Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 8
ii Oii dAiiíJ ÖíiDilíi
Fyrsta skóflustunga tekin að húsinu.
Fyrsti vísir að félagi okkar eldri
borgara á Borgarfirði eystra varð til
þegar hópur aldraðra kom saman
þann 13. október 1991. Þá var ákveð-
ið að halda áfram að koma saman,
vera með skemmtifund aðra hvora
helgi, en vera með föndur og spil í
hverri viku.
Lífsmunstur okkar daga, þegar við
leggjum niður störf vegna aldurs,
hvemig sem starfsþrekið er, kallar á
ný viðfangsefni til að fylla upp í tóm
sem annars væri til staðar. Félags-
skapur eldri borgara er því mjög nauð-
synlegur og vart hugsanlegt að vera án
hans. Félagið var svo formlega stofn-
að 1992 og sama ár gengum við í
Landsamband eldri borgara. Þar var
þá fyrir 21 félag. Starfseminni var svo
haldið áfram með svipuðu sniði. A
sumrin fórum við í ferðalög og tókum
á móti félögum annarra eldri borgara í
heimsóknir en félagsstarfið var aðal-
lega á veturna, þótt við ættum ekki
tryggt athvarf.
Það var svo árið 1993 að okkur bár-
ust fréttir um að félaginu hefði hlotn-
ast arfur. Þetta var svo ótrúlegt að það
tók tíma að átta sig á því.
Á fímmta áratugnum flutti héðan
Gestur Guðni Ámason til móður sinn-
ar, Gyðu Ámadóttur, sem bjó í Reykja-
vík. Gestur nam prentiðn og starfaði
við þá iðn til æviloka. Gestur giftist
ekki, en bjó með móður sinni. Gest-
kvæmt var á þeirra notalega heimili og
ævinlega gott að koma þangað.
Gestur var mjög félagslyndur mað-
ur. Hann sat í stjórn Átthagafélags
Borgfirðinga og var formaður þess í
mörg ár. Þetta félag sýndi okkur hér á
Borgarfirði mikla ræktarsemi með
gjöfum og tryggð við staðinn.
Þótt þau Gestur og Gyða ættu
heimili sitt í Reykjavík, rofnuðu aldrei
tengsl þeirra við heimabyggðina, enda
áttu þau hér margt skyldmenna og
vina.
Vinaminni er bautasteinn Gests
Guðna Árnasonar og Gyðu Árnadóttur.
Árið 1993 lést Gestur, langt um
aldur fram. Eftir andlát hans kom í
ljós að hann hafði gert erfðaskrá þar
sem hann ásamt móður sinni, eftir
hennar dag, arfleiddi eldri borgara hér
að öllum eignum sínum sem voru tvær
íbúðir í Reykjavík og ríkisskuldabréf
ásamt öðrum eigum sínum svo sem
fjölda málverka, húsgagna og bóka.
Einnig voru þar hljóðsnældur með
viðtölum við gamla Borgfirðinga og
litskyggnur af fólki og náttúrunni sem
Gestur hafði unnið að á mörgum und-
anliðnum árum. Fljótlega var ljóst að
fyrir þennan arf skyldi reist félags-
heimili fyrir eldri borgara á Borgar-
firði. Þá tók við að útvega lóð, sækja
um leyfi, athuga með teikningar og
fleira sem fylgir svona framkvæmd-
um.
Þann 24. október 1993 var svo tek-
in fyrsta skóflustunga að húsinu.
Raunar var það á níutíu ára afmæli
Gyðu, annars gefandans.
Húsið er steinsteypt og smíði þess
var lokið síðla árs 1994. Þá tók við að
setja upp málverk og koma fyrir bóka-
safni og húsbúnaði. Húsið hlaut nafn-
ið „Vinaminni.“ í Vinaminni er her-
bergi sem við nefndum Gestsstofu,
þar eru eingöngu munir gefenda.
Vinaminni er mjög heimilislegt vegna
heimilismuna sem fylgdu arfinum.
Gestur var ungur þegar hann flutti
frá Borgarfírði og þau mæðgin hafa
trúlega ekki farið með digra sjóði héð-
an, svo að arfurinn var ekki endur-
greiðsla til staðarins, en með dugnaði,
mikilli vinnu og reglusemi tókst þeim
að reisa sér þennan bautastein, til
heilla fyrir sína fæðingarsveit.
^án&dáltÍA/
frá Háteigi, Borgarfirði eystri
8