Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 12
mánudagur 23. júní 200812 Fréttir DV Um klukkustundar akstur frá Peking liggur þorpið Hou Wang Ge Zhung. Nýlega voru þorpsveggirnir málaðir með myndum af trjám og fossum og slagorðum um stuðning vegna vænt- anlegra Ólympíuleika. Þorpsbúar hafa þó áhyggjur af öðrum hlutum og í viðtali við breska dagblaðið Guardian spjallaði Kong Qingyu, sjötíu og sjö ára, um bróð- ur sinn sem lést nýverið úr krabba- meini í hálsi. „Allt var í lagi þangað til verksmiðjan var reist en þá fór fólk að deyja. Þú getur ekki séð mengunina. En hún þarna. Verksmiðjan dælir út úrgangi eftir miðnætti,“ sagði Kong Qingyu. Kong Qingyu hafði svipaða sögu að segja við Guardian. Hún lýsti veik- indum bónda síns, en hann þjáist af magakrabba. „Hann verður veikari og veikari. Síðastliðna tvo mánuði hafa komið upp tvö ný tilfelli,“ sagði hún. Íbúar þorpsins telja að samfé- lag þeirra, sem er falið á bak við birkitré, sé komið í hóp „krabba- þorpa Kína“. Þeir skella skuldinni á efnaverksmiðju sem reist var fyrir fimm árum, en síðan þá hafa tut- tugu og fimm þorpsbúar greinst með krabbamein og nítján hafa lát- ist. En líkt og hjá öðrum svæðum þar sem krabbamein hefur færst í aukana eiga þorpsbúar erfitt um vik með að færa sönnur á fullyrðingar sínar, sem er hafnað af eigendum verksmiðjanna. Engu að síður hafa þorpsbúar höfðað skaðabótamál, hvattir af árangri annarra samfé- laga sem fengið hafa skaðabætur frá þeim sem ábyrgð bera á mengun. Ólympíuleikarnir setja strik í reikninginn En þorpsbúar hafa fengið að vita að engin ákvörðun verður tekin í málinu fyrr en að Ólympíuleikunum loknum. „Því það gæti skaðað ímynd Peking og landsins,“ sagði einn þorps- búi. Stjórnvöld í Kína hafa, nú þegar um sex vikur eru til Ólympíuleikanna, lagt sig í líma við að koma í veg fyrir að skuggi falli á land og þjóð. Í viða- mikilli áætlun til þess hefur fjörutíu milljón blómum og trjám verið plant- að í Peking. Auk þess hafa ný þök ver- ið sett á rúmlega tvö þúsund og sex hundruð gamlar íbúðablokkir og tut- tugu þúsund að auki verið málaðar. Til að gera borgina enn „grænni“ hef- ur kerfi neðanjarðarjárnbrauta verið stækkað til mikilla muna. Þær tvær vikur sem leikarn- ir standa yfir á að hætta starfsemi í orkuverum, á byggingarsvæðum og í iðnfyrirtækjum víða í borginni til að tryggja hreint andrúmsloft handa því íþróttafólki sem tekur þátt. Nú þegar hafa stjórnvöld hafist handa við að fínpússa skoðun almennings og hefta neikvæða fjölmiðlaumfjöll- un og aðgerðir umhverfissinna sem gætu valdið óstöðugleika. Aðgerðir íbúa í Hou Wang Ge Zhung falla und- ir þá skilgreiningu. Sögur um meng- un og spillingu heyrast ekki um þess- ar mundir og náttúruverndarsinnar þegja þunnu hljóði. Hálftíma eftir að blaðamaður Gu- ardian kom til Hou Wang Ge Zhung var honum fengin fylgd og hon- um sýndar opinberar niðurstöður úr prófum sem gerð höfðu verið á drykkjarvatni. Niðurstöðurnar sýndu að drykkjarvatn var í lagi. Að lokum var honum fylgt út úr þorpinu í fylgd lögreglu. Vandræðagemlingar Wang Hue, yfirmaður kommún- istaflokks þorpsins, var ómyrkur í máli. Hann sagði að þar til Ólympíu- leikarnir væru afstaðnir yrði að hafa reglu á hlutunum, að skipanir stjórn- valda væru skýlausar. „Það er tilgangs- laust að taka viðtöl við þorpsbúa. Ég er fulltrúi þeirra og veit að þeir eru sammála stjórnvöldum. Þessir sem höfðuðu skaðabótamál eru vand- ræðagemlingar,“ sagði Hue. Stjórnvöld í Kína hafa löngum ver- ið viðkvæm vegna orðspors landsins sem mikils mengunarvalds, hvort Krabbameinsþorp í Kína Eftir því sem Ólympíuleikarnir í Peking færast nær leggja kínversk stjórnvöld ofurkapp á að bæta ímynd landsins og draga úr mengun. En við ramman reip er að draga og sumt er hægt að laga, en annað er í besta falli hægt að fela. Sex vikur eru í leikana og Kínverjum er mikið í mun að geta flaggað efnahagsvexti landsins og pólitískum og menningarlegum styrk. „Það er tilgangslaust að taka viðtöl við þorps- búa. Ég er fulltrúi þeirra og veit að þeir eru sam- mála stjórnvöldum. Þessir sem höfðuðu skaða- bótamál eru vandræðagemlingar.“ Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Fuglshreiðrið í baksýn Kínverji hvílir lúin bein í mengunarmistrinu. Morgunumferð í Peking Kínversk stjórnvöld hafa lagt sig fram við að draga úr mengun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.