Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkið mánudagur 23. júní 2008 29 Tökur nýjustu kvikmyndar Dags Kára Péturs- sonar, A Good Heart, standa nú yfir í New York. Hollywood-leikararnir Paul Dano og Brian Cox, sem fara með aðalhlutverkin í myndinni, voru í góðu yfirlæti á setti myndarinnar á dögunum er þessar myndir voru teknar af þeim. Báðir voru klæddir í sjúkrahúsklæðnað og er ekki hægt að segja annað en að unga stjarnan Dano hafi verið svolítið sjúskuð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dano og Cox leika saman í kvikmynd, félagarnir léku saman í myndinni L.I.E. sem gerði Dano að stjörnu. Paul Dano er ein af rísandi stjörnunum í Hollywood. Hann lék eftirminnilegan karakter í Little Mis Sunshine sem og There Will Be Blood. Brian Cox er stórjaxl í kvikmyndabransanum. Hann lék í Woody Allen-myndinni Match Point, Bourne- trílógíunni, Troy og Adaptation svo eitthvað sé nefnt. Þessir tveir stórleikarar voru einnig staddir á Íslandi fyrr á árinu við upptökur á myndinni. Það fór lítið fyrir þeim þá, en Paul Dano gisti víst á hinu glæsilega Home Apartments-hóteli á með- an á dvöl hans stóð. Þetta er þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd og sú fyrsta á ensku en myndin fjallar um ungan heimilislausan mann, Lucas, sem býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Hann læknar fólk með kröftunum einum. Þar kemur persóna Bri- ans Cox við sögu. Hann læknar meðal annars perónu Cox, mann að nafni Jacques. Brian Cox sjálfur kallar myndina klikkaða – á góðan hátt. hanna@dv.is Keppir við Band of Horses Dagskrá Hróarskelduhátíðar- innar hefur nú litið dagsins ljós og því margir byrjaðir að hafa hausverk yfir því hvernig sé nú best að skipuleggja sig til að ná að sjá öll uppáhaldsböndin sín. Mugison og Bloodgroup eru full- trúar íslensku tónlistarelítunn- ar í ár en Bloodgroup kemur til með að spila á sviði sem kallast Pavillion Junior og er svokallað upphitunarsvið áður en eigin- lega tónleikasvæðið verður opn- að. Hljómsveitin spilar klukkan níu á miðvikudagskvöldið 2. júlí. Mugison spilar svo á föstudegin- um 4. júlí klukkan 16.00 á Odeon sviðinu. Hann þarf hins vegar að glíma við samkeppni frá hinni gríðarlega vinsælu sveit Band Of Horses sem spilar á sama tíma og Mugison á næststærsta svið- inu, sem nefnist Arena. Þóra Sigurðardóttir og Völundur Snær Völundarson bíða spennt eftir sínu fyrsta barni: Lætur bíða eftir sér Ásdís í nationaL GeoGrapHic Í nýjustu bloggfærslu fyrirsætunn- ar Ásdísar Ránar segir hún frá því að hún hafi nýlega verið í viðtali við tímaritið National Geographic. Ekki fylgir þó sögunni út á hvað viðtalið gekk né hvers vegna þokkadísin var í viðtali við tímaritið. Hins vegar hljóta ís- lenskir frum- kvöðlar að hafa komið til tals þar sem hún segist hafa sagt blaða- manni að Íslendingar væru tölu- vert metnaðarfullir þegar kæmi að frumkvöðlastarfsemi þegar blaða- maður hafi velt því fyrir sér hversu margir stæðu upp úr á Íslandi mið- að við höfðatölu eins og Ásdís orðar það. Það er hins vegar spurning hvort blaðamaður National Geogr- aphic hafi þurft að reiða fram fimm þúsund krónur fyrir viðtalið en eins og Séð og heyrt greindi frá í síð- ustu viku er Ásdís nú farin að rukka fimm þúsund krónur fyrir viðtal. Upptökur á nýjustu mynd Dags Kára eru í fullum gír í New York. Stórstjörnurn- ar Paul Dano og Brian Cox voru klæddar í sjúkrahúsfatnað við tökur á myndinni. „Ég er búin að reyna öll ráðin í bókinni og get svo sannarlega sagt að þau virki greinilega ekki alltaf,“ segir Þóra Sigurðardóttir sem er komin níu daga fram yfir á meðgöngu sinni þegar þetta er skrifað. „Líkamlega heilsan er mjög góð en andlega heilsan er á þrotum,“ segir Þóra í gamansöm- um tón. Þóra, sem þjóðin þekkir úr Stundinni okkar, og eiginmaður hennar, Völundur Snær Völund- arson meistarakokkur, hafa verið búsett á Bahamaeyjum um tíma. Þau tóku þá ákvörðun að fæða hér á landi. Þóra hefur því spókað sig um með glæsilega kúlu und- anfarnar vikur og notið veður- blíðunnar á Íslandi. Þóra og Völli vita ekki kyn barnsins og er því mikil spenna á heimilinu. „Það er allt tilbúið enda er ég búin að hafa nógan tíma. Barnið virðist bara ekki hafa neina ástæðu til að koma í heiminn, hlýtur að líða af- skaplega vel.“ Hjónakornin æta að gera það besta úr næstu dögum til að gera biðina bærilegri. „Við ætlum að hitta vini og hafa gaman næstu daga, hlæja mikið og vona að frumburðurinn fari að láta sjá sig. Ef ekki vona ég að ég verði sett af stað fljótlega,“ segir Þóra þreytt á biðinni. Þóra og Völundur Frum- burðurinn er á eftir áætlun. fyrstumyndirnar Dagur Kári upptökur á kvikmynd hans The good Heart eru nú á fullri ferð í new York. Fyrstu myndir Hérna sjást Paul dano og Brian Cox í sjúkrahúsfatn- aði við upptökur í new York. Við leik Paul dano lék sér að frisbí á meðan tökur á myndinni stóðu yfir. Býr yfir mögnuðum kröftum upprennandi leikarinn Paul dano leikur kraftaverkamanninn Lucas í nýjustu mynd dags Kára. The Good hearT:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.