar, fróðleiks eða sem tómstundaiðkun. Takið þátt í gönguferðum, dansi og íþróttum, það bætir heilsuna bæði andlega og líkamlega. Öll þátttaka í menningarstarfí eykur gleði og heldur ykkur andlega vakandi og veitir lífsfyllingu. Með bestu óskum um gleðileg jól og farsælt nýár. <Stefáiv cÚ(aþw 2

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.