Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Page 15
DV Fréttir þriðjudagur 17. júní 2008 15 Dúkka í farþegasætinu Ökuþórar í Auckland á Nýja-Sjá- landi hafa gripið til sinna ráða til að komast hraðar ferða sinna. Upp- blásnar dúkkur, hundar í barnaföt- um og alklæddar gínur eru notaðar til að réttlæta akstur á hraðreinum borgarinnar, en leigubílum, strætis- vögnum og bílum með þrjá farþega eða fleiri er heimilt að nota þær akreinar. Ef maður er tekinn á hrað- reinunum án heimildar er sektin um sex þúsund krónur og eru afsak- anir þeirra sem lenda í því víst ótrú- legar. Einn bílstjóri hélt því fram að farþegi hefði legið í stórri verkfæra- kistu sem var í baksætinu. Löggan flýr lögregluna Eitthvað er rotið í veldi Dana var skrifað fyrir margt löngu. Nú hálfu öðru ári eftir að skipulagsbreyt- ingar voru gerðar innan vébanda dönsku lögreglunnar flýja lög- regluþjónar embættið sem aldrei fyrr. Það sem af er liðið árs hafa tæplega eitt hundrað og fimmtíu lögreglumenn sótt um frí og er það um helmingsfjölgun mið- að við undanfarin ár. Formað- ur stéttarfélags lögregluþjóna í Kaupmannahöfn, Claus Oxfeldt, telur lítinn vafa leika á því að skipulagsbreytingunum sé um að kenna. Api í grenndarkynningu Api einn í dýragarði í Michigan í Bandaríkjunum ákvað að leggja land undir fót skömmu eftir að hafa verið fluttur í ný híbýli ásamt félaga sínum. Sennilega fannst honum ómaksins vert að kanna nýja nágrennið því hann beið ekki boðanna þegar færi gafst. Við flóttann notaði apinn garð- slöngu sem hafði verið skilin eftir á heimili félagans eftir hreingern- ingar. Apinn klifraði yfir vegg með aðstoð garðslöngunnar, en hann fór ekki langt því hann fannst um borð í hraðbát í bátalægi ekki langt frá hinu nýja heimili. InnILokuð í átján ár Heimili fjölskyldunnar Ekki margt sem gefur til kynna hvað átti sér stað um átján ára skeið. Salernisaðstaða Maríu Monaco nágranni vakti athygli lögreglu á miklum óþef sem lagði frá heimili fjölskyldunnar. Óhugnanlegt atlæti Ber vitni því lífi sem María var neydd til af fjölskyldu sinni. Rúmstæði Maríu Prísund Maríu um tæpra tveggja áratuga skeið. Komin í Kilju „Fantaskemmtileg“ - Sigurður G. Tómasson, Útvarp Saga „Sjaldgæf nautn að lesa þessa bók“ - Þráinn Bertelsson, Fréttablaðið „Við eigum öll að lesa þessa bók.“ - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.