Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 50
kalkún til margra ára, en fyrstu jólin
keyptum við tvær svínakótilettur, önn-
ur var steikt í raspi, hin ekki“. Þau
brosa til hvor annars að endurminn-
ingunni. „Ja, og svo er kannski gaman
að geta þess að hér er aldrei keyptur
matur fyrir nýársdag. Við vorum
nefnilega svo ákveðin í að Margrét
nryndi fæðast þá og bjuggumst við að
vera á sjúkrahúsinu, svo að ekki var
gert ráð fyrir neinum mat. Hún dró
það að vísu við sig að koma í heiminn
þar til á þrettándanum, en við höfum
haldið fast við að kaupa aldrei neitt
inn fyrir þennan dag. Okkur finnst það
eiginlega svolítið skemmtileg hefð.”
En nú er mál að hafa sig á kreik og
kveðja þessi elskulegu, samrýmdu
hjón.
Það er þó varla hægt að fara svo frá
þeim listakokki sem hann Benedikt er,
án þess að reyna að hafa út úr honum
eins og eina uppskrift handa lesendum
blaðsins. Og hér er uppskriftin að
uppáhalds dessert-sósunni hennar
Ragnheiðar - eins og Benedikt lagar
hana:
Tapioca sósa
2 dl hvítvín
6-8 eggjarauður
50-100gr flórsykur.
Þetta er sett í pott og hitað við rúm-
lega meðalhita. Nauðsynlegt að hræra
stöðugt í.
Sósan má alls ekki sjóða og það má
bæta við sykri eftir smekk. Þegar sós-
an er orðin vel þykk, er hún látin
kólna. Hún hentar sérlega vel með
ferskum ávöxtum og þau segja að það
sé frábært að bera líka fram þeyttan
rjóma með.
éAqústsdáttiv
ígrundun um fátækt aldraðra
vegna greinar Péturs H. Blöndal alþingismanns
í grein eftir Pétur H. Blöndal al-
þingismann sem ber yfirskriftina
„Umræða um fátækt aldraðra" í
síðasta hefti af Listin að lifa, kem-
ur sá hvimleiði og rangi hugsun-
arháttur berlega fram - að ellilíf-
eyrisgreiðslur frá Tryggingastofn-
un séu bætur til fátækra. Ölmusa
til þeirra sem ekki hafa með öðr-
um hætti í sig og á.
Þessi skilningur sem víða er farinn
að gera vart við sig, og þá einkum
hjá núverandi stjórnarliðum, er í
grundvallaratriðum rangur. Trygg-
ingastofnun ríkisins var hugsuð og á
að starfa sem hvert annað trygg-
ingafélag, ekki góðgerðarstofnun.
Iðgjaldið greiðir skattþeginn
gegn því að stofnunin greiði honum
bætur verði hann fyrir því tjóni, t.d.
að eldast eða veikjast, fái tjón sitt
bætt án tillits til þess hvernig fjár-
hag hans er varið. Hvort sem hann
er ríkur eða fátækur, hefur litlar eða
miklar tekjur. Þetta er sama grund-
vallarhugsunin eins og gildir um
bíleigendur og húseigendur. Þeir eru
skyldaðir til að tryggja eigur sínar
lágmarkstryggingu. Verði þeir fyrir
tjóni greiðir tryggingafélagið bætur,
án tillits til fjárhags viðkomandi, sé
tjónið á annað borð bótaskylt.
Til upprifjunar er minnt á, að á
þeim árum, sem þeir sem nú ættu að
vera að njóta bóta greiddu sín ið-
gjöld, var sjúkrasjóðsgjaldið og
tryggingasjóðsgjaldið eymamerkt
sérstaklega. Vegna sérstakra að-
stæðna, s.s. vegna skólagöngu eða
fráfalls maka, var hægt að fá niður-
fellt útsvar og tekjuskatt á þeim
tímum, en sjúkrasjóðsgjaldið eða
tryggingasjóðsgjaldið fékkst ekki
niðurfellt.
Þá er hvimleið sú hugsun sem
fram kemur í skrifum alþingis-
mannsins að „skuldarar hafi fómað“
svo að sparendur gætu fengið spam-
að sinn endurgreiddan óskertan, þ.e.
verðtryggðan. Það var löngu orðið
tímabært að skuldarar endurgreiddu
lán sín á raunvirði, sparendur fengju
peninga sína til baka á jafnvirði. Að
þeir töpuðu ekki við að spara. Það
var löngu orðið tímabært að skuld-
ararnir þyrftu að huga að arðsemi
fjárfestingarinnar, ekki síst það op-
inbera.
Megin ástæðan fyrir bágri stöðu
lífeyrissjóðanna var /er sú að þeim
var beinlínis óheimilt að ávaxta
fjármuni sína á eðlilegan hátt, sbr.
okurlögin. Þeir voru neyddir til að
gefa skuldurum stjóran hluta af eig-
um sínum, af iðgjöldum sjóðsfé-
laga. Að auki voru sumir þegnar
landsins með sérstökum lögum
neyddir til að spara og gefa eigur
sínar til annarra. Að sjálfsögðu tók
rfkissjóður til sín langstærstan hluta
eignaupptökunnar.
Fyrir þá sem hafa gaman af
reikningi er hér eitt lítið reiknings-
dæmi efninu skylt. Hafi ellilífeyris-
þegi kr. 88.000 í tekjur fellur tekju-
trygging alveg niður og hann fær
frá Tryggingastofnun kr. 17.715 í
grunnlífeyri. Samtals hefur hann þá
kr. 105.715 fyrir skatta. Skattur er
kr. 16.053, til ráðstöfunar kr.
89.662. Ráðstafi hann öllum tekjum
sínum til matarkaupa er virðisauka-
skatturinn kr. 11.355. Hann greiðir
meira í ríkissjóð en hann fær sem
ellilífeyri (16.053+11.355 = 27.408
á móti 17.715).
Er ekki kominn tími til að íslensk
stjórnvöld fari að haga sér af sið-
ferðilegri ábyrgð?
£/W ^&juÁmundssan