Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 32
RITGERÐASAMKEPPNIN:
Hlenntun er gulls
Inntökupróf í MA 1944
Sncmma vors 1944 barst móður
minni bréf frá föðursystur minni á
Akurcyri. Ég var þá fjórtán ára göm-
ul. Þetta bréf varð þcss valdandi að
líf mitt tók nýja stefnu sem mig
hafði ekki órað fyrir og gjörbreytti
framtíð minni.
Við mæðgurnar bjuggum þá til leigu í
nokkuð rúmu loftherbergi í nýlegu húsi
og höfðum eldunaraðstöðu á loftinu,
þó að ekki væri hægt að kalla það eld-
hús. Við vorum tvö systkinin, en bróð-
ir minn, sem var einu ári eldri en ég,
fór til Reykjavíkur árið áður og dvald-
ist hjá frændfólki okkar. Faðir okkar
lést þegar við vorum fjögurra og fimm
ára og lífsbaráttan var hörð á kreppuár-
unum fyrir eignalausa, einstæða verka-
konu með tvö lítil börn á framfæri.
Þegar hér var komið sögu, 1944,
var margt að breytast í íslensku þjóð-
félagi. Næg atvinna var í landinu og
flestir höfðu meira fé milli handanna
en áður. Um þetta leyti fóru fleiri börn
alþýðufólks að sækja skóla eftir
skyldunám í barnaskóla. Arinu áður
hafði ég lokið fullnaðarprófi, eins og
barnaskólaprófið var þá kallað, því að
ég var ári á undan mínum árgangi í
skóla. Skólaskyldan var þá til fjórtán
ára aldurs svo að ég gekk í unglinga-
skóla veturinn eftir. Þar voru kenndar
fjórar greinar: enska, danska, íslenska
og reikningur.
Þessi vetur var erfiður fyrir okkur
mæðgur því að þær vondu fréttir bár-
ust að bróðir minn hafði veikst af
berklum. Móðir mín tók sér þetta af-
skaplega nærri og lá oft fyrir og var
leið. Þannig hafði hún aldrei verið
áður að því er mig minnti. Berklar
voru vágestur á mörgum heimilum
fyrri hluta aldarinnar og einn bróðir
mömmu dó ungur að árum úr þessum
sjúkdómi.
Þegar bréfið frá frænku minni barst
var unglingaskólanum nýlega lokið. í
bréfinu sagðist frænka mín hafa frétt
að mér gengi vel í skóla. Hún sagðist
vilja hjálpa mér ijárhagslega til að
fara í Menntaskólann á Akureyri og
spurði hvort ég vildi ekki koma til
Akureyrar og taka inntökupróf sem
halda ætti í skólanum á næstunni. Um
sumarið gæti ég svo verið hjá henni
og hjálpað til við heimilisstörfin og
umönnun barnanna. Móðir mín sagði
fátt, ég sagði ekkert. Mér kom þetta
algjörlega á óvart. Ég hafði aldrei lát-
ið mér detta í hug að ég færi í mennta-
skóla. Málið var lítið sem ekkert rætt
og bréfið var lagt á hillu inni í skáp
undir súðinni.
Svo einkennilega vildi til að fáein-
um dögum síðar þegar ég var að laga
til kom ég auga á bréfið og tók það út
úr umslaginu til að lesa það aftur. Þá
sá ég að það lá líka hundrað króna
seðill í umslaginu. Þessir peningar
voru eflaust ætlaðir fyrir fargjaldi
mínu til Akureyrar. Hjartað barðist í
brjósti mér og ég gat varla beðið eftir
að mamma kæmi heim úr vinnunni.
Nú heyrði ég á mömmu að málið leit
allt öðruvísi út úr því að peningar
voru til fyrir fargjaldinu. Mamma
skrifaði frænku minni og það var
ákveðið að ég færi til Akureyrar og
tæki inntökupróf í Menntaskólann á
Akureyri.
Ég bað mömmu um að segja eng-
um frá því. Það væri alveg nóg að
segja að ég færi til að vera hjá frænku
minni um sumarið. Þetta varð að sam-
komulagi milli okkar. Þau ungmenni í
þorpinu, sem farið höfðu í MA fram
til þessa tíma, voru öll börn embættis-
nianna eða kaupmanna. Sjaldgæft var
að böm alþýðufólks gengju mennta-
veginn á þeim tíma, sérstaklega fóru
fáar stúlkur í langskólanám. Mér
fannst eins og ég væri að hreykja mér
ígildi
með því að fara og taka prófið og
kærði mig því ekki um að neinn vissi
um það. Ekkert annað bam úr þorpinu
ætlaði í prófið.
Eftir á að hyggja finnst mér furðu-
legt að enginn skyldi skýra út fyrir
mér í hvaða námsgreinum ég ætti að
taka próf eða útvega mér að minnsta
kosti bækur svo að ég gæti undirbúið
mig, en ég spurði heldur ekki mikið.
Mamma var auðvitað alveg ókunnug
þessum skóla og kröfum við inntöku-
próf og ég þekkti í rauninni frænku
mína og manninn hennar mjög lítið og
var feimin og óframfærin í návist
þeirra. Ég var algjörlega ein míns liðs
og vissi ekkert út í hvað ég var að
fara, hafði engar bækur og enga til að
ræða við um prófið. Heilt ár var liðið
síðan ég hafði lært sögu og náttúru-
fræði.
Kvöldið fyrir fyrsta prófið var ég
ein heima og gætti barnanna því að
hjónin fóru í matarboð hjá vinum sín-
um. Næsta morgun var ég vakin með
miklu írafári þegar klukkuna vantaði
15 mínútur í 9, en prófið átti að byrja
klukkan 9. Ég hentist fram úr og hafði
ekki tíma til að hugsa mikið um
klæðaburðinn. Það var varla tími til að
strjúka framan úr sér og greiða hárið.
Maður frænku minnar var læknir
og átti bíl, fólksbíl eins og slíkur bíll
var kallaður þá. Hann ók mér upp í
skóla. Þetta var mín fyrsta ökuferð í
slíkum bíl. Það var stutt að fara og ég
mætti nógu snemma. Þetta var í júní-
mánuði. Veðrið var bjart og kyrrt. Á
skólalóðinni innan við hliðið stóðu
unglingarnir sem ætluðu að þreyta
prófið. Auðséð var að mörgu þeirra
þekktust innbyrðis enda voru þau flest
frá Akureyri. Þarna hjá þeim stóð
Snorri Sigfússon, skólastjóri Barna-
skólans á Akureyri, og sagði sennilega
uppörvandi orð við þau.
Ég stóð ein utan við þennan hóp og
32