Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 30
Ég hef alltaf talið og byggi það á
sögunni að menn hafi verið tilbúnir að
berjast þegar kristnitakan fór fram, en
lagt niður vopn. Sá maður sem stóð
fyrir því, að vopnaburður skyldi
lagður niður í daglegu lífi, var Gissur
Isleifsson, annar í röð biskupa í
Skálholti. Síðan hafa íslendingar
aldrei haft her eða herskyldu. Ég lýsi
þessu að nokkru í þúsaldarljóði mínu:
Þúsund ár, sem dagur drottins,
Davíð þannig kvað,
Þingvellir með dögun dagsins
dýrð er á þeim stað.
Sólin gyllti himinhvolfin,
hjörtun vermdi björt,
gat einn hæstur höfuðsmiður
helgidóminn gjört.
Hvert er eðli kristnidómsins, séra
Pétur?
„Eðli hans og tilurð er í raun aðeins
eitt: Kristur sjálfur. Án hans væri
enginn kristindómur, en kjarni hans er
kærleikur, iðrun og fyrirgefning, sem
hver einstaklingur sem og heimurinn
allur hefur mesta þörf fyrir. Sprettur
tré af ímynduðu fræi. Lykillinn að
biblíunni allri er aðeins orðið
KRISTUR.“
„Nú áttu það erflðasta eftir, en
það er að verða gamall“ er haft eftir
Ciceró. - Er ellin erfiðasta
æviskeiðið, séra Pétur?
„Að vissu leyti er hún það. Á
hinum æviskeiðunum, í önn dagsins í
starfi og leik, hugsar maður ekki svo
mikið um dauðann. En svo kemur að
því að maður er minntur á þessa einu
óyggjandi staðreynd. Þá kemur manni
ekki síst til hjálpar Kristur sem sagði:
„Égfer á undan til að búa yður stað.“
Þegar maður tekur á móti honum
persónulega og finnur að honum er
best treystandi fyrir lífi sínu og dauða,
þá kemur þessi forsjón hans eins og
óaðskiljanlegur hluti af honum
sjálfum. Þannig hjálpar hann okkur til
að hafa ekki áhyggjur af dauðanum.
Eilífðin kemur eins og gjöf frá
honurn: „Fram í tímannfús með Kristi
fylgir eilífð því.“
Þið hjónin hafið farið tvær ferðir
til ísrael.
„Já, í fjárhúsinu í Betlehem, sem
fæðingarkirkjan geymir, héldum við
Biskupsvígsla í Skálholtsdómkirkju.
Séra Pétur vígir hér séra Ólaf Skúla-
son sem vígslubiskup til Skálholts-
stiftis.
jól um hásumar 1978,“ segir Pétur.
„Það voru tímamót í lífi okkar
hjónanna þetta sumar sem okkur
langaði til að minnast með einhverju
eftirminnilegu,“ segir Sólveig, „en þá
voru 30 ár síðan tengdafaðir minn gaf
okkur saman í hjónaband í Akureyrar-
kirkju 3. ágúst 1948. Þetta gerðum við
með því að láta búa til töflu með Faðir
vorinu á íslensku og setja hana upp í
Paternoster kirkjunni (Faðir vor
kirkjunni) sem stendur á Olíufjallinu í
Jerúsalem.
Ég hafði átt þennan draum lengi,
alveg frá því ég var ung prestskona og
hlustaði á séra Sigurð Einarsson í
Holti, þann merka skáldprest, flytja
frásögn af ferð sinni til ísrael á
prestskvennafundi. Ég hreifst svo af
frásögn hans, að mér fannst ég sjá
þetta allt fyrir mér. Hann sagði þá m.a.
frá helgidóm í Jerúsalem þar sem
töflur með Faðir vorinu á fjölmörgum
tungumálum þöktu alla veggi, og á
öllum Norðurlandamálum nema ís-
lensku.
Loks höfðum við tækifæri til að
láta drauminn rætast. Á þessum tíma
var ekki auðvelt að fá gjaldeyri, en
þegar ég sagði í hvað hann átti að fara
var umsóknin strax afgreidd. Taflan
var síðan unnin á meðan við vorum í
Jerúsalem og sett upp á fallegum stað.
Nú geta allir íslendingar, sem leggja
leið sína í Paternoster kirkjuna, lesið
Faðir vorið á íslensku - okkur til
mikillar gleði,“ segir Sólveig.
„Koman til Betlehem var okkur
minnisstæð, í Fæðingarkirkjuna niðri í
hellisskútanum þar sem frelsari
heimsins fæddist í jötunni forðum.
Það var einstök og hrifnæm stund að
hlusta á jólaguðspjallið lesið og
syngja Heims um ból og I Betlehem
er barn oss fætt, á meðan við horfðum
á stjörnuna skæru á hellisgólfinu, sem
á var letrað á latínu Hic de virgine
Maria Jesus Christus natus est - Hér
er Jesús Kristur fæddur af Maríu
mey.“
Pétur orti ljóð um jólin í Betlehem,
fyrsta erindið er svona:
Alheims Betlehem er borg
í byggðasögu jarðar.
Þar fæddist hann er sefar sorg
og sinnar gætir hjarðar.
Hver er þín spá yfir í nýja öld,
séra Pétur?
„Farið því og gjörið allar þjóðir að
lœrisveinum, skírið þá í nafiú föður,
sonar og heilags anda og kennið þeim
að halda allt sem ég hef boðið yður.
Sjá, ég er með yður alla daga allt til
enda veraldar. (Matt. 28,18-20).
Þannig lýkur Mattheus guðspjalli
sínu með vitnisburði Krists um
nærveru sína og framgang kristin-
dómsins. - Vér, sem nú lifum, sjáum
af sögunni og samfélagi okkar að það
hefur gengið eftir. Nú eru komin a.m.k.
tvö þúsund ár eða á áttundu milljón
daga, sem við kristnir menn höfum átt
í samfylgd með honum. Hverjir eru
þessir yður sem hann talar um. Það
erum vér sem á hann trúum. Fyrst var
aðeins um fáeina fiskimenn að ræða,
en nú á stór hluti heimsins slíka trú.
Heimsmynd okkar tíma sýnir að
samt er miklu verki ólokið, en við
getum verið bjartsýn. Valdhafar
heimsins hafa sett von sína á skyn-
semi mannsins, vísindi og hervald, en
það hefur dugað skammt eins og tvær
heimsstyrjaldir á síðustu öld bera vott
um og stöðug stríð milli þjóða og
manna.
Hvað kom Jónasi Hallgrímssyni til
að segja hin fleygu orð: Vísindin efla
30