Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 10
mánudagur 23. júní 20088 Fréttir DV Tug milljóna króna getur munað á því hvort lánveiting Íbúðalána- sjóðs er miðuð við brunabóta- mat fasteigna eða kaupverð þeirra. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt til að brunabótamat Íbúðalánasjóðs verði afnumið til skerðingar lán- veitingum sjóðsins. Geta húsnæð- iskaupendur því fengið lán fyrir allt að 80 prósentum af kaupverði eign- ar án þess að eiga á hættu skerð- ingu vegna lágs brunabótamats. Breytingarnar hafa einna helst áhrif fyrir húsnæðiskaupendur á höfuðborgarsvæðinu þar sem mun- urinn milli brunabótamats og fast- eignaverðs er hvað mestur, einna helst vegna fasteignaverðshækkana undanfarinna ára. Ef tekið er mið af íbúð af handahófi í Reykjavík getur munurinn hlaupið á tug milljóna króna. Þess ber þó að geta að há- markslán Íbúðalánasjóðs verður 20 milljónir króna samkvæmt breyt- ingunum. Verður sú fjárhæð sem lánuð er út til húsnæðiskaupa því aldrei hærri en því nemur. Því hef- ur breytingin einungis áhrif á íbúð- ir að hámarki 25 milljóna króna að kaupverði, en 80 prósent af því eru 20 milljónir. Síðast var hámarkslán hækkað í 18 milljónir í apríl árið 2005 og ef hámarkslánið hefði fylgt verðþróun hefði það átt að vera 21 milljón króna. Aukin útlán Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, seg- ist búast við því að þessar aðgerðir auki við útlán sjóðsins að einhverju leyti þegar þær taka gildi. Eins og DV hefur greint frá hafa viðskipta- bankarnir skrúfað fyrir útlán til húsnæðiskaupa undanfarna mán- uði vegna ástandsins í efnahags- málum. Íbúðalánasjóður hefur aftur á móti haldið hlutverki sínu ótrauður áfram og voru útlán bank- ans til húsnæðis um 4,8 milljarðar króna í síðasta mánuði og stefnir í að þau verði um 5 milljarðar króna í þessum mánuði. Hafa lánveiting- arnar verið í kringum fimm millj- arða króna að meðaltali í vetur, en lægst um 3 til 4 milljarðar króna. Á sama tíma hefur dregið verulega úr útlánum viðskiptabankanna sem eru nú um einn milljarður króna, en gátu numið tugum milljarða króna þegar lánveitingar voru sem mestar fyrir nokkrum árum. Guðmundur segir Íbúðalána- sjóð ekki hafa getað þjónað hlut- verki sínu undanfarið í tengslum við lánveitingar að eldri og ódýr- ari eignum, líkt og á höfuðborgar- svæðinu. Þetta eru þær eignir sem ungir húsnæðiskaupendur sækj- ast oft og tíðum eftir. Samband ungra framsóknarmanna hefur til að mynda um langa hríð kallað eftir því að brunabótamat Íbúða- lánasjóðs verði afnumið. Búast má við því að þessar aðgerðir leiðrétti hlut ungs fólks að einhverju leyti, en þrátt fyrir það er enn langt í land þar sem fasteignaverð á höfuðborg- arsvæðinu er enn hátt. „Við sjáum ekki fram á að þetta valdi straum- hvörfum eða byltingu, en þetta lagar stöðu þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á skerðingu bruna- bótamatsins,“ segir Guðmundur. Virðið lækkað um 10 prósent DV greindi nýverið frá því að þegar tekið væri mið af verðbólgu róbert hlynur bAldursson blaðamaður skrifar: roberthb@dv.is Milljóna Munur á lánveitingum enginn samdráttur útlán íbúðalánasjóðs hafa ekki dregist saman svo beri á líkt og hjá viðskiptabönkunum. Var upphæð þeirra um 4,8 milljarðar króna í síðasta mánuði. hVersu hátt Verður nýjA lánið? - miklu munar á nýju reglunum og þeim gömlu AmtmAnnsstígur, 101 reykjAVík, fjölbýli kaupverð brunabótamat Viðmiðun 24,9 milljónir 11,5 milljónir Hámarkslán 19,9 milljónir 11,5 milljónir munur milli lána: 10,7 milljónir króna. ArnArsmári, 200 kópAVogur, fjölbýli kaupverð brunabótamat Viðmiðun 27,8 milljónir 17,2 milljónir Hámarkslán 20,0 milljónir 17,2 milljónir munur milli lána: 2,8 milljónir króna. AðAlstræti, 600 Akureyri, fjölbýli kaupverð brunabótamat Viðmiðun 15,8 milljónir 11,9 milljónir Hámarkslán 12,6 milljónir 11,9 milljónir munur milli lána: 0,7 milljónir króna. * miðað við upplýsingar af fasteignavef morgunblaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.