Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 16
Þetta eru ömurleg tíðindi fyrir íslenskan fjármálamarkað,“ sagði Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri Kaupþings, félögum sínum í Samtökum fjármálafyrir- tækja þegar fyrir lá hvernig stjórn- völd ætla að bregðast við stöðunni á fasteigna- og fjármálamarkaði. Eftir stendur bara spurningin hvort það séu fyrirhugaðar lánveitingar Íbúðalána- sjóðs til bank- anna sem eru „ömurleg tíðindi“ eða það að Íbúðalána- sjóð- ur ætli að halda áfram að lána al- menningi, og það um margt með svipuðum hætti og bankarnir gerðu hér áður fyrr. Spyr sá sem er ekki viss. Eru það ömurleg tíðindi að Íbúðalánasjóður hækki há-markslán sín um tvær millj- ónir króna, lánshlutfallið í 80 pró- sent og fari að miða við söluverð í stað brunabótamats? Eru það þessi ömurlegu tíðindi fyrir fjármála- markaðinn? Að Íbúðalánasjóður bjóði svipuð lán og bankarnir gerðu hér áður fyrr? Svarthöfði man þá tíma þeg-ar bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn eins og frelsandi englar. Þá komu bank- arnir hver á fætur öðrum og buðu langsveltum íbúðakaupendum hærri lán en Íbúðalánasjóður og á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður hafði boðið. Þá fullvissuðu tals- menn bankanna almenning líka um að þeir væru komnir inn á íbúðalánamarkað til að vera. Og að þar gætu þeir boðið hagstæð lán lengi, lengi, lengi. Og það entist í eins og tvö eða þrjú ár. Svo fóru þeir að hækka vextina, og draga úr útlánum og nú er svo komið að þeir vilja helst ekki lána krónu. Meira að segja svo að verk- takar eru farnir að veita almenningi hærri íbúðakaupalán en bankarnir, bara til að losna við ný- byggingar. Fólkið sem áður kastaði seðlabunkunum í áttina að óviðbúnu fólki sem var ekkert endilega í lánahugleið- ing- um hefur nú tekið upp siði gömlu bankastjóranna sem spurðu lána- beiðandann hvað hann héldi nú að hann hefði við lán að gera. Eru það þessi útlán bankanna sem eru „ömurleg tíðindi“? Eða eru það lánin sem bönk- unum sjálfum bjóðast, til að leysa þá úr þeim þreng- ingum sem þeir hafa lent í, sumpart vegna þess að allt fór til fjandans í Bandaríkjunum en ekki síður vegna þess að þeir kunnu ef til vill ekki fótum sínum forráð. Var kannski helsti glæpur þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, Geirs H. Haar- de og Ingi- bjargar Sólrún- ar Gísladóttur sá að bjóðast til að veita bönk- unum lán? Eða var hann sá að veita almenningi áfram lán til íbúðakaupa, nú þegar bank- arnir ráða ekki lengur við það? mánudagur 23. júní 200816 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Ömurleg tíðindi svarthöfði Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Þeir sem taka tilboði Jóhönnu gætu verið að setja sjálfa sig í stórkostlega hættu fjárhagslega. Hún kæfir okkur með ást Leiðari Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sankað að sér vinsældum frá því hún sneri aftur í ráðherrastólinn. Ástæðan er fyrst og fremst sú að erfitt er að efast um skuldbindingu hennar gagnvart þeim sem minna mega sín. Oft virðast stóryrtir þing- menn fyllast vanmætti þegar þeir loksins setjast í ráðherrastól. En Jóhanna er stjórnmálamaður athafna frekar en orða og lyppast ekki niður við það að setjast í stólinn. Þetta líkar fólki skiljanlega, enda er meiri eftirspurn en framboð af slíkum ráðherrum. Nú ætlar Jóhanna að leysa vandræði fólks á fasteignamarkaði með hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs. Þetta er hættulegt bragð sem skilur fólk eftir í sárum með stærstu fjárfestingu lífsins ef það mis- tekst. Einungis nokkrar vikur eru síðan Jóhanna reyndi að tala upp fasteignamarkaðinn með röngum yfirlýsingum um að velta á markaðnum hefði ekki minnkað. Velta Íbúða- lánasjóðs hefur ekki minnkað, en í heild hefur veltan snarminnkað því bankarnir eru nánast horfnir af mark- aðnum. Jóhanna sagði almenningi í raun ósatt til að fá fólk til að kaupa mitt í hrynjandi fasteignamarkaði. Fasteignaverð hefur næstum tvöfaldast frá því bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn 2004. Jóhanna kennir bönkunum um ástandið í dag og segir þá hafa farið of- fari. Þeir buðu almenningi betri vexti en þekktust áður og fyrir tilstuðlan ríkisins hækkaði lánshlutfallið. Of hátt lánshlut- fall er hættulegt. Það gerir fólk berskjaldað gegn lækkun á fasteigna- markaði, því það skuldar meira en það á. Það er reynslan af undir- málslánunum í Bandaríkjunum, og margt bendir til þess að það sama gerist hér. Seðlabankinn spáir 30 prósenta lækkun húsnæðisverðs á sama tíma og Jóhanna hækkar heimild fólks til 80 prósenta húsnæðislána. Nú þegar hefur fasteignaverðið lækkað um tíu prósent að raunvirði. Þeir sem taka tilboði Jóhönnu gætu verið að setja sjálfa sig í stórkostlega hættu fjárhagslega. Hún ýtir fólki inn á gaddfreðinn húsnæðismarkað sem er byrjaður að falla eftir náttúrulegum orsökum. Kannski virkar það til að dempa fallið með hjálp stuðpúðanna sem taka tilboði hennar. Framsóknarflokkurinn gerði mistök með því að hækka hámarkslán í miðri uppsveiflu 2004. Mörg dæmi eru um það frá öðrum löndum að þar sem fasteignaverð hefur hækkað skart með auknu framboði af lánsfé hefur hrap orðið á markaðnum þremur til fimm árum síðar. Þetta veit Seðlabankinn. Jóhanna Sigurðardóttir virðist velviljuð þeim verst settu, en það var líka Lenný í bókinni Mýs og menn eftir nób- elsskáldið Steinbeck, sem strauk músum svo fast að hann kramdi þær. Þeim er hún verst, sem hún unnir mest. DómstóLL götunnar Á að bæta ísbirni í skjaldarmerkið? „nei, því ísbirnir eru ekki alveg íslensk dýr.“ Anna Björg Guðjónsdóttir, 19 ára nemi „nei, við eigum mjög flott skjaldar- merki þessa stundina.“ Halldór Guðmundsson, 55 ára lestunarmaður „já, endilega, það er allavega nóg af ísbjörnum á íslandi.“ Ísleifur Árnason, 32 ára þjónustustjóri „já, skjaldarmerkið er ekki það fallegasta og mætti aðeins fara að lífga upp á það.“ Davíð Haukur Ásgeirsson, 18 ára pitsusendill sanDkorn n Ólafur F. Magnússon borg- arstjóri landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum á föstudaginn. Það tók hann klukkustund að setja í sex punda hrygnu. Þótt hefð sé fyrir því að borgarstjóri veiði fyrsta laxinn, eru ekki allir sáttir við veiðina. Lax- veiðimaðurinn og söngvarinn Bubbi Morthens lét af þessu tilefni hafa eftir sér að hann vildi banna allar veiðar í Elliðaán- um. Fólki ætti að nægja að horfa á laxinn. Sjálfur veiðir hann grimmt í Laxá í Kjós. n Ungi jafnaðarmaðurinn og kynningarstjóri B&L, Andr- és Jónsson, greindi frá fréttum framtíðarinnar á bloggsíðu sinni fyrir helgi. Andrés spáir því að helstu fréttir þessarar viku segi frá bílanotkun Íslendinga í kjöl- far bensínhækkana, áliti þjóðar- innar á því hvort rannsaka eigi upphaf Baugsmálsins og líðan fólks sem býr í Reykjavík. Að auki verður greint frá skoðun fólks á því hvort Íbúðalánasjóð- ur hafi óbreytt hlutverk og fylgi flokkanna. Andrés hefur sum sé fengið ávæning af spurning- unum í nýjustu Gallup-könn- uninni. n Samgönguvanda borgar- búa virðist ekki ætla að linna, ekki síst nú með snarhækk- andi bensínverði. Annars stað- ar á landinu, nánar til tekið í Ísafjarðarbæ, hefur stórt skref verið tekið til framfara í þeim efn- um. Halldór Halldórs- son bæjar- stjóri hefur lýst allar almennings- samgöng- ur ókeypis vegna kreppunnar. Íbúar á höf- uðborgarsvæðinu þurfa enn að greiða fyrir sínar almennings- samgöngur. n Áskorun Geirs H. Haarde til landsmanna um að spara bensín hefur verið mætt með fálæti í ljósi þess að sjálfur keyrir forsæt- isráðherrann um á BMW-bens- ínháki og hefur ekki framfylgt stefnu eigin ráðuneytis um vistvæn ökutæki, hvað þá að hann hafi sparað elds- neyti í einka- flugferðum sínum til útlanda. Misjafnt er hversu þing- menn eru framarlega á merinni þegar kemur að eldsneytissparn- aði. Einna fremst stendur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir samfylkingarkona sem byrjaði að keyra um á Toyota Prius hybrid- bíl fyrir tæpum þremur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.