Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 43
nefndarinnar. Hann sagði að það væri
hlutverk stjórnarflokkanna að stuðla að
sátt í samfélaginu. Og að þeir kynnu
að þurfa að brjóta odd af oflæti sínu til
að ná því markmiði. Ég fullyrði að
stefna og framkvæmd stjómvalda um
velferðarþjónustu í þjóðfélaginu er í
mikilli ósátt við stóran hluta þjóðarinn-
ar. Það er full þörf á að stjórnvöld
brjóti einnig odd af oflæti sínu í því
máli og leiti sátta, ef þau ætla ekki að
einangrast frá þjóðarviljanum.
Fundarboðendur hér hafa þegar
sent öllum alþingismönnum upplýs-
ingabréf um hve alvarlegum augum
samtökin líta ástandið.
Og með þessum orðum er það á-
réttað gagnvart ríkisstjórn íslands sem
við einnig afhendum umrætt bréf og
þau orð sem ég hér hef látið falla.
Mikið fleiri orð ætti ekki að þurfa.
Félög eldri borgara og landssam-
band þeirra krefjast tafarlausra úrbóta
af hálfu ríkisstjómarinnar í þessum
efnum, úrbóta sem ekki verði bara
mældar í einum eða tveim tugum
nýrra hjúkrunarrýma til bráðabirgða
fyrir aldraða og úrbóta sem ekki verði
bara mældar í 0,- eitthvað prósent
hækkun tryggingagreiðslna.
^aoíássatv
I brennidepli
Hagsmunamál aldraðra
Aldraðir geta ekki endalaust horft
í gaupnir sér vegna mikilla
hækkana þjónustugjalda á und-
anförnum árum. Að tillögu for-
manns hefur stjórn og fram-
kvæmdastjórn samþykkt eftirfar-
andi aðgerðir.
Könnun í framangreindum þjón-
ustuþáttum og áhrif hækkana á lífs-
kjör aldraðra.
• Hækkun þjónustugjalda, s.s. olíu,
bensíns, tryggingagreiðslna, ásamt
samgöngum og matarkostnaði.
Fyrrverandi ríkisbókari, Torben
Fredrikssen, hefur komið á fund
stjórnar og hefur hafið þá vinnu.
Hann mun leita fanga m.a. hjá
Hagstofu Islands, Torben óskar
ekki eftir sérstakri greiðslu fyrir
verkið.
• Hækkun lyfjakostnaðar frá 1995-
2000 í samvinnu við 28 apótek,
en þau hafa tölvufært alla lyfseðla
frá 1995-1996. Þetta verk er unn-
ið í samvinnu við SÍBS, Öryrkja-
bandalagið, BSRB og apótekara.
SÍBS hefur lagt fram 300.000 kr
til þessa starfs og BSRB hefur
lofað stuðningi, en kostnaður er
vegna tölvuvinnu. Síðan mun
Hagfræðistofnun Háskólans yfir-
fara verkið.
• Könnun á aðbúnaði aldraðra sem
fá heimilishjálp. Bergljót Líndal
fyrrverandi yfirhjúkrunarfræðing-
ur HVSR, sem hafði lengi yfir-
umsjón með þessari þjónustu,
kannar möguleika á slíkri athug-
un.
• Þjónustugjöld og þóknanir í
bönkum hafa lítið eða ekkert
breyst undanfarin ár þrátt fyrir
byltingarkennda tölvuvæðingu.
Unnið er að því að skoða þetta
mál. Líkja má þessari aðferð við
aðgerðir Landlæknisembættisins
gegn of hárri smásöluálagningu
lyfja á árunum eftir 1980. Þrátt
fyrir að mest öll lyfjagerð lagðist
af í apótekum hafði smásöluá-
lagning, sem var 75-78%, ekkert
hreyfst. Alagningin var skiljanleg
þegar mikil lyfjagerð fór fram í
apótekunum fyrir 1970, en ekki
eftir að lyfjagerð lagðist af.
I þessari deilu náðist að lækka smá-
söluálagningu um rúm 20% og
heildsöluálagningu urn 5-6%.
Tölvuvinnsla og afgreiðsla í bönk-
um hefur áreiðanlega komið í stað-
inn fyrir mikla handavinnu.
fonnaður FEB
Fjármagnstekjuskattur
Þrír lífeyrisþegar hafa kært skattaálögur til skatt-
stjóra. Beðið er með óþreyju eftir svari skattstjóra.
Svarið virðist taka langan tíma enda ekki auðvelt fyr-
ir skattstjóra að svara greinargerð tveggja lögfræði-
prófessora við Háskóla íslands sem gerðu miklar at-
hugasemdir við núverandi túlkun á reglum um
skattaálögur varðandi fjármagnstekjur lífeyrisþega.
FÉLAGSSKÍRTEINI
ji@isl.is
43