Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 20

Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 20
Útifundurinn á Austurvelli 2. október 2000 Merkisberar kynna væntanlegan útifund. Þegar líða tók á sumarið 2000 fóru forystumenn Félags eldri borgara í Reykjavík og Landssambandsins að huga að því með hvaða hætti sam- tökin gætu vakið athygli á baráttu- málum sínum þegar Alþingi kæmi saman í byrjun október. Niðurstaðan varð sú að efna til útifundar á Aust- urvelli, þegar alþingismenn gengju frá Dómkirkju til Alþingishúss. Sam- ráð var haft um skipan mála við ná- grannasveitarfélög, allt frá Selfossi til Borgarness og Suðurnesja. Óhætt er að fullyrða að fundurinn hafi tekist með ágætum. Röð kröfuspjalda vakti mikla athygli fjölmiðla og veg- farenda, að ógleymdum alþingis- mönnum - og ekki síður fjölmennið sem hafði safnast saman, en að dómi bestu manna var það um 6-7 þúsund manns. Fundinn sóttu ekki aðeins eldri borgarar úr Reykjavík, heldur af öllu höfuðborgarsvæðinu og ná- grannabyggðum. Á kröfuspjöldunum mátti lesa helstu baráttumál eldra fólksins, svo sem: Leiðrétting á grunnlífeyri til verðgildis 1991! Grunnlífeyrir fylgi launaþróun! Burt með áhrif tekna maka á líf- eyrisgreiðslur! Góðærið líka til aldraðra! Aldraðir eru líka fólk! Styttri biðlista á sjúkrastofnun- um! Við lögðum grunninn að góðær- inu, hver eru launin? Lægra lyfjaverð! Tvö ávörp voru flutt á fundinum: Ólafur Ólafsson, formaður FEB í Reykjavík og Benedikt Davíðsson, formaður LEB, sem fundarmenn gerðu góðan róm að. (Báðar ræðumar birtast hér í blaðinu.) Síðan var ávarp Benedikts ásamt bréfi frá Landssam- tökunum afhent, en Davíð Oddsson og Ingibjörg Pálmadóttir tóku við fyrir hönd rfkisstjórnar. Benedikt minnti m.a. á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 24. mars 1999, þar sem hún „hyggst koma til móts við sjónarmið lífeyrisþega um raun- kaupmáttaraukningu lífeyrisbóta“ og spurði hvar efndirnar væru? Benedikt taldi að það stefndi í mikið óefni, ef ekki yrði gripið til róttækra úrbóta hið allra fyrsta og meiru fé varið til mála- flokksins. Þegar spurt er hvort svona samkoma haft áhrif? - er svarið hiklaust já. Fyrst er að geta þess að útifundur- inn fékk mikla umfjöllun í dagblöð- um, útvarpi og sjónvarpi. Málefni aldraðra voru rædd í fréttaskýringar- þáttum bæði dagblaða og ljósvaka- miðla. Einnig hefur orðið allmikil al- menn umræða um málefni eldri borg- ara í þjóðfélaginu. Þótt sumt í þeirri umræðu hafi verið fremur neikvætt, þá hafa þær raddir verið hjáróma. Ekki má gleyma utan dagskrár um- ræðu á fyrstu dögum Alþingis í haust. Hinu er svo ósvarað, hver viðbrögð stjórnvalda verða. Eitt er þó víst: Samráðsnefnd eldri borgara og stjórn- valda var kölluð saman allsnarlega og vonandi verður þar framhald á - en ekki hefur verið eytt miklum tíma í þá nefnd, þrátt fyrir yfirlýsingar forsætis- ráðherra þegar nefndinni var komið á fót, m.a. í áramótaávarpi. Hitt skiptir þó mestu máli, að Al- þingi og ríkisvaldið geri raunhæfar ráðstafanir til að bæta verulega stöðu þess tiltölulega fámenna hóps eldri borgara sem búa við mjög léleg og raunar óviðunandi kjör, allt annað er ósæmandi í góðærinu. Meginkrafan er samt sú, að greiðsl- ur frá Tryggingastofnun ríkisins fylgi ávallt þróun verkamannalauna. Þá eru heldur ekki gleymdar bráðnauðsyn- legar úrbætur í heilsugæslu og stytting biðlista þeirra sem bíða úrbóta. Þótt útifundurinn 2. október hafi tekist vel, heldur baráttan áfram. Við eldri borgarar megum aldrei láta deig- an síga fyrr en málefni okkar eru komin í það horf sem viðunandi getur talist fyrir eitt af ríkustu þjóðfélögum Vesturlanda. <ú)áún/ Úiaiu'elssaii’ 20 \

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.