Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 46

Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 46
Undursamleg guðsgj öt Fjallagrös - lífgrös þjóðarinnar - njóta sérstöðu í hugum íslcndinga enda samofin sögu okkar og mcnn- ingu frá fyrstu tíð. Frá fornu fari höfum við nýtt fjalla- grös okkur til viðurværis og heilsu- bótar. Þau voru jöfnum höndum notuð til matar og lækninga en einnig sem gjaldmiðill í vöruskiptum. I harðind- um voru blessuð fjallagrösin oft mikil lífsbjörg enda stundum nefnd lífgrös. Mikilvægi þeirra má ráða af því að í lögum frá 13. öld (Jónsbók) voru ákvæði um að ekki mætti safna grös- um af annarra landi til að taka með sér heim, vegna þess að góð grasalönd voru álitin miklvæg hlunnindi. A hverju ári var farið á „grasafjalT og gjarnan dvalið dögum saman við að safna forða til vetrarins. A stærri býl- um voru dæmi þess að safnað væri allt að 18 hestburðum til eigin nota. KENND VIÐ ÍSLAND Fjallagrös vaxa víða á norðurhveli jarðar og eru mjög algeng hér á landi, reyndar sérstaklega kennd við ísland samanber latneskt fræðiheiti þeirra Cetraria islandica, einnig minnir heiti þeirra í fjölmörgum öðrum tungumál- um á ísland eins og t.d. „Iceland moss“ í ensku. Þeir sem komnir eru til vits og ára þekkja vafalaust margir fjallagrös af eigin reynd og eflaust hafa einhverjir lesenda farið á fjall að safna grösum. Fjallagrösin voru, og eru reyndar enn, notuð með ýmsum hætti, t.d. í grasa- mjólk, brauð, slátur, ysting, til kandís- gerðar, í te og búið var tii seyði eða grasavatn til lækninga. Úr grösunum voru einnig búnir til bakstrar til út- vortis notkunar. Fjallagrösin hafa oft verið dásöm- uð vegna stórkostlegra eiginleika sinna og haft er eftir náttúrufræðingn- um og skáldinu Eggerti Ólafssyni „að grösin væri það allra hollasta sem Guð hefði gefið þessu landi.“ Ymsir framá- menn fyrri tíma, auk Eggerts, svo sem séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og Skúli Magnússon, héldu fram kost- um fjallagrasa og hvöttu landsmenn eindregið til að nýta sér þau. Útlendir ferðamenn, sem hér komu í byrjun 19. aldar, gerðu sér einnig grein fyrir á- gæti íslenskra fjallagrasa og töldu þau mun kröftugri en fjallagrös annars staðar í Evrópu. LÆKNINGAMÁTTTUR FJALLAGRASA Fjallagrös eru fléttutegund. Þau eru í raun samlífi tveggja óskyldra lífvera, sveppa og þörunga. Þau hafa engar rætur en taka orku og næringu úr um- hverfinu og því sem á þau fellur. Flétt- ur hafa löngum verið notaðar til lækn- inga m.a. af fornum menningarþjóð- um eins og Egyptum, Grikkjum og Kínverjum, þar á meðal fjallagrös. I lækningaskyni voru fjallagrös einkum notuð gegn kvillum í öndunar- og meltingarfærum og finnast tilvísanir þar að lútandi í fjölmörgum grasa- lækningabókum og vísindaritum frá ýmsum tímum víða um heim. Grösin voru gjarnan notuð gegn slímhúðar- bólgu, langvarandi lungnakvefí, astma og berklum og til að losa slím úr lung- um og öndunarvegi. Þau voru einnig notuð gegn meltingartruflunum, maga- bólgum, magasári, hægðatregðu, upp- köstum, til að auka matarlyst og byggja upp kraft og þol, t.d. eftir langvarandi veikindi. Fjallagrös voru jafnframt notuð útvortis á þurra húð (exem) og á sár sem erfitt reyndist að græða VÍSINDARANNSÓKNIR Fjallagrös eru nú viðfangsefni mjög spennandi rannsókna þar sem vísinda- menn leita staðfestinga á þeim góðu á- hrifum sem grösunum hafa löngum verið eignuð. Meðal slíkra rannsókna eru athuganir á áhrifum vissra efna í fjallagrösum á magasár, astma, berkla, æxlisfrumur og ónæmiskerfið. Þess háttar rannsóknir fara m.a. fram við Háskóla íslands undir stjórn prófess- ors í lyfjafræði. Þegar hefur verið sýnt fram á að efni í fjallagrösum geta hamlað vexti baktería og krabba- meinsfruma og örvað virkni ónæmis- kerfisins en þær niðurstöður eru ein- göngu fengnar með tilraunum á dýr- um og innan veggja rannsóknarstofa og því ekki hægt að fullyrða um sam- bærileg áhrif í mannslíkamanum enn sem komið er. Hér er þó um ákveðnar vísbendingar að ræða, sem styðja aldagamla reynslu og trú fólks á heilsugildi og lækningamátt fjalla- grasanna, sem oft reyndust íslensku þjóðinni hreinasta guðsgjöf og lífs- björg. 'dngiAjmf c€juámwuí&dóttw 46

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.