Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 42

Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 42
Ræða Benedikts Davíðssonar á útifundi á Austurvelli 2. október Ágæta fundarfólk. Öðru sinni á þriggja ára tímabili erum við samankomin hér á þessum virðulega stað til þess að láta stjórnvöld aðeins frá okkur heyra og það ekki að tilefnislausu. Síðast þegar við vorum hér saman komin, bentum við í mikilli hógværð á ýmsa ágalla í heilbrigðiskerfinu, sem bitnuðu mjög á öldruðu fólki. Við bentum á langa biðlista eftir plássum á hjúkrunarheimilum fyrir aldrað fólk. Við bentum á mjög íþyngjandi jað- arskatta á þá sem reyndu að afla vinnutekna til viðbótar lágum trygg- ingagreiðslum. Við bentuin á rangláta skattlagningu sparnaðar í lífeyris- sjóðskerfinu. Síðast en ekki síst bentum við á að ellilífeyrir væri hér mjög lágur, hvort sem borið væri saman með innlendum eða erlendum viðmiðum. Við fórum líka fram á úrbætur að öllum þessum tilefnum. Við reiknuðum auðvitað með að stjórnvöld brygðust skjólt við svo eðlilegum tilmælum. Við reiknuðum með að hluti af margrómuðum góð- æristekjuafgangi ríkissjóðs yrði notað- ur til svo sjálfsagðra hluta. Og til þess hefði einungis þurft mjög lítinn hluta af góðærisgróðanum, þannig að sú greiðsla hefði ekki trufl- að þau góðu markmið að greiða einnig niður aðrar skuldir ríkissjóðs. Fundurinn þar sem þessar hógværu kröfur voru lagðar fram, var haldinn hér á þessum stað 1997 og kröfurnar afhentar ráðherrum og forseta Alþing- is hér á tröppunum. Síðan hafa báðir ríkisstjómarflokkamir haldið sína landsfundi og gert merkar samþykktir, m.a. um að nú skyldi vinda bráðan bug á úrbótum í umræddum efnum. Og ríkisstjórnin komst einnig þannig að orði í yfirlýsingu, sern hún gaf út 24. mars 1999, eftir að búið var að lýsa góðri afkomu ríkissjóðs. Þar sagði orðrétt: „Því hyggst rík- isstjórnin nýta svigrúm í fjármálum ríkissjóðs til að koma til móts við sjónarmið lífeyrisþega um að raun- kaupmáttaraukning lífeyrisbóta verði ótvírætt sambærileg við það sem orðið hefur hjá öðrum.“ En hvað hefur gerst á þessum þrem árum? Öldruðum hefur fjölgað á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Hlutur sjúkra og aldraðra í lyfja- kostnaði hefur stóraukist. Fasteignagjöld hafa stórlega hækk- að og fleiri skattar á aldraða einstak- linga. Og greiðslur almannatrygginga hafa lækkað sem hlutfall af almenn- um launum verkafólks í landinu og stefnir í enn aukið bil þar á milli. Og þó vantar nú 18% upp á að grunnlíf- eyrir og tekjutrygging haldi því hlut- falli af dagvinnulaunum verkamanna, sem var 1991. Þetta gerist allt með þessum hætti þrátt fyrir samþykktir landsfunda ríkisstjórnarflokkanna og þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá 24. mars 1999 um hið gagnstæða. Og nýjasti Hagvísir Þjóðhagsstofnunar sem var að birtast nú í september segir okkur að við Is- lendingar verjum einungis 5,8% af verðmæti landsframleiðslu til allra líf- eyristrygginga og þar fari hlutur ríkis- ins heldur minnkandi. Enþaðerjafn- framt vitað að grannþjóðir okkar verja frá 9 til 14% af sinni landsframleiðslu til þessa og þar fer hlutur ríkisins vax- andi. Eg vek athygli á því úr fréttum fjöl- miðla nú fyrir helgina, að forysta Breska verkamannaflokksins og breska ríkisstjórnin riðaði nú við vegna lágra framlaga til ellilífeyris- greiðslna í Bretlandi. Þeir hækkuðu þó ellilífeyrinn í sumar uin fjórum sinnum hærri upp- hæð en hér var gert nú 1. september og helmingi hærri upphæð en saman- lagðar hækkanir hér 1. apríl og 1. september. Ellilífeyrir er þó líka þriðjungi hærri í Bretlandi en hér. Eldri borgarar og samtök þeirra eru seinþreytt til vandræða. En nú sýnist mér mælirinn fullur. Hér stefnir í mikið óefni ef ekki verður gripið til róttækra úrbóta hið allra fyrsta og varið ineira af opinberu fé til þessa málaflokks. Það er ekki bara að kjör núverandi ellilífeyris- þega hafi verið og séu að rýrna í hlut- falli við kjör annarra þjóðfélagsþegna, heldur er ellilífeyrisþegum einnig að fjölga hlutfallslega meira en fólki á öðrum aldursskeiðum, svo að þess vegna þarf líka að verja meira fjár- magni til málaflokksins. Félög eldri borgara um land allt eru um þessar mundir að hefja sitt vetrar- starf og hvert af öðru senda þau nú frá sér harðorðar samþykktir, þar sem krafist er leiðréttinga á kjörum og að- stöðu aldraðra. Aldraðir eru seinþreytt- ir til vandræða og sáttfúsir, þeir tóku þess vegna eftir því sem forsætisráð- herrann okkar sagði í sjónvarpinu, þeg- ar hann kynnti niðurstöður auðlinda- 42

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.